Danskur dómnefndarmeðlimur kunni ekki á stigakerfið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. maí 2016 20:06 Það var vilji dönsku dómnefndarinnar að Dama Im fengi tólf stig en fyrir mistök fékk Jamala stigin tólf. vísir/epa/epa Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva bauð upp á glænýtt stigakerfi í ár sem virtist rugla margan áhorfandann í ríminu. Það voru hins vegar ekki eingöngu áhorfendur sem áttuðu sig illa á kerfinu því danskur dómnefndarmaður misskildi það gjörsamlega. Hilda Heick skipaði eitt af fimm sætum dönsku dómnefndarinnar. Það féll í hennar hlut að raða lögunum 26 í þá röð á þann hátt að það lag sem henni þótti vera best átti að vera númer eitt, næstbest númer tvö og svo koll af kolli. Heick gerði hins vegar akkúrat öfugt. Þetta sést glöggt ef danska skorblaðið er skoðað. Heick fannst hin ástralska Dama Im standa sig best en var hins vegar þeirrar skoðunar að úkraínska lagið, sem endaði á því að sigra, væri næstverst. Hins vegar setti hún Ástralann í neðsta sæti, alveg óvart, og úkraínska lagið næst efst. Mistökin þýddu að úkraínska lagið hlaut tólf stig frá Dönum en hefði Heick raðað eins og hún ætlaði sér þá hefði Ástralía fengið tólf stig. „Hjartað mitt missti úr slag þegar ég áttaði mig á mistökunum. Þegar ég sá hvernig hinir meðlimirnir kusu þá áttaði ég mig á því hvað hafði gerst,“ sagði Heick í samtali við vefmiðilinn BT. Hefði hún kosið líkt og hún ætlaði sér hefði það þýtt að aðeins mjórra hefði verið á mununum milli fyrsta og annars sætis en það hefði eigi dugað til að hífa Ástralíu upp í sigurinn. Eurovision Tengdar fréttir Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Úkraína vann Eurovision Jamala stóð uppi sem sigurvegari með 1944. 14. maí 2016 22:23 Mest lesið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva bauð upp á glænýtt stigakerfi í ár sem virtist rugla margan áhorfandann í ríminu. Það voru hins vegar ekki eingöngu áhorfendur sem áttuðu sig illa á kerfinu því danskur dómnefndarmaður misskildi það gjörsamlega. Hilda Heick skipaði eitt af fimm sætum dönsku dómnefndarinnar. Það féll í hennar hlut að raða lögunum 26 í þá röð á þann hátt að það lag sem henni þótti vera best átti að vera númer eitt, næstbest númer tvö og svo koll af kolli. Heick gerði hins vegar akkúrat öfugt. Þetta sést glöggt ef danska skorblaðið er skoðað. Heick fannst hin ástralska Dama Im standa sig best en var hins vegar þeirrar skoðunar að úkraínska lagið, sem endaði á því að sigra, væri næstverst. Hins vegar setti hún Ástralann í neðsta sæti, alveg óvart, og úkraínska lagið næst efst. Mistökin þýddu að úkraínska lagið hlaut tólf stig frá Dönum en hefði Heick raðað eins og hún ætlaði sér þá hefði Ástralía fengið tólf stig. „Hjartað mitt missti úr slag þegar ég áttaði mig á mistökunum. Þegar ég sá hvernig hinir meðlimirnir kusu þá áttaði ég mig á því hvað hafði gerst,“ sagði Heick í samtali við vefmiðilinn BT. Hefði hún kosið líkt og hún ætlaði sér hefði það þýtt að aðeins mjórra hefði verið á mununum milli fyrsta og annars sætis en það hefði eigi dugað til að hífa Ástralíu upp í sigurinn.
Eurovision Tengdar fréttir Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Úkraína vann Eurovision Jamala stóð uppi sem sigurvegari með 1944. 14. maí 2016 22:23 Mest lesið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46