Lífið

Lögregla sá engin merki ofbeldis

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Amber Heard hefur sakað eiginmann sinn um ofbeldi.
Amber Heard hefur sakað eiginmann sinn um ofbeldi. Vísir/Getty

Fréttastofan TMZ segist hafa heimildir fyrir því að engir áverkar hafi sést á leikkonunni Amber Heard þegar lögreglumenn voru kallaðir á heimili hennar og leikarans Johnny Depp á laugardagskvöldið fyrir viku.



Heimildarmaður TMZ er sagður vera í lögreglunni í Los Angeles en hann fullyrðir að ekki hafi verið nein ástæða til þess að halda að Depp hefði beitt eiginkonu sína ofbeldi þetta umrædda kvöld.



Leikkonan skilaði inn myndum af sér sem sýndu marbletti á hægri kinn hennar þegar hún sótti um nálgunarbann á leikarann í gær sem hún svo fékk.



Minntist ekki á ofbeldi

Lögreglan fór á heimili þeirra hjóna um síðustu helgi eftir að einhver hringdi á neyðarlínuna. Þegar lögreglan mætti á staðinn neitaði Amber að leggja fram kæru og minntist ekki einu orði á að hafa verið beitt ofbeldi. Þá á hún aðeins að hafa sagt að þau hjónin hefðu rifist.



Í dómssalnum sagði hún að leikarinn hefði kastað farsíma í andlitið á sér en lögreglumenn segja engin ummerki þess hafa verið að sjá þegar þeir mættu á heimili þeirra. Lögreglan yfirgaf heimilið eftir að hún neitaði þeim um frekari upplýsingar.



Deginum eftir að atvikið á að hafa átt sér stað deildi Johnny Depp mynd á Instagram sem sýndi eiginkonu hans skemmta sér með vinkonum sínum. Myndinni var eytt eftir að deilur þeirra hjóna komust í fréttirnar og fjallað var um færsluna.


Tengdar fréttir

Dómari samþykkti nálgunarbann

Dómari í Los Angeles hefur samþykkt nálgunarbann á leikarann Johnny Depp. Eiginkona hans, leikkonan Amber Heard, fór fram á bannið í gær en hún hefur sótt um skilnað við Depp og segir hann hafa ítrekað beitt sig ofbeldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.