Greta Salóme Stefánsdóttir og Eurovision-teymi okkar Íslendinga þetta árið hélt í morgun til Svíþjóðar. Greta Salóme flytur lagið Hear Them Calling sem framlag okkar Íslendinga í Eurovision þetta árið.
Hópurinn æfði í útvarpshúsinu í gær og reif sig svo upp fyrir allar aldir í morgun til að ná flugi til Svíþjóðar. Fyrsta æfing hópsins er á morgun en hún verður ekki opin fjölmiðlum. Hægt verður að fylgjast með æfingunni á skjám í keppnishöllinni Globen en allar myndatökur eru bannaðar.
Greta Salóme flytur lag sitt á fyrra undanúrslitakvöldinu næstkomandi þriðjudag. Lagið er númer sextán í röðinni.
Greta Salóme frumsýndi kjólinn sem hún mun klæðast um helgina. Nánar um það hér.
Greta og gengið flogið til Svíþjóðar

Tengdar fréttir

Þetta er kjóllinn sem Greta mun klæðast í Stokkhólmi
Söngkonan frumsýndi Eurovision-klæðnaðinn í dag.

Dómnefndir Eurovision opinberaðar
Eins og áður vega niðurstöður dómnefndanna til helmings á móti niðurstöðum atkvæðnagreiðslna.

Líklegt að Eurovision lengist um klukkustund
Keppnin var 239 mínútur í fyrra eða fjórir tímar.