Lífið

Skrifaði BA ritgerð um Kim og fékk selfie með henni

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Jóhann Kristófer Stefánsson ásamt Kim Kardashian og Jonathan Cheban.
Jóhann Kristófer Stefánsson ásamt Kim Kardashian og Jonathan Cheban. Mynd/Jóhann Kristófer
Jóhann Kristófer Stefánsson, sviðshöfundur, rappari, leikari og fyrirsæta var einn af þeim sem hitti Kardashian-hópinn í miðbænum á mánudaginn.

„Ég var á gangi niðri í bæ og fann á mér að meðlimir Kardashian-fjölskyldunnar væru ekki langt frá. Þannig að ég fylgdi innsæinu og gekk þar til ég rakst á þau á Bæjarins bestu. Eftir að fjölskyldan fékk sér pullu gengu þau upp í Grjótaþorp og þeim fylgdi halarófa ungmenna. Ég gekk meðferðis, enda áhugasamur leikmaður, og ekki leið á löngu áður en ég náði stuttu augnabliki við hliðina á Kim, en þá skaut ég að henni að ég hefði einmitt skrifað BA-ritgerðina mína um þáttinn hennar. Henni þótti gaman að heyra það og sagði í sínum einkennistóni: „Oh, cool,“ en Jóhann skrifaði BA-ritgerðina sína við sviðshöfundabraut í Listaháskóla Íslands einmitt um raunveruleikaþáttinn Keeping up with the Kardashians.

„Í ritgerðinni skoðaði ég þáttinn í samhengi við kenningar skoska félagsfræðingsins Ervings Goffman, sem heldur því fram að við séum alltaf í sviðsetningu á sjálfum okkur. Kardashian-fjölskyldan notar þáttinn til þess að viðhalda ímynd sinni algjörlega á sínum eigin forsendum. Þau ráða algjörlega hvernig við sjáum þau og með eftirvinnslu og klippingu manipúlera þau hvaða tilfinningar vakna upp við áhorf á þáttinn.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×