Júníspá Siggu Kling – Sporðdreki: Elskaðu sjálfan þig aðeins meira 27. maí 2016 09:00 Elsku töffaralegi Sporðdrekinn minn. Í gegnum tíðina hefur þú fengið mörg tækifæri, þú hefur vakið athygli, breytt lífi fólks og ert eitthvað svo stútfullur af karakter. En þú verður að vita að framför er ómöguleg ef þú breytir ekki neinu. Og ef þú getur ekki skipt um skoðun og séð hlutina frá öðru sjónarhorni þá mun þér líða illa. Minnkaðu egóið þitt, talaðu fólk í kringum þig upp því það er leiðin að sigrinum í júnímánuði. Sumarið 2016 er komið til að draga þá Sporðdreka sem hafa verið í myrkrinu inn í ljósið. Það er komið til að sýna þér að það er allt undir þér komið hvort þú tekur áhættu og stendur svolítið með þér. Þú þarft að hafa orðatiltæki eins og „ég get, ég er, og allt fer vel“ hugföst og endurtaka þau svolítið í huganum. Fyrir aftan „ég get“ getur þú raða svo mörgum skemmtilegum orðum. Eins og til dæmis: „ég get látið mér líða vel“eða „ég get allt sem ég vil“ eða „ég get verið hamingjusamur“. Það sama á svo við „ég er“. Til dæmis: „Ég er sterkur“, „ég er hugrakkur“ eða „ég er æðislegur“. Með þessu hjálpar þú orkunni og almættinu í kringum þig við það að koma þér áfram. Það þýðir ekki að vera á bremsunni og bíða bara eftir stjörnuspánni, það hjálpar þér ekkert! Taktu fótinn af bremsunni og keyrðu einhverja allt aðra leið en þú ætlaðir að fara. Þannig gerist lífið. Ekki sóa þessari fínu orku sem þú hefur í áhyggjur. Þú þarft ekki að biðjast afsökunar á neinu, elskan mín. Stattu bara upp og knúsaðu fólk. Sýndu fólki meiri virðingu en þú hefur gert og ekki slúðra. Ef þér líður eitthvað illa, taktu þá eftir því að þú hefur líklega verið eitthvað að slúðra. Það er ein dauðasynd og það er það að vera leiðinlegur og það á sko ekki við um þig, elsku Sporðdrekinn minn! Þetta sumar verður bara eins og ein stór Þjóðhátíð í Eyjum og þú getur farið inn í öll partítjöld sem þig langar til þess að kíkja í! Þú þarft að fara og bjóða fólki inn í líf þitt því það er svo skemmtilegt! Þú hefur svo mikla náðargáfu til þess að skynja hvernig fólki líður svo hjálpaðu því. Þú munt læra langmest af því. Ég veit að þú ert með hjarta úr gulli og elskar með öllu þessu gullhjarta þínu og kannski ættir þú að einbeita þér aðeins að því að elska sjálfan þig aðeins meira. Ekki láta meðvirknina vera manneskjuna sem er næst þér í lífinu. Ef þér mislíkar eitthvað, segðu þá frá því, notaðu tjáninguna þá mun allt ganga vel. Knús, þín Sigga KlingFrægir sporðdrekar: Dísa í World Class, Helga Braga Jónsdóttir leikkona, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Scarlett Johansson leikkona, Whoopie Goldberg leikkona, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sjónvarpskona, Emmsjé Gauti rappari. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira
Elsku töffaralegi Sporðdrekinn minn. Í gegnum tíðina hefur þú fengið mörg tækifæri, þú hefur vakið athygli, breytt lífi fólks og ert eitthvað svo stútfullur af karakter. En þú verður að vita að framför er ómöguleg ef þú breytir ekki neinu. Og ef þú getur ekki skipt um skoðun og séð hlutina frá öðru sjónarhorni þá mun þér líða illa. Minnkaðu egóið þitt, talaðu fólk í kringum þig upp því það er leiðin að sigrinum í júnímánuði. Sumarið 2016 er komið til að draga þá Sporðdreka sem hafa verið í myrkrinu inn í ljósið. Það er komið til að sýna þér að það er allt undir þér komið hvort þú tekur áhættu og stendur svolítið með þér. Þú þarft að hafa orðatiltæki eins og „ég get, ég er, og allt fer vel“ hugföst og endurtaka þau svolítið í huganum. Fyrir aftan „ég get“ getur þú raða svo mörgum skemmtilegum orðum. Eins og til dæmis: „ég get látið mér líða vel“eða „ég get allt sem ég vil“ eða „ég get verið hamingjusamur“. Það sama á svo við „ég er“. Til dæmis: „Ég er sterkur“, „ég er hugrakkur“ eða „ég er æðislegur“. Með þessu hjálpar þú orkunni og almættinu í kringum þig við það að koma þér áfram. Það þýðir ekki að vera á bremsunni og bíða bara eftir stjörnuspánni, það hjálpar þér ekkert! Taktu fótinn af bremsunni og keyrðu einhverja allt aðra leið en þú ætlaðir að fara. Þannig gerist lífið. Ekki sóa þessari fínu orku sem þú hefur í áhyggjur. Þú þarft ekki að biðjast afsökunar á neinu, elskan mín. Stattu bara upp og knúsaðu fólk. Sýndu fólki meiri virðingu en þú hefur gert og ekki slúðra. Ef þér líður eitthvað illa, taktu þá eftir því að þú hefur líklega verið eitthvað að slúðra. Það er ein dauðasynd og það er það að vera leiðinlegur og það á sko ekki við um þig, elsku Sporðdrekinn minn! Þetta sumar verður bara eins og ein stór Þjóðhátíð í Eyjum og þú getur farið inn í öll partítjöld sem þig langar til þess að kíkja í! Þú þarft að fara og bjóða fólki inn í líf þitt því það er svo skemmtilegt! Þú hefur svo mikla náðargáfu til þess að skynja hvernig fólki líður svo hjálpaðu því. Þú munt læra langmest af því. Ég veit að þú ert með hjarta úr gulli og elskar með öllu þessu gullhjarta þínu og kannski ættir þú að einbeita þér aðeins að því að elska sjálfan þig aðeins meira. Ekki láta meðvirknina vera manneskjuna sem er næst þér í lífinu. Ef þér mislíkar eitthvað, segðu þá frá því, notaðu tjáninguna þá mun allt ganga vel. Knús, þín Sigga KlingFrægir sporðdrekar: Dísa í World Class, Helga Braga Jónsdóttir leikkona, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Scarlett Johansson leikkona, Whoopie Goldberg leikkona, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sjónvarpskona, Emmsjé Gauti rappari.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira