Sögunni haldið á lofti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. maí 2016 09:45 Sigríður Heiða er að ljúka tíunda starfsári sínu sem skólastjóri í Laugarnesinu svo þar eru tímamót líka. Vísir/Hanna „Við erum að fagna áttatíu ára afmæli skólans með ýmsum hætti,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla. „Í raun átti hann afmæli í október síðastliðnum og þá var afmælisveisla hjá krökkunum, þau bökuðu risaköku, gerðu kórónur og við fórum í skrúðgöngu. En í dag stendur hverfishátíðin Laugarnes á ljúfum nótum frá klukkan 13 til 16. Jón Freyr Þórarinsson, fyrrverandi skólastjóri, setur hátíðina og við vonum að gamlir nemendur og kennarar mæti. Við verðum með opið hús og það verður morgunsöngur á klukkutíma fresti sem fólk er hvatt til að taka þátt í.“ Hinn daglegi morgunsöngur er ein af föstum hefðum Laugarnesskóla, og skiptast tveir tónmenntakennarar á að spila undir og syngja, segir Sigríður Heiða. „Það er gömul venja að skólastjórinn stýri morgunsöngnum og ég geri það þó ég sé gersamlega laglaus,“ segir hún hlæjandi. „Dans er líka hátt skrifaður í skólanum, Jón Freyr kom þeirri hefð á fyrir áratugum.“Hér er glaður hópur að vinna að gerð útilistaverks.Fjölbreytt þemaverkefni, tengd afmælinu, hafa einkennt starfið undanfarna daga í Laugarnesskóla og sögu skólans og hverfisins verið haldið á lofti, að sögn Sigríðar Heiðu. „Börnin hafa lært um gömul verkfæri, listaverkin á veggjunum, uppstoppuðu dýrin og ýmsa muni sem eru í sýningarkössum og allir eru farnir að líta á sem sjálfsagða hluti.“ Skólahald Laugarnesskóla hófst 19. október 1935, það haust gekk mænuveikifaraldur í bænum og því var skólabann sett á um tíma. En 214 börn á aldrinum átta til þrettán ára sóttu skólann fyrsta veturinn og tíu kennarar sáu um uppfræðsluna. Þá var heimavist þar líka. Tvívegis hefur verið byggt við upphaflega skólahúsið og í haust verður að bæta við lausum kennslustofum vegna fjölgunar nemenda. Þeir eru um 500 núna en voru um 1.800 þegar þeir voru flestir, þá var skólinn líka þrísetinn. Árið 1969 varð Laugarnesskólinn bara barnaskóli þegar Laugalækjarskóli hafði verið byggður fyrir gagnfræðastigið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí 2016. Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Við erum að fagna áttatíu ára afmæli skólans með ýmsum hætti,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla. „Í raun átti hann afmæli í október síðastliðnum og þá var afmælisveisla hjá krökkunum, þau bökuðu risaköku, gerðu kórónur og við fórum í skrúðgöngu. En í dag stendur hverfishátíðin Laugarnes á ljúfum nótum frá klukkan 13 til 16. Jón Freyr Þórarinsson, fyrrverandi skólastjóri, setur hátíðina og við vonum að gamlir nemendur og kennarar mæti. Við verðum með opið hús og það verður morgunsöngur á klukkutíma fresti sem fólk er hvatt til að taka þátt í.“ Hinn daglegi morgunsöngur er ein af föstum hefðum Laugarnesskóla, og skiptast tveir tónmenntakennarar á að spila undir og syngja, segir Sigríður Heiða. „Það er gömul venja að skólastjórinn stýri morgunsöngnum og ég geri það þó ég sé gersamlega laglaus,“ segir hún hlæjandi. „Dans er líka hátt skrifaður í skólanum, Jón Freyr kom þeirri hefð á fyrir áratugum.“Hér er glaður hópur að vinna að gerð útilistaverks.Fjölbreytt þemaverkefni, tengd afmælinu, hafa einkennt starfið undanfarna daga í Laugarnesskóla og sögu skólans og hverfisins verið haldið á lofti, að sögn Sigríðar Heiðu. „Börnin hafa lært um gömul verkfæri, listaverkin á veggjunum, uppstoppuðu dýrin og ýmsa muni sem eru í sýningarkössum og allir eru farnir að líta á sem sjálfsagða hluti.“ Skólahald Laugarnesskóla hófst 19. október 1935, það haust gekk mænuveikifaraldur í bænum og því var skólabann sett á um tíma. En 214 börn á aldrinum átta til þrettán ára sóttu skólann fyrsta veturinn og tíu kennarar sáu um uppfræðsluna. Þá var heimavist þar líka. Tvívegis hefur verið byggt við upphaflega skólahúsið og í haust verður að bæta við lausum kennslustofum vegna fjölgunar nemenda. Þeir eru um 500 núna en voru um 1.800 þegar þeir voru flestir, þá var skólinn líka þrísetinn. Árið 1969 varð Laugarnesskólinn bara barnaskóli þegar Laugalækjarskóli hafði verið byggður fyrir gagnfræðastigið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí 2016.
Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira