VW Golf GTI Clubsport sló metið á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2016 15:15 Lengi hefur verið keppst um met framhjóladrifinna stallbaka á Nürburgring brautinni í Þýskalandi og hefur Honda Civic Type R bíll átt það til nokkurs tíma. Nú hefur þó Volkswagen gert tilkall til metsins því Volkswagen Golf GTI Clubsport bíll fór brautina nýlega á 7 mínútum og 49,21 sekúndu og sló með því við Honda Civic bílnum. Golf GTI Clubsport er 305 hestafla bíll sem aðeins verður framleiddur í 400 eintökum. Hann er aðeins 1.285 kg þungur bíll með fjórar akstursstillingar, Comfort, Normal, Race og Nürburgring mode og víst er að hann hefur verið stilltur í síðastnefndu stillinguna við metslátinn. Hámarkshraði Golf GTI Clubsport er 264 km/klst og það tekur hann 5,8 sekúndur að ná 100 km hraða. Bíllinn verður aðeins framleiddur með 6 gíra beinskiptingu og aðeins í þremur litum, tornado rauðum, snjóhvítum og djúpsvörtum. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Golf GTI Clubsport bílinn slá metið á Nürburgring. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent
Lengi hefur verið keppst um met framhjóladrifinna stallbaka á Nürburgring brautinni í Þýskalandi og hefur Honda Civic Type R bíll átt það til nokkurs tíma. Nú hefur þó Volkswagen gert tilkall til metsins því Volkswagen Golf GTI Clubsport bíll fór brautina nýlega á 7 mínútum og 49,21 sekúndu og sló með því við Honda Civic bílnum. Golf GTI Clubsport er 305 hestafla bíll sem aðeins verður framleiddur í 400 eintökum. Hann er aðeins 1.285 kg þungur bíll með fjórar akstursstillingar, Comfort, Normal, Race og Nürburgring mode og víst er að hann hefur verið stilltur í síðastnefndu stillinguna við metslátinn. Hámarkshraði Golf GTI Clubsport er 264 km/klst og það tekur hann 5,8 sekúndur að ná 100 km hraða. Bíllinn verður aðeins framleiddur með 6 gíra beinskiptingu og aðeins í þremur litum, tornado rauðum, snjóhvítum og djúpsvörtum. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Golf GTI Clubsport bílinn slá metið á Nürburgring.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent