Bílakaup landsmanna halda áfram að vaxa Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2016 15:02 Bílasala er í miklum blóma nú um stundir. Sala nýrra bíla hjá BL hefur gengið mjög vel það sem af er árinu og er eftir apríl komin í 1.818 bíla samanborið við 943 bíla á sama tíma í fyrra. Í nýliðum mánuði nam markaðshlutdeild BL á fólks- og sendibílamarkaði 27,3 prósentum og nemur hún 28 prósentum það sem af er árinu. Alls voru 675 bílar af tegundum sem BL er með umboð fyrir skráðir í apríl, 234 fleiri en í mars. Hjá Samgöngustofu voru alls skráðir 2.470 fólks- og sendibílar í aprílmánuði, 979 fleiri en í mars þegar skráður var 1.491 bíll. Skráðir bílaleigubílar eru 73% fleiri fyrstu fjóra mánuði ársins en á sama tímabili 2015, alls 2.716, þar af 1.229 í apríl. Sé litið til bílamerkja BL fyrstu fjóra mánuði ársins var salan 93% meiri en á sama tíma 2015. Toyota er í öðru sæti yfir árið með 17,2% og Hekla í því þriðja með 16,4% hlutdeild.Sala BL í apríl. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent
Sala nýrra bíla hjá BL hefur gengið mjög vel það sem af er árinu og er eftir apríl komin í 1.818 bíla samanborið við 943 bíla á sama tíma í fyrra. Í nýliðum mánuði nam markaðshlutdeild BL á fólks- og sendibílamarkaði 27,3 prósentum og nemur hún 28 prósentum það sem af er árinu. Alls voru 675 bílar af tegundum sem BL er með umboð fyrir skráðir í apríl, 234 fleiri en í mars. Hjá Samgöngustofu voru alls skráðir 2.470 fólks- og sendibílar í aprílmánuði, 979 fleiri en í mars þegar skráður var 1.491 bíll. Skráðir bílaleigubílar eru 73% fleiri fyrstu fjóra mánuði ársins en á sama tímabili 2015, alls 2.716, þar af 1.229 í apríl. Sé litið til bílamerkja BL fyrstu fjóra mánuði ársins var salan 93% meiri en á sama tíma 2015. Toyota er í öðru sæti yfir árið með 17,2% og Hekla í því þriðja með 16,4% hlutdeild.Sala BL í apríl.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent