Leyfa konunum ekki að vera með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2016 11:30 Phil Mickelson með fjölskyldu sinni eftir að hann vann opna breska á Muirfield golfvellinum árið 2013. Vísir/Getty Meðlimir Muirfield-golfklúbbsins í Skotlandi felldu þá tillögu að leyfa konum að ganga í þennan fræga golfklúbb. Muirfield er einn af golfvöllunum sem hýsa reglulega opna breska meistaramótið í golfi en mótið fór síðast fram þar árið 2013 þegar Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson fagnaði sigri. Meðlimir Muirfield-golfklúbbsins voru búnir að velta fyrir sér þessari tillögu í tvö ár en 432 af 648 meðlimum þurfti að segja já svo að konur fengju leyfi að ganga í klúbbinn. Meðal þeirra sem hafa unnið breska meistaramótið á Muirfield-golfvellinum eru þeir Jack Nicklaus (1966), Tom Watson (1980), Nick Faldo (1987 og 1992) og Ernie Els (2002). Muirfield og Royal Troon eru einu klúbbarnir sem hýsa opna breska meistaramótið sem leyfi ekki konum að taka þátt. Royal Troon heldur mótið í ár en þar er sér karla- og kvennaklúbbur. Meðlimir Royal Troon eru að velta því fyrir sér í dag hvort að það sé rétt að breyta því. Þessi atkvæðagreiðsla mun hafa þær afleiðingar í för með sér fyrir Muirfield-golfklúbbinn að hann fær ekki að halda aftur opna breska meistaramótið í golfi og það breytist ekki fyrr en konurnar fá að ganga í klúbbinn. Það er því líklegt að slík pressa muni á endanum bera árangur og meðlimir klúbbsins átti sig á því að það er komið árið 2016. Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Meðlimir Muirfield-golfklúbbsins í Skotlandi felldu þá tillögu að leyfa konum að ganga í þennan fræga golfklúbb. Muirfield er einn af golfvöllunum sem hýsa reglulega opna breska meistaramótið í golfi en mótið fór síðast fram þar árið 2013 þegar Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson fagnaði sigri. Meðlimir Muirfield-golfklúbbsins voru búnir að velta fyrir sér þessari tillögu í tvö ár en 432 af 648 meðlimum þurfti að segja já svo að konur fengju leyfi að ganga í klúbbinn. Meðal þeirra sem hafa unnið breska meistaramótið á Muirfield-golfvellinum eru þeir Jack Nicklaus (1966), Tom Watson (1980), Nick Faldo (1987 og 1992) og Ernie Els (2002). Muirfield og Royal Troon eru einu klúbbarnir sem hýsa opna breska meistaramótið sem leyfi ekki konum að taka þátt. Royal Troon heldur mótið í ár en þar er sér karla- og kvennaklúbbur. Meðlimir Royal Troon eru að velta því fyrir sér í dag hvort að það sé rétt að breyta því. Þessi atkvæðagreiðsla mun hafa þær afleiðingar í för með sér fyrir Muirfield-golfklúbbinn að hann fær ekki að halda aftur opna breska meistaramótið í golfi og það breytist ekki fyrr en konurnar fá að ganga í klúbbinn. Það er því líklegt að slík pressa muni á endanum bera árangur og meðlimir klúbbsins átti sig á því að það er komið árið 2016.
Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira