Saul Alvarez rotaði breska hnefaleikakappann Amir Khan í sjöttu lotu þegar þeir börðust um WBC beltið í millivigt í Las Vegas í nótt.
Þessi 29 ára hnefaleikamaður fór upp um tvo þyngdarflokka til að berjast við Alvarez og var Khan mun sterkari fyrstu fimm loturnar.
Aftur á móti náði Alvarez rosalegu höggi á Khan þegar 23 sekúndur voru liðnar af sjöttu lotunni og steinlág Bretinn.
Mexíkóinn Alvarex hefur nú unnið 47 bardaga og í 33 af þeim hefur hann rotað andstæðing sinn. Hér að neðan má sjá myndband af rothögginu frá því í nótt.
Sport