Fólk langar ekkert að heyra sannleikann Guðrún Ansnes skrifar 30. apríl 2016 05:00 Manuela segist vel mega vera montin af börnunum sínum þeim Jóhanni Gretari og Elmu Rós. Vísir/Anton Brink „Stundum brosi ég út í annað þegar ég hugsa um Manuelu sem bjó í Bretlandi og var alltaf að kaupa sér ógeðslega mikið af fötum og einhverju sem engu máli skiptir. Þetta er týpa sem er mjög ólík mér í dag. Ég var bara ung. Við Grétar Rafn vorum það bæði og fannst þetta skemmtilegt. Ég gifti mig tuttugu og fimm ára, þarna var nýr heimur að opnast. Var ástfangin og fannst þetta geggjað. Var hvorki að vinna né í skóla, heldur að sjá um börnin mín og styðja við bakið á manninum mínum sem vildi láta sína drauma rætast. Þegar ég horfi til baka sé ég að auðvitað hefur þetta stuðað einhverja. Ég var mjög barnaleg og hélt einhvern veginn að allir væru ánægðir bara með þetta, voða glaðir og almennt góðir,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir sem ætti að vera flestum landsmönnum kunn. Hún vakti fyrst athygli er hún hlaut nafnbótina ungfrú Ísland árið 2002 og hefur síðan tekist að fanga athygli samlanda sinna, hvort sem henni líkar betur eða verr. Gróa á Leiti er yfirleitt ekki langt undan og hefur líklega sjaldan verið jafn blómleg í tilfelli Manuelu og á meðan hatramur skilnaður hennar og Grétars Rafns Steinssonar, atvinnumanns í fótbolta, gekk í gegn árið 2011. Þau eiga saman dótturina Elmu Rós og fyrir átti Manuela soninn Jóhann Gretar sem var aðeins tveggja ára gamall þegar hún fluttist yfir hafið til að bakka drauma Grétars Rafns upp.Hafði ekki styrk í að verja sig „Ég var allt í einu með heila þjóð ofan í nærfataskúffunni minni. Ég tók tvær ákvarðanir í þessum skilnaði, þær voru ekki fleiri. Annars vegar leyfði ég mér að fara allan tilfinningarússíbanann og setti ekki kröfu á mig með neitt. Svo hins vegar ákvað ég að tala ekki um þetta við fjölmiðla né tjá mig opinberlega um málið. Aðalástæða þess var að mig langaði ekki að dóttir okkar færi sjálf á netið seinna meir og læsi um hvað gekk á. Ég ætlaði ekki að taka þátt í því og þar af leiðandi ekki tjá mig. Sem gerði það að verkum að ansi margt af því sem var skrifað á þessum tíma, til dæmis hjá DV, var einfaldlega ekki rétt. Það hafði beinlínis slæm áhrif á mig og mitt mannorð. Ég var svo brotin á þessum tímapunkti að ég hafði hvorki styrkinn né löngunina til að verja mig. Fólk spurði mig mikið hvort ég ætlaði virkilega að láta þetta yfir mig ganga. Mér fannst ég ekki vera að því. Fyrir mér kom fólki þetta ekki við auk þess sem virkilega margir vilja ekkert með sannleikann hafa, þeir vilja bara trúa lyginni.“Gold-diggerinn „Fólk leyfir sér ennþá að halda ákveðna hluti um mig. Það er margt steikt í þessu. Allt niður í sextán ára stelpur finna sig knúnar til að tjá sig um að „fyrrverandi haldi mér uppi“ á netinu og vísa í eldgamla frétt á DV. Þar segir að hann þurfi að borga mér einhverjar þrjár milljónir á mánuði. Þetta er einfaldlega rangt. Ég hef sjálf verið sextán ára, maður er bara barn og maður segir ýmislegt. En þegar fullorðnar konur eru að láta suma hluti út úr sér þá finnst mér það bara mjög skrítið. Fáir vita hver mín fjárhagsstaða var og hver hans fjárhagsstaða var þegar við kynntumst. Ég hef alltaf kosið að bera það ekkert á borð fyrir fólk. Í staðinn ákveður fólk að þarna sé fótboltamaður sem á fullt af peningum og lendir í skilnaði og ég þar með „gold-diggerinn“. Það meikar ekkert sens í raunveruleikanum og þegar sú saga klikkar þá hef ég séð fólk skrifa að pabbi minn haldi mér uppi. Hann sé forríkur lýtalæknir í New York. Það særði mig,“ segir hún og sést vel að þetta tekur á hana. Hún segir þar fulllangt seilst eftir útskýringum. „Pabbi minn dó þegar ég var tveggja ára. Hann er vissulega ekki að halda mér uppi. Ég þurfti engan karlmann inn í líf mitt. Ég giftist Grétari svo sannarlega ekki fyrir peningana hans.“Manuela ásamt Evu Lind Rútsdóttur sem saumaði fyrir hana útskriftarlínuna er rak smiðshöggið á fatahönnunarnámið. Vísir/Anton Brink Skortur á föðurímynd erfiður „Pabbi var búinn að koma sér ágætlega fyrir en hann lést ungur í bílslysi. Einhverjar eignir sem hann átti fóru þannig til mín. Þetta hefur alltaf verið svolítið erfitt og ég veit ekki mikið. Það hefur aldrei verið mikið samband við föðurfólkið. Ég hugsa að ég vilji í rauninni ekki vita hvað gekk á. En mér finnst leiðinlegt að hvað svo sem það var, hafi þurft að koma niður á barni, sem í þessu tilfelli var ég. Þetta hefur ekkert verið rætt. Ég er eina barn foreldra minna og mamma eignaðist ekki aftur mann. Svo við höfum alltaf verið bara tvær, mjög nánar. Ég er alltaf litla barnið,“ segir hún og hlær. „En það að hann sé dáinn er ekki viðkvæmt, ég var svo lítil að ég þekki ekki annað. Það vantar samt ákveðinn hlut í lífið mitt, þessa föðurímynd. Mér finnst erfitt að horfa á dóttur mína alast upp í svipuðum pakka. Jú, hún á pabba á lífi en hann vantar í þetta daglega amstur. Hún er aðeins að kveikja á því núna að það eru pabbar á heimilum vinkvenna hennar en hefur ekki verið að pæla í því.“ Bæði mamma og pabbi „Eftir að við skildum fluttum við í Hafnarfjörð. Sjálf er ég alin upp í Vesturbænum og tók þennan hefðbundna rúnt. Fór í Hagaskóla og Melaskóla svo þaðan í Menntaskólann í Reykjavík. Hins vegar gat ég ekki hugsað mér að flytja aftur í Vesturbæinn þegar við fluttum heim. Mig langaði ekki að hitta fólk sem ég þekkti í búðinni. Okkur líður mjög vel í Hafnarfirði og krakkarnir eru orðnir harðkjarna Hafnfirðingar,“ útskýrir hún brosandi. „Ég er bæði mamma og pabbi á mínu heimili. Elma fer ekki á pabbahelgar en það gerir Jóhann. Ég er heppin með hjálp frá fjölskyldunni minni, sérstaklega mömmu og ömmu. Og hef haft mikið fyrir að láta drauma mína rætast. Það er ekkert sem heftir mig, börnin mín koma bara með mér. Mér finnst pælingin um að konur geti ekki eignast börn því þá geti þær ekki gert hitt og þetta leiðinleg og úrelt. Það er allt hægt. Ég er sterk og ég veit það. Ég er í hundrað prósent vinnu, hundrað prósent námi og er á fullu að elta draumana mína,“ segir hún en nýverið tók Manuela að sér umboð Miss Universe á Íslandi ofan á lokasprett fatahönnunarnámsins við Listaháskóla Íslands. „Ég er dugleg og góð mamma. Þú þarft ekki annað en að hitta börnin mín til að sjá að þau hafa fengið frábært uppeldi og þeim líður vel. Þau eru glöð og skortir ekki neitt, allra síst öryggi og ást. Ég má monta mig af þeim. Ég fæ mikið af spurningum þegar ég ferðast, um hvar börnin mín séu á meðan. Það fer í mig, því ekki er fólk að senda slíkar spurningar á pabba þeirra. Ég þarf ekki að afsaka mig og þetta hugarfar gagnvart konum sem láta eftir sér að elta draumana sína er leiðinlegt. Væri ekki eðlilegra að hugsa þetta þannig að ég væri að standa mig sem fyrirmynd fyrir dóttur mína með því að sýna henni að konur geti gert það sem þær ætla sér?“ Finnst þér þú þannig undir einhvers konar pressu að þurfa að sanna þig stöðugt í móðurhlutverkinu fyrir fólki sem þú þekkir ekki neitt? „Ég finn fyrir pressunni en það góða í þessu er að mér finnst ég ekki verða að gera það. Ef fólk vill halda að börnin mín séu vanrækt, þá verður þetta fólk bara að fá að halda það. Mér er sama, meðan mitt fólk og börnin eru hamingjusöm skiptir hitt ekki máli. Ég er löngu búin að sjá að fólk langar ekkert í sannleikann, það hentar betur að allt sé frekar ömurlegt.“Samfélagsmiðlarnir heilla Manuela segir hugmyndir fólks um að hún sé sífellt á galeiðunni ekki á rökum reistar. „Ég er frekar „boring“ ef ég á að segja eins og er. Þegar ég er ekki að skjótast í stutt ferðlög utan til að byggja upp tengslanet mitt og skapa tækifæri, þá er ég bara heima hjá mér í flísgallanum með börnunum eða að læra. Ég hef aldrei smakkað áfengi, né tekið smók. Hvað þá eitthvert dóp. Ég fer aldrei neitt.“ Ekki skal þó nokkurn undra að fólk telji Manuelu lifa æsispennandi lífi, en hún heldur úti einhverjum vinsælasta Snapchat-reikningi hérlendis. Þar hefur hún átján þúsund fylgjendur. Auk þess að vera með Instagram-síðu alsetta draumkenndum myndum úr daglegu lífi sínu. „Fólk veit kannski ekki að það sem ég er að gera á Snapchat til dæmis er mitt „social media test“. Ég er mikið í persónusköpun á þessum miðlum. Ég er ekki persónuleg. Þetta er brjálað markaðstól og orðið að miðli þegar maður er kominn með svona mikið af fylgjendum,“ útskýrir hún. „Þetta er eitthvað sem ég hef skapað sjálf og mér er alls engin vorkunn. Maður getur ekki opnað lífið sitt svona án þess að díla við að fólk hafi áhuga á manni. Ég passa mig samt. Áður setti ég mikið af myndum af börnunum mínum en ég geri það ekki lengur. Það er ekki vinsælt, þar sem fólk hefur takmarkaðan áhuga á að skoða börn sem það tengir ekki við. Mín pæling á þessum miðlum er allt önnur. Persónulegu snöppin fara bara á vinina og fjölskyldu. Ég pæli mikið í og stúdera hvernig hæpin verða til og hvað gerir æðin að æði. Ég skrifaði BA-ritgerðina í náminu um einmitt þetta, samfélagsmiðlana, og fór þá alveg á kaf í þetta. Þar með varð ekki aftur snúið.”Leið á anorexíuorðrómnum Manuela hefur vissulega ekki farið varhluta af gagnrýni vegna framgöngu sinnar á samfélagsmiðlunum frekar en nokkru öðru sem hún tekur sér fyrir hendur. Í byrjun árs tók Kastljós hana fyrir og var þar engum vettlingatökum beitt að hennar mati. Umfjöllunarefni þáttarins var bloggheimar en Manuela var sett fram í því samhengi sem hlutgervingur skaðlegra áhrifa á samfélagsmiðlunum. „Þetta var ömurlegt og illa gert. Vanalega læt ég svona sem vind um eyru þjóta en þetta var Kastljós, á RÚV, ríkismiðli sem fólk ætti að geta tekið mark á. Þarna var beinlínis verið að láta mig líta illa út og undirtónninn virkilega neikvæður. Ég var sögð með átröskunarsjúkdóminn anorexíu. Ég var boðuð í viðtal sem ég afþakkaði, haldandi að þetta væri umfjöllun um bloggheima enda ekki annað útskýrt fyrir mé. Vegna tímaskorts áleit ég að ég kæmi þá ekki fyrir í umræddum þætti. Ég varð mjög sár þegar annað kom í ljós og mínar myndir notaðar án míns leyfis.“ Manuela blæs í framhaldinu á lífseigar sjúkdómsgreiningar samfélagsins er varða holdafar hennar en því er stöðugt haldið fram að hún þjáist af átröskun. „Ég veit vel að ég er stundum of grönn. Það er ekki vegna anorexíu. Stundum líður mér illa, eins og öllum. Ég er stundum undir miklu álagi. Það tekur allt sinn toll. Þarna voru valdar út myndir til að sannfæra fólk um að eitthvað væri að hjá mér. Auk þess er þarna talað um átröskun eins og einhvern lífsstíl. Ég skil þetta ekki alveg. Eina stundina er fólk sannfært um að ég sé með anorexíu því ég sé svo rosalega mjó og þá næstu með búlimíu, því einhverjum fannst ég með feitt andlit í viðtali í Íslandi í dag. Hættið þessu bara.“60-90-60 er búið Manuela segist gáttuð á þeirri sáru þörf fullorðins fólks að setjast niður fyrir framan tölvu og skrá sig inn á Barnalandsreikninginn til að tjá sig um útlit einhvers. „Af hverju má ég þá ekki bara vera dálítið feit í framan? Eða aðeins of mjó í tvær vikur vegna álags? Heldur fólk að það sem það skrifar hafi ekki áhrif? Ef ég rekst ekki á þetta sjálf, fæ ég þetta sent. Ég er komin með nóg af þessari neikvæðni og niðurrifi í samfélaginu. Það þurfa ekki allir að vera sammála, fólk á að fá að gera sitt, svo fremi það skaði ekki aðra. Við þurfum alls ekki öll að fíla sömu hlutina,“ bendir hún á og talið færist í beinu framhaldi yfir að Miss Universe keppninni sem Manuela stendur fyrir hér á landi í haust. „Fegurðarsamkeppnin er gott dæmi um þetta. Ég held að það sé fáfræði fólgin í að slá þessa keppni strax út af borðinu. Áherslurnar í keppninni eru aðrar en þær sem áður hafa verið hafðar í heiðri hérna hingað til. Tækifærin sem bjóðast í framhaldinu á erlendri grundu eru tækifæri sem hvaða íslensk kona sem er myndi stökkva á. Svo sem skólastyrkir í flottustu háskólana. Þetta þekkist ekki hér. Ég hefði ekki sett nafnið mitt við neitt annað en akkúrat þessa keppni. Áherslan á valdeflingu kvenna heillaði mig og þessir staðlar varðandi þyngd, hæð og annað eru ekki til staðar. Það er ekki hægt að keppa í fegurð einni og sér. Þetta snýst allt um hvernig manneskjan er. Ég vil til að mynda ekki of ungar stelpur inn í keppnina en verð að lúta ákveðnum reglum og taka við stelpum á bilinu 18 til 26 ára. Að fenginni reynslu segir hún átján ára stúlkur of ungar. „Ég var bara stelpa sem vissi ekkert hver hún var, fyrir hvað hún stóð og hafði varla myndað mér skoðanir á lífinu. Ég hafði ekkert að gera sem fulltrúi heillar þjóðar á alþjóðavísu. Ég var bara rosalega lítil þegar ég var krýnd.“Situr ekki á sófanum og vælir Í dag er Manuela ofboðslega sátt í eigin skinni og líður vel. „Ég er þakklát fyrir að hafa farið í gegnum þetta. Ég hef aldrei verið eins sátt við mig og þá manneskju sem ég er. Það held ég að hefði ekki gerst nema hafa gengið í gegnum þetta allt. Mér finnst fólk áhugaverðara eftir því sem það hefur farið í gegnum fleiri hluti. Hreinlega farið til helvítis og til baka. Þeir sem ekki hafa gengið í gegnum erfiða hluti hafa eðlilega ekki sama skilninginn og skortir ákveðna dýpt,“ skýrir hún. „Ég er spennt og jákvæð fyrir framtíðinni. Það eru eiginleikar sem ég hafði ekki. Ég var týpan sem var að baktala rétt eins og ansi margir Íslendingar gera. Ég hef alveg komið illa fram við fólk og gert fullt af hlutum sem ég myndi aldrei gera í dag. Það er sigur fyrir mig. Ég hefði líklega aldrei farið út úr þessu, ef ég hefði ekki gengið í gegnum þennan skilnað. Að ganga í gegnum þetta var ógeðslegt en það sem kom út úr því er dásamlegt. Nú er ég þessi sem situr ekki á sófanum heima og væli yfir að geta ekki gert hitt eða þetta. Maður finnur sér leiðir til að gera það sem mann langar til.“Hugurinn leitar út „Ég er loksins að útskrifast úr skólanum. Þessi þrjú ár hafa samt liðið bæði hratt og hægt. Ég átti alls ekki von á að komast inn í námið þegar ég sótti um. Hafði einfaldlega ekki nógu mikla trú á sjálfri mér en vissi að mig langaði ekki að læra eitthvað praktískt bara vegna þess að það væri praktískt, heldur vegna þess að ég ætlaði að gera það sem mig langaði til,“ segir hún og heldur áfram: „Ég sé mig ekki fyrir mér í frönsku tískuhúsi eins og ég gerði í upphafi námsins. Ég hef miklu meiri áhuga á því sem gerist bak við tjöldin og í markaðsmálunum,“ segir hún og það lifnar yfir henni. „Mig langar að flytja til útlanda, persónulega líður mér ekki vel á Íslandi og tækifærin mín eru ekki hér. En ég hugsa fyrst og fremst um börnin mín, hvar þeim líður best. Mig langar að þau hafi öll heimsins tækifæri til að láta sína drauma rætast.“ Tengdar fréttir Snapchat-stjarnan Manuela Ósk: „Ef þú ætlar að vera góður á samfélagsmiðlum þá þarftu bara að fara í karakter“ Manuela Ósk Harðardóttir, hönnunarnemi og Snapchat-stjarna, segir að það sé mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að hún sé ekki sama manneskja í raunveruleikanum og sú sem birtist fylgjendum hennar á Snapchat. 23. febrúar 2016 23:30 Leitar að fullkomnum stað fyrir Miss Universe Iceland Manuela Ósk Harðardóttir ætlar sér að breyta ímynd fegurðarsamkeppna á Íslandi með Miss Universe Iceland sem fram fer í haust. Keppnin á að virka valdeflandi á stúlkurnar og opna á möguleika. 30. mars 2016 10:15 Horfðu á stefnumót ársins: Snorri í kjólfötum, Manúela í rauðum kjól og þetta endaði með kossi Sjáðu allt stefnumót Snorra Björns og Manúelu og það frá tveimur sjónarhornum. 12. febrúar 2016 14:00 Manúela sár: "Umræðan snýst eingöngu um holdafar mitt“ "Ég talaði af ástríðu um áhugavert málefni í fréttunum í kvöld. Það bæði særir mig persónulega og vekur mig til umhugsunar, þegar umræðan í kjölfarið snýst eingöngu um holdafar mitt.“ 24. febrúar 2016 10:08 Manúela fékk sér stórglæsileg húðflúr um helgina: "Guy var mjúkhentur og góður við mig“ "Mér fannst þetta ekkert það vont,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, hönnunarnemi og Snapchat-stjarna, um ný húðflúr sem hún fékk sér um helgina. 14. mars 2016 14:30 Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“ „Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat 17. febrúar 2016 12:00 Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Fleiri fréttir Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Sjá meira
„Stundum brosi ég út í annað þegar ég hugsa um Manuelu sem bjó í Bretlandi og var alltaf að kaupa sér ógeðslega mikið af fötum og einhverju sem engu máli skiptir. Þetta er týpa sem er mjög ólík mér í dag. Ég var bara ung. Við Grétar Rafn vorum það bæði og fannst þetta skemmtilegt. Ég gifti mig tuttugu og fimm ára, þarna var nýr heimur að opnast. Var ástfangin og fannst þetta geggjað. Var hvorki að vinna né í skóla, heldur að sjá um börnin mín og styðja við bakið á manninum mínum sem vildi láta sína drauma rætast. Þegar ég horfi til baka sé ég að auðvitað hefur þetta stuðað einhverja. Ég var mjög barnaleg og hélt einhvern veginn að allir væru ánægðir bara með þetta, voða glaðir og almennt góðir,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir sem ætti að vera flestum landsmönnum kunn. Hún vakti fyrst athygli er hún hlaut nafnbótina ungfrú Ísland árið 2002 og hefur síðan tekist að fanga athygli samlanda sinna, hvort sem henni líkar betur eða verr. Gróa á Leiti er yfirleitt ekki langt undan og hefur líklega sjaldan verið jafn blómleg í tilfelli Manuelu og á meðan hatramur skilnaður hennar og Grétars Rafns Steinssonar, atvinnumanns í fótbolta, gekk í gegn árið 2011. Þau eiga saman dótturina Elmu Rós og fyrir átti Manuela soninn Jóhann Gretar sem var aðeins tveggja ára gamall þegar hún fluttist yfir hafið til að bakka drauma Grétars Rafns upp.Hafði ekki styrk í að verja sig „Ég var allt í einu með heila þjóð ofan í nærfataskúffunni minni. Ég tók tvær ákvarðanir í þessum skilnaði, þær voru ekki fleiri. Annars vegar leyfði ég mér að fara allan tilfinningarússíbanann og setti ekki kröfu á mig með neitt. Svo hins vegar ákvað ég að tala ekki um þetta við fjölmiðla né tjá mig opinberlega um málið. Aðalástæða þess var að mig langaði ekki að dóttir okkar færi sjálf á netið seinna meir og læsi um hvað gekk á. Ég ætlaði ekki að taka þátt í því og þar af leiðandi ekki tjá mig. Sem gerði það að verkum að ansi margt af því sem var skrifað á þessum tíma, til dæmis hjá DV, var einfaldlega ekki rétt. Það hafði beinlínis slæm áhrif á mig og mitt mannorð. Ég var svo brotin á þessum tímapunkti að ég hafði hvorki styrkinn né löngunina til að verja mig. Fólk spurði mig mikið hvort ég ætlaði virkilega að láta þetta yfir mig ganga. Mér fannst ég ekki vera að því. Fyrir mér kom fólki þetta ekki við auk þess sem virkilega margir vilja ekkert með sannleikann hafa, þeir vilja bara trúa lyginni.“Gold-diggerinn „Fólk leyfir sér ennþá að halda ákveðna hluti um mig. Það er margt steikt í þessu. Allt niður í sextán ára stelpur finna sig knúnar til að tjá sig um að „fyrrverandi haldi mér uppi“ á netinu og vísa í eldgamla frétt á DV. Þar segir að hann þurfi að borga mér einhverjar þrjár milljónir á mánuði. Þetta er einfaldlega rangt. Ég hef sjálf verið sextán ára, maður er bara barn og maður segir ýmislegt. En þegar fullorðnar konur eru að láta suma hluti út úr sér þá finnst mér það bara mjög skrítið. Fáir vita hver mín fjárhagsstaða var og hver hans fjárhagsstaða var þegar við kynntumst. Ég hef alltaf kosið að bera það ekkert á borð fyrir fólk. Í staðinn ákveður fólk að þarna sé fótboltamaður sem á fullt af peningum og lendir í skilnaði og ég þar með „gold-diggerinn“. Það meikar ekkert sens í raunveruleikanum og þegar sú saga klikkar þá hef ég séð fólk skrifa að pabbi minn haldi mér uppi. Hann sé forríkur lýtalæknir í New York. Það særði mig,“ segir hún og sést vel að þetta tekur á hana. Hún segir þar fulllangt seilst eftir útskýringum. „Pabbi minn dó þegar ég var tveggja ára. Hann er vissulega ekki að halda mér uppi. Ég þurfti engan karlmann inn í líf mitt. Ég giftist Grétari svo sannarlega ekki fyrir peningana hans.“Manuela ásamt Evu Lind Rútsdóttur sem saumaði fyrir hana útskriftarlínuna er rak smiðshöggið á fatahönnunarnámið. Vísir/Anton Brink Skortur á föðurímynd erfiður „Pabbi var búinn að koma sér ágætlega fyrir en hann lést ungur í bílslysi. Einhverjar eignir sem hann átti fóru þannig til mín. Þetta hefur alltaf verið svolítið erfitt og ég veit ekki mikið. Það hefur aldrei verið mikið samband við föðurfólkið. Ég hugsa að ég vilji í rauninni ekki vita hvað gekk á. En mér finnst leiðinlegt að hvað svo sem það var, hafi þurft að koma niður á barni, sem í þessu tilfelli var ég. Þetta hefur ekkert verið rætt. Ég er eina barn foreldra minna og mamma eignaðist ekki aftur mann. Svo við höfum alltaf verið bara tvær, mjög nánar. Ég er alltaf litla barnið,“ segir hún og hlær. „En það að hann sé dáinn er ekki viðkvæmt, ég var svo lítil að ég þekki ekki annað. Það vantar samt ákveðinn hlut í lífið mitt, þessa föðurímynd. Mér finnst erfitt að horfa á dóttur mína alast upp í svipuðum pakka. Jú, hún á pabba á lífi en hann vantar í þetta daglega amstur. Hún er aðeins að kveikja á því núna að það eru pabbar á heimilum vinkvenna hennar en hefur ekki verið að pæla í því.“ Bæði mamma og pabbi „Eftir að við skildum fluttum við í Hafnarfjörð. Sjálf er ég alin upp í Vesturbænum og tók þennan hefðbundna rúnt. Fór í Hagaskóla og Melaskóla svo þaðan í Menntaskólann í Reykjavík. Hins vegar gat ég ekki hugsað mér að flytja aftur í Vesturbæinn þegar við fluttum heim. Mig langaði ekki að hitta fólk sem ég þekkti í búðinni. Okkur líður mjög vel í Hafnarfirði og krakkarnir eru orðnir harðkjarna Hafnfirðingar,“ útskýrir hún brosandi. „Ég er bæði mamma og pabbi á mínu heimili. Elma fer ekki á pabbahelgar en það gerir Jóhann. Ég er heppin með hjálp frá fjölskyldunni minni, sérstaklega mömmu og ömmu. Og hef haft mikið fyrir að láta drauma mína rætast. Það er ekkert sem heftir mig, börnin mín koma bara með mér. Mér finnst pælingin um að konur geti ekki eignast börn því þá geti þær ekki gert hitt og þetta leiðinleg og úrelt. Það er allt hægt. Ég er sterk og ég veit það. Ég er í hundrað prósent vinnu, hundrað prósent námi og er á fullu að elta draumana mína,“ segir hún en nýverið tók Manuela að sér umboð Miss Universe á Íslandi ofan á lokasprett fatahönnunarnámsins við Listaháskóla Íslands. „Ég er dugleg og góð mamma. Þú þarft ekki annað en að hitta börnin mín til að sjá að þau hafa fengið frábært uppeldi og þeim líður vel. Þau eru glöð og skortir ekki neitt, allra síst öryggi og ást. Ég má monta mig af þeim. Ég fæ mikið af spurningum þegar ég ferðast, um hvar börnin mín séu á meðan. Það fer í mig, því ekki er fólk að senda slíkar spurningar á pabba þeirra. Ég þarf ekki að afsaka mig og þetta hugarfar gagnvart konum sem láta eftir sér að elta draumana sína er leiðinlegt. Væri ekki eðlilegra að hugsa þetta þannig að ég væri að standa mig sem fyrirmynd fyrir dóttur mína með því að sýna henni að konur geti gert það sem þær ætla sér?“ Finnst þér þú þannig undir einhvers konar pressu að þurfa að sanna þig stöðugt í móðurhlutverkinu fyrir fólki sem þú þekkir ekki neitt? „Ég finn fyrir pressunni en það góða í þessu er að mér finnst ég ekki verða að gera það. Ef fólk vill halda að börnin mín séu vanrækt, þá verður þetta fólk bara að fá að halda það. Mér er sama, meðan mitt fólk og börnin eru hamingjusöm skiptir hitt ekki máli. Ég er löngu búin að sjá að fólk langar ekkert í sannleikann, það hentar betur að allt sé frekar ömurlegt.“Samfélagsmiðlarnir heilla Manuela segir hugmyndir fólks um að hún sé sífellt á galeiðunni ekki á rökum reistar. „Ég er frekar „boring“ ef ég á að segja eins og er. Þegar ég er ekki að skjótast í stutt ferðlög utan til að byggja upp tengslanet mitt og skapa tækifæri, þá er ég bara heima hjá mér í flísgallanum með börnunum eða að læra. Ég hef aldrei smakkað áfengi, né tekið smók. Hvað þá eitthvert dóp. Ég fer aldrei neitt.“ Ekki skal þó nokkurn undra að fólk telji Manuelu lifa æsispennandi lífi, en hún heldur úti einhverjum vinsælasta Snapchat-reikningi hérlendis. Þar hefur hún átján þúsund fylgjendur. Auk þess að vera með Instagram-síðu alsetta draumkenndum myndum úr daglegu lífi sínu. „Fólk veit kannski ekki að það sem ég er að gera á Snapchat til dæmis er mitt „social media test“. Ég er mikið í persónusköpun á þessum miðlum. Ég er ekki persónuleg. Þetta er brjálað markaðstól og orðið að miðli þegar maður er kominn með svona mikið af fylgjendum,“ útskýrir hún. „Þetta er eitthvað sem ég hef skapað sjálf og mér er alls engin vorkunn. Maður getur ekki opnað lífið sitt svona án þess að díla við að fólk hafi áhuga á manni. Ég passa mig samt. Áður setti ég mikið af myndum af börnunum mínum en ég geri það ekki lengur. Það er ekki vinsælt, þar sem fólk hefur takmarkaðan áhuga á að skoða börn sem það tengir ekki við. Mín pæling á þessum miðlum er allt önnur. Persónulegu snöppin fara bara á vinina og fjölskyldu. Ég pæli mikið í og stúdera hvernig hæpin verða til og hvað gerir æðin að æði. Ég skrifaði BA-ritgerðina í náminu um einmitt þetta, samfélagsmiðlana, og fór þá alveg á kaf í þetta. Þar með varð ekki aftur snúið.”Leið á anorexíuorðrómnum Manuela hefur vissulega ekki farið varhluta af gagnrýni vegna framgöngu sinnar á samfélagsmiðlunum frekar en nokkru öðru sem hún tekur sér fyrir hendur. Í byrjun árs tók Kastljós hana fyrir og var þar engum vettlingatökum beitt að hennar mati. Umfjöllunarefni þáttarins var bloggheimar en Manuela var sett fram í því samhengi sem hlutgervingur skaðlegra áhrifa á samfélagsmiðlunum. „Þetta var ömurlegt og illa gert. Vanalega læt ég svona sem vind um eyru þjóta en þetta var Kastljós, á RÚV, ríkismiðli sem fólk ætti að geta tekið mark á. Þarna var beinlínis verið að láta mig líta illa út og undirtónninn virkilega neikvæður. Ég var sögð með átröskunarsjúkdóminn anorexíu. Ég var boðuð í viðtal sem ég afþakkaði, haldandi að þetta væri umfjöllun um bloggheima enda ekki annað útskýrt fyrir mé. Vegna tímaskorts áleit ég að ég kæmi þá ekki fyrir í umræddum þætti. Ég varð mjög sár þegar annað kom í ljós og mínar myndir notaðar án míns leyfis.“ Manuela blæs í framhaldinu á lífseigar sjúkdómsgreiningar samfélagsins er varða holdafar hennar en því er stöðugt haldið fram að hún þjáist af átröskun. „Ég veit vel að ég er stundum of grönn. Það er ekki vegna anorexíu. Stundum líður mér illa, eins og öllum. Ég er stundum undir miklu álagi. Það tekur allt sinn toll. Þarna voru valdar út myndir til að sannfæra fólk um að eitthvað væri að hjá mér. Auk þess er þarna talað um átröskun eins og einhvern lífsstíl. Ég skil þetta ekki alveg. Eina stundina er fólk sannfært um að ég sé með anorexíu því ég sé svo rosalega mjó og þá næstu með búlimíu, því einhverjum fannst ég með feitt andlit í viðtali í Íslandi í dag. Hættið þessu bara.“60-90-60 er búið Manuela segist gáttuð á þeirri sáru þörf fullorðins fólks að setjast niður fyrir framan tölvu og skrá sig inn á Barnalandsreikninginn til að tjá sig um útlit einhvers. „Af hverju má ég þá ekki bara vera dálítið feit í framan? Eða aðeins of mjó í tvær vikur vegna álags? Heldur fólk að það sem það skrifar hafi ekki áhrif? Ef ég rekst ekki á þetta sjálf, fæ ég þetta sent. Ég er komin með nóg af þessari neikvæðni og niðurrifi í samfélaginu. Það þurfa ekki allir að vera sammála, fólk á að fá að gera sitt, svo fremi það skaði ekki aðra. Við þurfum alls ekki öll að fíla sömu hlutina,“ bendir hún á og talið færist í beinu framhaldi yfir að Miss Universe keppninni sem Manuela stendur fyrir hér á landi í haust. „Fegurðarsamkeppnin er gott dæmi um þetta. Ég held að það sé fáfræði fólgin í að slá þessa keppni strax út af borðinu. Áherslurnar í keppninni eru aðrar en þær sem áður hafa verið hafðar í heiðri hérna hingað til. Tækifærin sem bjóðast í framhaldinu á erlendri grundu eru tækifæri sem hvaða íslensk kona sem er myndi stökkva á. Svo sem skólastyrkir í flottustu háskólana. Þetta þekkist ekki hér. Ég hefði ekki sett nafnið mitt við neitt annað en akkúrat þessa keppni. Áherslan á valdeflingu kvenna heillaði mig og þessir staðlar varðandi þyngd, hæð og annað eru ekki til staðar. Það er ekki hægt að keppa í fegurð einni og sér. Þetta snýst allt um hvernig manneskjan er. Ég vil til að mynda ekki of ungar stelpur inn í keppnina en verð að lúta ákveðnum reglum og taka við stelpum á bilinu 18 til 26 ára. Að fenginni reynslu segir hún átján ára stúlkur of ungar. „Ég var bara stelpa sem vissi ekkert hver hún var, fyrir hvað hún stóð og hafði varla myndað mér skoðanir á lífinu. Ég hafði ekkert að gera sem fulltrúi heillar þjóðar á alþjóðavísu. Ég var bara rosalega lítil þegar ég var krýnd.“Situr ekki á sófanum og vælir Í dag er Manuela ofboðslega sátt í eigin skinni og líður vel. „Ég er þakklát fyrir að hafa farið í gegnum þetta. Ég hef aldrei verið eins sátt við mig og þá manneskju sem ég er. Það held ég að hefði ekki gerst nema hafa gengið í gegnum þetta allt. Mér finnst fólk áhugaverðara eftir því sem það hefur farið í gegnum fleiri hluti. Hreinlega farið til helvítis og til baka. Þeir sem ekki hafa gengið í gegnum erfiða hluti hafa eðlilega ekki sama skilninginn og skortir ákveðna dýpt,“ skýrir hún. „Ég er spennt og jákvæð fyrir framtíðinni. Það eru eiginleikar sem ég hafði ekki. Ég var týpan sem var að baktala rétt eins og ansi margir Íslendingar gera. Ég hef alveg komið illa fram við fólk og gert fullt af hlutum sem ég myndi aldrei gera í dag. Það er sigur fyrir mig. Ég hefði líklega aldrei farið út úr þessu, ef ég hefði ekki gengið í gegnum þennan skilnað. Að ganga í gegnum þetta var ógeðslegt en það sem kom út úr því er dásamlegt. Nú er ég þessi sem situr ekki á sófanum heima og væli yfir að geta ekki gert hitt eða þetta. Maður finnur sér leiðir til að gera það sem mann langar til.“Hugurinn leitar út „Ég er loksins að útskrifast úr skólanum. Þessi þrjú ár hafa samt liðið bæði hratt og hægt. Ég átti alls ekki von á að komast inn í námið þegar ég sótti um. Hafði einfaldlega ekki nógu mikla trú á sjálfri mér en vissi að mig langaði ekki að læra eitthvað praktískt bara vegna þess að það væri praktískt, heldur vegna þess að ég ætlaði að gera það sem mig langaði til,“ segir hún og heldur áfram: „Ég sé mig ekki fyrir mér í frönsku tískuhúsi eins og ég gerði í upphafi námsins. Ég hef miklu meiri áhuga á því sem gerist bak við tjöldin og í markaðsmálunum,“ segir hún og það lifnar yfir henni. „Mig langar að flytja til útlanda, persónulega líður mér ekki vel á Íslandi og tækifærin mín eru ekki hér. En ég hugsa fyrst og fremst um börnin mín, hvar þeim líður best. Mig langar að þau hafi öll heimsins tækifæri til að láta sína drauma rætast.“
Tengdar fréttir Snapchat-stjarnan Manuela Ósk: „Ef þú ætlar að vera góður á samfélagsmiðlum þá þarftu bara að fara í karakter“ Manuela Ósk Harðardóttir, hönnunarnemi og Snapchat-stjarna, segir að það sé mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að hún sé ekki sama manneskja í raunveruleikanum og sú sem birtist fylgjendum hennar á Snapchat. 23. febrúar 2016 23:30 Leitar að fullkomnum stað fyrir Miss Universe Iceland Manuela Ósk Harðardóttir ætlar sér að breyta ímynd fegurðarsamkeppna á Íslandi með Miss Universe Iceland sem fram fer í haust. Keppnin á að virka valdeflandi á stúlkurnar og opna á möguleika. 30. mars 2016 10:15 Horfðu á stefnumót ársins: Snorri í kjólfötum, Manúela í rauðum kjól og þetta endaði með kossi Sjáðu allt stefnumót Snorra Björns og Manúelu og það frá tveimur sjónarhornum. 12. febrúar 2016 14:00 Manúela sár: "Umræðan snýst eingöngu um holdafar mitt“ "Ég talaði af ástríðu um áhugavert málefni í fréttunum í kvöld. Það bæði særir mig persónulega og vekur mig til umhugsunar, þegar umræðan í kjölfarið snýst eingöngu um holdafar mitt.“ 24. febrúar 2016 10:08 Manúela fékk sér stórglæsileg húðflúr um helgina: "Guy var mjúkhentur og góður við mig“ "Mér fannst þetta ekkert það vont,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, hönnunarnemi og Snapchat-stjarna, um ný húðflúr sem hún fékk sér um helgina. 14. mars 2016 14:30 Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“ „Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat 17. febrúar 2016 12:00 Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Fleiri fréttir Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Sjá meira
Snapchat-stjarnan Manuela Ósk: „Ef þú ætlar að vera góður á samfélagsmiðlum þá þarftu bara að fara í karakter“ Manuela Ósk Harðardóttir, hönnunarnemi og Snapchat-stjarna, segir að það sé mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að hún sé ekki sama manneskja í raunveruleikanum og sú sem birtist fylgjendum hennar á Snapchat. 23. febrúar 2016 23:30
Leitar að fullkomnum stað fyrir Miss Universe Iceland Manuela Ósk Harðardóttir ætlar sér að breyta ímynd fegurðarsamkeppna á Íslandi með Miss Universe Iceland sem fram fer í haust. Keppnin á að virka valdeflandi á stúlkurnar og opna á möguleika. 30. mars 2016 10:15
Horfðu á stefnumót ársins: Snorri í kjólfötum, Manúela í rauðum kjól og þetta endaði með kossi Sjáðu allt stefnumót Snorra Björns og Manúelu og það frá tveimur sjónarhornum. 12. febrúar 2016 14:00
Manúela sár: "Umræðan snýst eingöngu um holdafar mitt“ "Ég talaði af ástríðu um áhugavert málefni í fréttunum í kvöld. Það bæði særir mig persónulega og vekur mig til umhugsunar, þegar umræðan í kjölfarið snýst eingöngu um holdafar mitt.“ 24. febrúar 2016 10:08
Manúela fékk sér stórglæsileg húðflúr um helgina: "Guy var mjúkhentur og góður við mig“ "Mér fannst þetta ekkert það vont,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, hönnunarnemi og Snapchat-stjarna, um ný húðflúr sem hún fékk sér um helgina. 14. mars 2016 14:30
Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“ „Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat 17. febrúar 2016 12:00