Júníspá Siggu Kling – Vatnsberi: Vertu þín eigin áskorun 27. maí 2016 09:00 Elsku Vatnsberinn minn. Þú veist um Yoko Ono sem er Vatnsberi og er fædd 18. febrúar og setti upp Friðarsúluna í Viðey. Hún var kærasta Johns Lennon, eins mesta snillings samtímans og Bítils. Þú þarft að taka þessa birtu sem hún setti í Viðey til að boða frið og setja hana í hjartað á þér. Með því að gera þetta þá lýsist upp vegurinn fram undan og þú stígur ekki feilspor á þínum vegi. Þetta þýðir ekkert endilega að líf þitt verði eintómur dans á rósum yfir sumartímann heldur segir það þér að það á eftir að vera svo merkilegt og sýna þér svo margar hliðar sem þú bjóst ekki við að væru til hér á jörðinni að það hreinlega hríslast um þig hamingjan. Þú munt sjá að það er svo margt bara hégómi. Eitthvað sem skiptir máli sem þú vilt fá og þú ert alltaf að reyna að fá, eitthvað sem þú hefur ekki. Það er bara hégómi. Þú skalt bara fara að dansa í rigningunni og elska vindinn. Þú ert listamaður og þarft að gera heimilið þitt að höll og vinnustaðinn þinn að skemmtistað. Ef einhver hefur skrifað ástarsögur þá er hann alveg pottþétt í Vatnsberanum. Því að rómantík, tilbreyting og nýjungar heilla þig. Þú hefur þetta allt innra með þér og gerðu meira úr því. Þér verður boðið í ferðalög sem munu breyta lífi þínu. Ég get að sjálfsögðu alltaf spáð því að fólk fari í ferðalög, það er bara eðlilegt, en ég geri það ekki. Ég er að segja þér að eitthvert ferðalag breytir lífi þínu. Og þú skiptir um skoðun og breytir um farveg, það er eitthvað svo ferlega fallegt við það. Þú ert svo rosalega tengdur vatni, Vatnsberinn minn, að þú verður að umvefja þig með því! Þá líður þér svo vel. Farðu niður að sjó, farðu í sjósund, í sund, í bað, veltu þér upp úr dögginni á jörðinni og sérstaklega þann 24. júní, sem er Jónsmessa og hún skapar svo mikla töfra. Þú ert að fara inn í tíma þar sem þú hefur aldrei séð líf þitt eins skýrt og þú sérð svo mikið af litum! Það eru ekki allir ánægðir með þig en það er ekki það sem á að draga þig áfram í lífinu. Þú finnur að þú hefur rétt fyrir þér og krækir þér í mjúkan koss ef þú ert á lausu og sleppir því vonandi ef þú ert á föstu. Ég er ekki siðapostuli svo gerðu það sem þér finnst rétt. Þú þrífst á áskorunum og hér eru skilaboð frá mér til þín: Vert þú þín eigin áskorun. Ekki láta aðra reka þig áfram í eitthvað sem þú hefur ekki neinn áhuga á. Ótrúlegasta fólk elskar að vera í návist þinni. Heillaðu þá sem þú vilt heilla og þá færðu það sem þú vilt fá! Knús í hús, þín Sigga KlingFrægir vatnsberar: Pacas hans Begga, Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, Halla himintungl, Clark Gable leikari, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi, Yoko Ono, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir þingkona, Hilmir Snær Guðnason leikari, Rikka sjónvarpskona, María Ólafsdóttir Júróvisjónstjarna, Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kastljóss, Gunna Dís útvarpskona, Höddi Magg, Andrea Róberts, mannauður. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Reykti pabba sinn Lífið Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira
Elsku Vatnsberinn minn. Þú veist um Yoko Ono sem er Vatnsberi og er fædd 18. febrúar og setti upp Friðarsúluna í Viðey. Hún var kærasta Johns Lennon, eins mesta snillings samtímans og Bítils. Þú þarft að taka þessa birtu sem hún setti í Viðey til að boða frið og setja hana í hjartað á þér. Með því að gera þetta þá lýsist upp vegurinn fram undan og þú stígur ekki feilspor á þínum vegi. Þetta þýðir ekkert endilega að líf þitt verði eintómur dans á rósum yfir sumartímann heldur segir það þér að það á eftir að vera svo merkilegt og sýna þér svo margar hliðar sem þú bjóst ekki við að væru til hér á jörðinni að það hreinlega hríslast um þig hamingjan. Þú munt sjá að það er svo margt bara hégómi. Eitthvað sem skiptir máli sem þú vilt fá og þú ert alltaf að reyna að fá, eitthvað sem þú hefur ekki. Það er bara hégómi. Þú skalt bara fara að dansa í rigningunni og elska vindinn. Þú ert listamaður og þarft að gera heimilið þitt að höll og vinnustaðinn þinn að skemmtistað. Ef einhver hefur skrifað ástarsögur þá er hann alveg pottþétt í Vatnsberanum. Því að rómantík, tilbreyting og nýjungar heilla þig. Þú hefur þetta allt innra með þér og gerðu meira úr því. Þér verður boðið í ferðalög sem munu breyta lífi þínu. Ég get að sjálfsögðu alltaf spáð því að fólk fari í ferðalög, það er bara eðlilegt, en ég geri það ekki. Ég er að segja þér að eitthvert ferðalag breytir lífi þínu. Og þú skiptir um skoðun og breytir um farveg, það er eitthvað svo ferlega fallegt við það. Þú ert svo rosalega tengdur vatni, Vatnsberinn minn, að þú verður að umvefja þig með því! Þá líður þér svo vel. Farðu niður að sjó, farðu í sjósund, í sund, í bað, veltu þér upp úr dögginni á jörðinni og sérstaklega þann 24. júní, sem er Jónsmessa og hún skapar svo mikla töfra. Þú ert að fara inn í tíma þar sem þú hefur aldrei séð líf þitt eins skýrt og þú sérð svo mikið af litum! Það eru ekki allir ánægðir með þig en það er ekki það sem á að draga þig áfram í lífinu. Þú finnur að þú hefur rétt fyrir þér og krækir þér í mjúkan koss ef þú ert á lausu og sleppir því vonandi ef þú ert á föstu. Ég er ekki siðapostuli svo gerðu það sem þér finnst rétt. Þú þrífst á áskorunum og hér eru skilaboð frá mér til þín: Vert þú þín eigin áskorun. Ekki láta aðra reka þig áfram í eitthvað sem þú hefur ekki neinn áhuga á. Ótrúlegasta fólk elskar að vera í návist þinni. Heillaðu þá sem þú vilt heilla og þá færðu það sem þú vilt fá! Knús í hús, þín Sigga KlingFrægir vatnsberar: Pacas hans Begga, Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, Halla himintungl, Clark Gable leikari, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi, Yoko Ono, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir þingkona, Hilmir Snær Guðnason leikari, Rikka sjónvarpskona, María Ólafsdóttir Júróvisjónstjarna, Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kastljóss, Gunna Dís útvarpskona, Höddi Magg, Andrea Róberts, mannauður.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Reykti pabba sinn Lífið Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira