Lífið

Cher elskar Way Down We Go með Kaleo

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Drengirnir í Kaleo virðst einnig vera aðdáendur Cher.
Drengirnir í Kaleo virðst einnig vera aðdáendur Cher. vísir/arnþór/getty
Bandaríska söngkonan Cher er aðdáandi Íslendinganna í Kaleo ef eitthvað er að marka Twitter-reikning hennar. Í nótt, að íslenskum tíma, sendi hún frá sér tíst þar sem hún segir að hún elski lagið Way Down We Go og það sé eitthvað sem allir listamenn voni að senda frá sér.



Lagið Way Down We Go kom út í fyrra og hefur notið talsverðra vinsælda erlendis. Það var til að mynda að finna í lokaþætti fimmtu seríu Suits og í kynningarstiklu fyrir fjórðu seríu Orange is the New Black. Þá var það að finna í FIFA16.

Aðdáunin virðist vera gagnkvæm því á ferð sinni um heiminn hafa Mosfellingarnir verið duglegir að leika ábreiðu af lagi Cher, Bang Bang (My Baby Shot Me Down). Það kom út árið 1966 á plötunni The Sonny Side of Chér. Það var fyrsta lag söngkonunnar sem seldir í yfir milljón eintökum.

Hér að neðan má heyra lagið Way Down We Go, ábreiðu Kaleo af lagi Cher og auðvitað slagarann Believe með Cher.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×