Sögulegur Íslandsmeistaratitil í boði fyrir Gróttu í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. maí 2016 06:00 Unnur fagnar með Írisi Björk í leik gegn Stjörnunni. vísir/Anton brink „Ég veit ekki alveg hvernig okkur hefur tekist þetta. Sérstaklega miðað við að við erum búnar að vera mikið upp og niður í allan vetur,“ segir Unnur Ómarsdóttir, hornamaður Gróttu, en liðið getur orðið Íslandsmeistari annað árið í röð með sigri á Stjörnunni í kvöld. Unnur missti af sögulegum Íslandsmeistaratitli Gróttu í fyrra en hún lék þá í Noregi. Hún getur því bætt fyrir það í kvöld og segir hún að það sé mikill vilji til þess hjá samherjum hennar. „Eftir að við misstum bæði af bikarmeistara- og deildarmeistaratitlinum þá er þetta það eina sem var eftir fyrir okkur,“ segir Unnur.Mögnuð í markinu Íris Björk Símonardóttir hefur verið mögnuð í marki Gróttu í úrslitaeinvíginu gegn Stjörnunni. Hún hefur verið með minnst 60 prósenta hlutfallsmarkvörslu í fyrri hálfleik í báðum leikjum þegar Grótta hefur náð að leggja grunn að nokkuð öruggum sigri í báðum leikjum. Unnur segir að Íris Björk njóti þess að vera með öfluga vörn fyrir framan sig. „Samspil varnarmanna og markvarðar hefur verið mjög gott. Bæði höfum við náð að þvinga Stjörnuna í léleg skot og þá hefur Íris líka náð að taka mörg dauðafæri.“ Hraðaupphlaupin hafa verið eitt sterkasta vopn Gróttu í einvíginu til þessa og þar skiptir miklu hversu óhrædd Íris er að kasta boltanum fram. „Það hefur gengið vel og skiptir engu þó svo að við töpum einhverjum boltum á því. Þá er það bara næsta sókn. Við slökum ekkert á þó svo að við náum góðri forystu.“Hlakkar í manni Unnur reiknar með erfiðum leik í kvöld enda Stjarnan að berjast fyrir lífi sínu. Ef Stjarnan vinnur fær hún næsta leik á heimavelli strax á sunnudag og getur þá einvígið verið fljótt að snúast við. „Auðvitað er maður smeykur við að vera kominn með aðra hönd á bikarinn. Við verðum að passa okkur á að detta ekki í kæruleysi enda erum við ekki búnar að vinna neitt. Ég finn það sjálf að það hlakkar í manni og við verðum að passa okkur á því,“ segir Unnur. Hún segir mikilvægt að halda Stjörnusókninni í skefjum og stöðva hraðaupphlaup liðsins líkt og Gróttukonur hafa verið að gera hingað til í einvíginu. „Hanna G. [Stefánsdóttir] er einn besti hraðaupphlaupsleikmaður deildarinnar en okkur hefur tekist að hafa gætur á henni. Eins þurfum við að halda áfram að keyra vel út í skytturnar þeirra því að ef Helena [Rut Örvarsdóttir] hittir á góðan leik er voðinn vís.“ Florentina Stanciu hefur ekkert náð að spila með Stjörnunni í síðustu leikjum vegna meiðsla og þó svo að það sé ólíklegt að hún verði með á morgun segir Unnur að þær geri allt eins ráð fyrir því. „Hún getur breytt leikjum og ef hún verður skyndilega leikfær á morgun [í dag] þá erum við tilbúnar fyrir það.“Einbeiting og sigurvilji Unnur segir að tilhugsunin að vinna mögulega alla átta leikina í úrslitakeppninni sé spennandi en að hún hafi ekkert leitt hugann að því fyrr en á síðustu dögum. „Ég held nú að þeir séu fáir sem reiknuðu með því fyrirfram að þetta væri mögulegt. Margir áttu von á því að Haukar og Stjarnan myndu fara alla leið í þetta sinn en ég hef fundið vel á bæði æfingum og leikjum hversu góð einbeiting og sterkur vilji er í okkar liði. Það hefur verið mikilvægur þáttur fyrir okkur í úrslitakeppninni.“ Olís-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
„Ég veit ekki alveg hvernig okkur hefur tekist þetta. Sérstaklega miðað við að við erum búnar að vera mikið upp og niður í allan vetur,“ segir Unnur Ómarsdóttir, hornamaður Gróttu, en liðið getur orðið Íslandsmeistari annað árið í röð með sigri á Stjörnunni í kvöld. Unnur missti af sögulegum Íslandsmeistaratitli Gróttu í fyrra en hún lék þá í Noregi. Hún getur því bætt fyrir það í kvöld og segir hún að það sé mikill vilji til þess hjá samherjum hennar. „Eftir að við misstum bæði af bikarmeistara- og deildarmeistaratitlinum þá er þetta það eina sem var eftir fyrir okkur,“ segir Unnur.Mögnuð í markinu Íris Björk Símonardóttir hefur verið mögnuð í marki Gróttu í úrslitaeinvíginu gegn Stjörnunni. Hún hefur verið með minnst 60 prósenta hlutfallsmarkvörslu í fyrri hálfleik í báðum leikjum þegar Grótta hefur náð að leggja grunn að nokkuð öruggum sigri í báðum leikjum. Unnur segir að Íris Björk njóti þess að vera með öfluga vörn fyrir framan sig. „Samspil varnarmanna og markvarðar hefur verið mjög gott. Bæði höfum við náð að þvinga Stjörnuna í léleg skot og þá hefur Íris líka náð að taka mörg dauðafæri.“ Hraðaupphlaupin hafa verið eitt sterkasta vopn Gróttu í einvíginu til þessa og þar skiptir miklu hversu óhrædd Íris er að kasta boltanum fram. „Það hefur gengið vel og skiptir engu þó svo að við töpum einhverjum boltum á því. Þá er það bara næsta sókn. Við slökum ekkert á þó svo að við náum góðri forystu.“Hlakkar í manni Unnur reiknar með erfiðum leik í kvöld enda Stjarnan að berjast fyrir lífi sínu. Ef Stjarnan vinnur fær hún næsta leik á heimavelli strax á sunnudag og getur þá einvígið verið fljótt að snúast við. „Auðvitað er maður smeykur við að vera kominn með aðra hönd á bikarinn. Við verðum að passa okkur á að detta ekki í kæruleysi enda erum við ekki búnar að vinna neitt. Ég finn það sjálf að það hlakkar í manni og við verðum að passa okkur á því,“ segir Unnur. Hún segir mikilvægt að halda Stjörnusókninni í skefjum og stöðva hraðaupphlaup liðsins líkt og Gróttukonur hafa verið að gera hingað til í einvíginu. „Hanna G. [Stefánsdóttir] er einn besti hraðaupphlaupsleikmaður deildarinnar en okkur hefur tekist að hafa gætur á henni. Eins þurfum við að halda áfram að keyra vel út í skytturnar þeirra því að ef Helena [Rut Örvarsdóttir] hittir á góðan leik er voðinn vís.“ Florentina Stanciu hefur ekkert náð að spila með Stjörnunni í síðustu leikjum vegna meiðsla og þó svo að það sé ólíklegt að hún verði með á morgun segir Unnur að þær geri allt eins ráð fyrir því. „Hún getur breytt leikjum og ef hún verður skyndilega leikfær á morgun [í dag] þá erum við tilbúnar fyrir það.“Einbeiting og sigurvilji Unnur segir að tilhugsunin að vinna mögulega alla átta leikina í úrslitakeppninni sé spennandi en að hún hafi ekkert leitt hugann að því fyrr en á síðustu dögum. „Ég held nú að þeir séu fáir sem reiknuðu með því fyrirfram að þetta væri mögulegt. Margir áttu von á því að Haukar og Stjarnan myndu fara alla leið í þetta sinn en ég hef fundið vel á bæði æfingum og leikjum hversu góð einbeiting og sterkur vilji er í okkar liði. Það hefur verið mikilvægur þáttur fyrir okkur í úrslitakeppninni.“
Olís-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira