Elísabet Englandsdrottning níutíu ára: Vinsæll þjóðhöfðingi fagnar í dag Nanna Elísa Jakobsdóttir og Sæunn Gísladóttir skrifa 21. apríl 2016 09:15 Elísabet II Bretadrottning hefur lifað tímana tvenna. Vísir/EPA Enginn breskur þjóðhöfðingi hefur verið lengur við völd en Elísabet II Englandsdrottning, hún var krýnd þann 2. júní 1952. Hún fagnar afmælinu með göngutúr um landið í kringum Windsor-kastala. Elísabet II fagnar níutíu ára afmæli sínu í dag. Ár hvert heldur hún upp á tvö afmæli, annars vegar fæðingardegi sínum, 21. apríl, og svo deginum sem hún var krýnd drottning, 2. júní. Hátíðahöldin hófust í gær með opnun sýningar Konunglegu póstþjónustunnar í Windsor-kastala. Elísabet var viðstödd opnunina.Bretar fagna ærlega afmæli Bretadrottningar.Vísir/EPAÍ dag fer hún svo í göngutúr um landið í kringum Windsor-kastala ásamt eiginmanni sínum, Filippusi prins. Í göngutúrnum mun minnisvarði um það sem kallað er gönguleið drottningarinnar verða afhjúpaður en gönguleiðin er 6,3 kílómetra löng og tengir saman 63 áhugaverða staði í Windsor. Hátíðahöldin halda áfram í kvöld þegar drottningin mun kveikja ljós í vita en kveikt verður á um 900 vitum í Bretlandi og víðsvegar um heiminn til að fagna afmælinu. Á morgun munu síðan Barack Obama, Bandaríkjaforseti, og Michelle Obama, kona hans, borða hádegismat með Elísabetu í Windsor-kastala. Í tilefni afmælisins verða gefin út tíu ný frímerki, en Georg prins, sonur Vilhjálms hertoga og Katrínar hertogaynju, og sá þriðji í röðina til að erfa krúnuna er í fyrsta sinn á frímerki. Georg er á frímerkinu ásamt langömmu sinni, drottningunni, afa sínum, Karli prins, og svo pabba, Vilhjálmi. Georg litli þurfti að standa uppi á kubbi til að vera nokkurn veginn í sömu hæð við pabba, afa og langömmu.Gæti náð rúmlega sjötíu árum á drottningarstól Langlífi er í fjölskyldunni, en móðir Elísabetar Englandsdrottning, Elísabet drottningamóðirin lést árið 2002 á 102. aldursári. Því gæti verið að Elísabet nái að fagna hundrað ára afmæli sínu í drottningastól.Elísabet að ávarpa Sameinuðu þjóðirnar í New York árið 1957 og á sama stað árið 2010.Vísir/EPAÞann 9. september síðastliðinn hafði Elísabet setið lengur en Viktoría drottning langamma hennar. Til að setja hlutina í samhengi hafa tólf menn gegnt embætti forseta Bandaríkjanna í valdatíð hennar. Þann 20. nóvember 1947 giftist Elísabet fjórmenningi sínum Prins Filipusi og þau eignuðust sitt fyrsta barn Karl bretaprins árið 1948. Karl er því orðinn sá erfðaprins sem hefur beðið hve lengst eftir því að verða konungur. Fyrr á árinu hafði Elísabet ávarpað Breta, þá 21 árs gömul, og heitið þeim ævarandi þjónustu sinni. Sérstök frímerki voru hönnuð í tilefni af afmæli drottningarinnar.Vísir/EPA„Ég heiti ykkur því að allt líf mínu, hvort sem það verður langlíft eða skammlíft, skal helgað þjónustu minni við ykkur,“ sagði þá verðandi drottning Bretlands en hún var staðsett í Suður-Afríku. „En ég mun ekki hafa styrk í að standa við þessi orð nema þið standið með mér eins og ég býð ykkur nú að gera.“ Áratugum síðar treysta og trúa Bretar enn á þessi orð og drottninguna sína en konungsfjölskyldan nýtur gífurlegra vinsælda hjá Bretum. Drottningin var til að mynda kjörin eftirlætis þjóðhöfðingi Breta fyrr og síðar. Tengdar fréttir Georg prins í fyrsta sinn á frímerki í tilefni 90 ára afmælis langömmu Elísabet II Englandsdrottning fagnar 90 ára afmæli sínu á morgun og verður því fagnað með ýmsum hætti á Bretlandi. 20. apríl 2016 10:37 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Enginn breskur þjóðhöfðingi hefur verið lengur við völd en Elísabet II Englandsdrottning, hún var krýnd þann 2. júní 1952. Hún fagnar afmælinu með göngutúr um landið í kringum Windsor-kastala. Elísabet II fagnar níutíu ára afmæli sínu í dag. Ár hvert heldur hún upp á tvö afmæli, annars vegar fæðingardegi sínum, 21. apríl, og svo deginum sem hún var krýnd drottning, 2. júní. Hátíðahöldin hófust í gær með opnun sýningar Konunglegu póstþjónustunnar í Windsor-kastala. Elísabet var viðstödd opnunina.Bretar fagna ærlega afmæli Bretadrottningar.Vísir/EPAÍ dag fer hún svo í göngutúr um landið í kringum Windsor-kastala ásamt eiginmanni sínum, Filippusi prins. Í göngutúrnum mun minnisvarði um það sem kallað er gönguleið drottningarinnar verða afhjúpaður en gönguleiðin er 6,3 kílómetra löng og tengir saman 63 áhugaverða staði í Windsor. Hátíðahöldin halda áfram í kvöld þegar drottningin mun kveikja ljós í vita en kveikt verður á um 900 vitum í Bretlandi og víðsvegar um heiminn til að fagna afmælinu. Á morgun munu síðan Barack Obama, Bandaríkjaforseti, og Michelle Obama, kona hans, borða hádegismat með Elísabetu í Windsor-kastala. Í tilefni afmælisins verða gefin út tíu ný frímerki, en Georg prins, sonur Vilhjálms hertoga og Katrínar hertogaynju, og sá þriðji í röðina til að erfa krúnuna er í fyrsta sinn á frímerki. Georg er á frímerkinu ásamt langömmu sinni, drottningunni, afa sínum, Karli prins, og svo pabba, Vilhjálmi. Georg litli þurfti að standa uppi á kubbi til að vera nokkurn veginn í sömu hæð við pabba, afa og langömmu.Gæti náð rúmlega sjötíu árum á drottningarstól Langlífi er í fjölskyldunni, en móðir Elísabetar Englandsdrottning, Elísabet drottningamóðirin lést árið 2002 á 102. aldursári. Því gæti verið að Elísabet nái að fagna hundrað ára afmæli sínu í drottningastól.Elísabet að ávarpa Sameinuðu þjóðirnar í New York árið 1957 og á sama stað árið 2010.Vísir/EPAÞann 9. september síðastliðinn hafði Elísabet setið lengur en Viktoría drottning langamma hennar. Til að setja hlutina í samhengi hafa tólf menn gegnt embætti forseta Bandaríkjanna í valdatíð hennar. Þann 20. nóvember 1947 giftist Elísabet fjórmenningi sínum Prins Filipusi og þau eignuðust sitt fyrsta barn Karl bretaprins árið 1948. Karl er því orðinn sá erfðaprins sem hefur beðið hve lengst eftir því að verða konungur. Fyrr á árinu hafði Elísabet ávarpað Breta, þá 21 árs gömul, og heitið þeim ævarandi þjónustu sinni. Sérstök frímerki voru hönnuð í tilefni af afmæli drottningarinnar.Vísir/EPA„Ég heiti ykkur því að allt líf mínu, hvort sem það verður langlíft eða skammlíft, skal helgað þjónustu minni við ykkur,“ sagði þá verðandi drottning Bretlands en hún var staðsett í Suður-Afríku. „En ég mun ekki hafa styrk í að standa við þessi orð nema þið standið með mér eins og ég býð ykkur nú að gera.“ Áratugum síðar treysta og trúa Bretar enn á þessi orð og drottninguna sína en konungsfjölskyldan nýtur gífurlegra vinsælda hjá Bretum. Drottningin var til að mynda kjörin eftirlætis þjóðhöfðingi Breta fyrr og síðar.
Tengdar fréttir Georg prins í fyrsta sinn á frímerki í tilefni 90 ára afmælis langömmu Elísabet II Englandsdrottning fagnar 90 ára afmæli sínu á morgun og verður því fagnað með ýmsum hætti á Bretlandi. 20. apríl 2016 10:37 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Georg prins í fyrsta sinn á frímerki í tilefni 90 ára afmælis langömmu Elísabet II Englandsdrottning fagnar 90 ára afmæli sínu á morgun og verður því fagnað með ýmsum hætti á Bretlandi. 20. apríl 2016 10:37