Hvernig veröld steypist Sif Sigmarsdóttir skrifar 7. maí 2016 07:00 Að morgni 25. janúar 1995 afhenti aðstoðarmaður Borisar Jeltsín, forseta Rússlands, yfirmanni sínum skjalatösku. Við handfang töskunnar blikkaði lítið ljós. Ofan í töskunni var skjár sem sýndi að flugskeyti hafði verið skotið á loft af Noregshafi. Stefndi það beint í átt að Moskvu. Undir skjánum voru fjórir takkar. Takkarnir stýrðu örlögum mannkyns.Vélmenni, stríð eða loftsteinn? Ragnarök hafa verið handan hornsins frá sköpun heimsins. Hvernig „veröld steypist“ eru þó ekki allir sammála um. Munu endalokin orsakast af einhverju óáhugaverðu eins og loftslagsbreytingum? Einhverju handahófskenndu á borð við árekstur loftsteins? Einhverju trendí eins og vélmenni með gervigreind, eða kannski einhverju retró eins og kjarnorkustríði? Hvað það verður veit nú enginn, eins og segir í jólalaginu. Vísindamenn við Oxfordháskóla eru hins vegar ekki í neinum vafa um eitt: Við erum ekki að taka þá vá sem er fyrir dyrum nærri nógu alvarlega. Í síðustu viku birti hópur vísindamanna skýrslu um helstu hörmungar sem gætu dunið yfir mannkynið. Um er að ræða lista yfir ógnir sem hafa burði til að þurrka út að minnsta kosti 10 prósent íbúa jarðar í einu vetfangi. Sé litið til næstu fimm ára taldi hópurinn manninum stafa mest hætta af loftsteinum, eldgosum og náttúruhamförum. Til lengri tíma stafar okkur hins vegar helst ógn af gervigreind, loftslagsbreytingum, farsóttum og kjarnorkustríðum.Að skjóta eða ekki skjóta Takkarnir fjórir í töskunni hans Jeltsín gerðu honum kleift að gera kjarnorkuárás á skotmörk um víða veröld. Rússar höfðu til reiðu 4.700 kjarnaodda. Í ljós kom hins vegar að taskan hafði verið tekin fram fyrir misskilning. Það sem Rússar töldu í nokkrar örlagaríkar mínútur árið 1995 vera kjarnorkuflaug sem stefndi á Moskvu var í raun norsk veðurathugunar-eldflaug sem gerði athuganir á norðurljósunum. Jeltsín hafði sex mínútur til að taka ákvörðun: Að skjóta eða ekki skjóta á móti.Jeltsín sá að sér. Því hefur hins vegar verið haldið fram að heimsbyggðin hafi aldrei verið jafnnálægt kjarnorkustríði og 25. janúar 1995. Það er meðal annars klaufaskapur sem þessi sem vísindamennirnir í Oxford óttast að geti gert út af við mannkynið. Tilgangur skýrslu hópsins var að leggja til fyrirbyggjandi aðgerðir sem minnkað gætu líkurnar á hörmungum. „Ef við höldum áfram að fresta því til morguns að horfast í augu við ógnirnar mun raunveruleikinn koma aftan að okkur,“ sagði Sebastian Farquhar, forsprakki teymisins. Fréttir frá Íslandi gefa hins vegar ekki tilefni til bjartsýni.„Heyrir enginn? Hlustar enginn?“ Síðustu mánuði hafa borist fregnir af bráðri hættu sem stafar að lífríki Mývatns. Skútustaðahreppur hefur unnið að því að setja upp hreinsistöð við vatnið til að takmarka mengun í fráveitu sem rennur í náttúruperluna. Svo virðist hins vegar sem sveitarfélagið ráði ekki fjárhagslega við verkið. Landvernd hefur því skorað á ríkisstjórnina að aðstoða Skútustaðahrepp við að koma fráveitumálum sveitarfélagsins í ásættanlegt horf svo koma megi í veg fyrir að lífríkið þurrkist út. Ómar Ragnarsson skrifaði grein í Fréttablaðið í vikunni þar sem hann sendi út neyðarkall fyrir hönd lífríkisins í Mývatni. Þar varaði hann við „kyrkingu einstæðs og heimsfrægs lífríkis“ sem hann sagði komna vel á veg. Hætta er þó á að neyðarkalli Ómars verði ekki svarað. Í grein sinni rifjaði hann upp að fyrir fjórum árum hefði hann sent út sams konar neyðarkall í sama blaði. Hann spyr: „Heyrir enginn? Hlustar enginn?“ Það er rangt hjá vísindamönnunum í Oxford að helstu hættur sem stafa að mannkyninu séu vélmenni, kjarnorkusprengjur eða farsóttir. Mesta ógn sem fyrirfinnst á jörðinni nú um stundir er okkar eigið andvaraleysi. Spyrjið bara Ómar Ragnarsson og lífríkið í Mývatni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Að morgni 25. janúar 1995 afhenti aðstoðarmaður Borisar Jeltsín, forseta Rússlands, yfirmanni sínum skjalatösku. Við handfang töskunnar blikkaði lítið ljós. Ofan í töskunni var skjár sem sýndi að flugskeyti hafði verið skotið á loft af Noregshafi. Stefndi það beint í átt að Moskvu. Undir skjánum voru fjórir takkar. Takkarnir stýrðu örlögum mannkyns.Vélmenni, stríð eða loftsteinn? Ragnarök hafa verið handan hornsins frá sköpun heimsins. Hvernig „veröld steypist“ eru þó ekki allir sammála um. Munu endalokin orsakast af einhverju óáhugaverðu eins og loftslagsbreytingum? Einhverju handahófskenndu á borð við árekstur loftsteins? Einhverju trendí eins og vélmenni með gervigreind, eða kannski einhverju retró eins og kjarnorkustríði? Hvað það verður veit nú enginn, eins og segir í jólalaginu. Vísindamenn við Oxfordháskóla eru hins vegar ekki í neinum vafa um eitt: Við erum ekki að taka þá vá sem er fyrir dyrum nærri nógu alvarlega. Í síðustu viku birti hópur vísindamanna skýrslu um helstu hörmungar sem gætu dunið yfir mannkynið. Um er að ræða lista yfir ógnir sem hafa burði til að þurrka út að minnsta kosti 10 prósent íbúa jarðar í einu vetfangi. Sé litið til næstu fimm ára taldi hópurinn manninum stafa mest hætta af loftsteinum, eldgosum og náttúruhamförum. Til lengri tíma stafar okkur hins vegar helst ógn af gervigreind, loftslagsbreytingum, farsóttum og kjarnorkustríðum.Að skjóta eða ekki skjóta Takkarnir fjórir í töskunni hans Jeltsín gerðu honum kleift að gera kjarnorkuárás á skotmörk um víða veröld. Rússar höfðu til reiðu 4.700 kjarnaodda. Í ljós kom hins vegar að taskan hafði verið tekin fram fyrir misskilning. Það sem Rússar töldu í nokkrar örlagaríkar mínútur árið 1995 vera kjarnorkuflaug sem stefndi á Moskvu var í raun norsk veðurathugunar-eldflaug sem gerði athuganir á norðurljósunum. Jeltsín hafði sex mínútur til að taka ákvörðun: Að skjóta eða ekki skjóta á móti.Jeltsín sá að sér. Því hefur hins vegar verið haldið fram að heimsbyggðin hafi aldrei verið jafnnálægt kjarnorkustríði og 25. janúar 1995. Það er meðal annars klaufaskapur sem þessi sem vísindamennirnir í Oxford óttast að geti gert út af við mannkynið. Tilgangur skýrslu hópsins var að leggja til fyrirbyggjandi aðgerðir sem minnkað gætu líkurnar á hörmungum. „Ef við höldum áfram að fresta því til morguns að horfast í augu við ógnirnar mun raunveruleikinn koma aftan að okkur,“ sagði Sebastian Farquhar, forsprakki teymisins. Fréttir frá Íslandi gefa hins vegar ekki tilefni til bjartsýni.„Heyrir enginn? Hlustar enginn?“ Síðustu mánuði hafa borist fregnir af bráðri hættu sem stafar að lífríki Mývatns. Skútustaðahreppur hefur unnið að því að setja upp hreinsistöð við vatnið til að takmarka mengun í fráveitu sem rennur í náttúruperluna. Svo virðist hins vegar sem sveitarfélagið ráði ekki fjárhagslega við verkið. Landvernd hefur því skorað á ríkisstjórnina að aðstoða Skútustaðahrepp við að koma fráveitumálum sveitarfélagsins í ásættanlegt horf svo koma megi í veg fyrir að lífríkið þurrkist út. Ómar Ragnarsson skrifaði grein í Fréttablaðið í vikunni þar sem hann sendi út neyðarkall fyrir hönd lífríkisins í Mývatni. Þar varaði hann við „kyrkingu einstæðs og heimsfrægs lífríkis“ sem hann sagði komna vel á veg. Hætta er þó á að neyðarkalli Ómars verði ekki svarað. Í grein sinni rifjaði hann upp að fyrir fjórum árum hefði hann sent út sams konar neyðarkall í sama blaði. Hann spyr: „Heyrir enginn? Hlustar enginn?“ Það er rangt hjá vísindamönnunum í Oxford að helstu hættur sem stafa að mannkyninu séu vélmenni, kjarnorkusprengjur eða farsóttir. Mesta ógn sem fyrirfinnst á jörðinni nú um stundir er okkar eigið andvaraleysi. Spyrjið bara Ómar Ragnarsson og lífríkið í Mývatni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun