Lífið

Háskóli Íslands týndi BS-ritgerð nemanda

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Ásrún með BS-ritgerðina á ljósmynd sem var tekin þegar hún skilaði henni inn 15. apríl.
Ásrún með BS-ritgerðina á ljósmynd sem var tekin þegar hún skilaði henni inn 15. apríl. Vísir/Einkasafn
Ásrún Ísleifsdóttir lenti í þeirri miður skemmtilegu reynslu að Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands týndi BS-ritgerðinni hennar.

„Ég skilaði henni inn fyrir mánuði síðan og hún fjallaði um ímynd Mac-Cosmetics. Þegar í ljós kom að hún fyndist ekki var ég beðin um að senda kvittun sem ég fékk aldrei. Ég gat sent þeim skjáskot af því að ég hefði borgað fyrir prentunina í Háskólaprenti og skjáskot af því að innri vefur þeirra Skemman hefði móttekið hana á sínum tíma.“

Þar með náði Ásrún að sanna mál sitt og mun ekki lenda í neinum vandræðum þrátt fyrir að útprentaða eintakið finnist hvergi. Henni var tjáð að þetta væri í fyrsta skipti í sögu deildarinnar sem þetta kemur fyrir.

Lofar að hafa skilað ritgerðinni

Ásrún segir að það sé dýrt að prenta svona ritgerðir út og það hafi ekki komið til greina að prenta hana út aftur vegna mistaka skólans.

„Þetta kemur ekkert niður á einkunn eða neitt slíkt. Þetta er bara fyndið í rauninni. Ég lofa því að ég skilaði ritgerðinni.“

Ásrún hefur ekki enn fengið einkunn fyrir ritgerðina en býst við því fyrir mánaðarmót. Til þess að fagna áfanganum ætlar hún í Evrópureisu í haust. Eins og er vinnur Ásrún á leikskóla en vonast eftir því að fá einhverja vinnu tengda náminu í náinni framtíð.

Hér fyrir neðan má sjá Twitter-færsluna hennar Ásrúnar þar sem hún opinberaði um týndu BS-ritgerðina.


Tengdar fréttir

Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum

Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur.

Fleiri ummæli virðast skálduð í lokaritgerð háskólanema

Lokaritgerð nýútskrifaðs viðskiptafræðinema virðist byggð á uppspuna. Enginn þriggja viðmælenda í ritgerðinni kannast við að hafa rætt við höfundinn. Nemandinn fékk átta í einkunn, en ritgerðin er full af stafsetningar- og málfarsvillum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×