„Unnsteinn og Haraldur Ari eru hálfgerðir svindlkarlar“ Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. maí 2016 11:15 Sena úr nýjasta myndbandi Retro Stefson þar sem Magnús leikur sér með liti og innrömmun. Vísir/Magnús Leifsson Í dag kemur út nýtt myndband með Retro Stefson við lagið Skin. Myndbandinu er leikstýrt af Magnúsi Leifssyni en hann hefur verið að leikstýra mörgum af áhugaverðustu tónlistarmyndböndunum sem koma út um þessar mundir hér á landi. Þetta er í annað sinn sem hann leikstýrir myndbandi fyrir Retro Stefson en hann leikstýrði einnig myndbandinu við lagið Glow sem var valið myndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2012. Í þessu nýja myndbandi Retro Stefson eru þeir Haraldur Ari og Unnsteinn Manuel, liðsmenn hljómsveitarinnar, í aðalhlutverki og sjást meðal annars slæpast á götum Eyrarbakka. „Strákana langaði til að taka upp myndband um tvo náunga sem stunda frekar frumstæða líkamsrækt í hverfinu sínu. Við fórum að skoða alls konar myndir frá jaðarsenum í smábæjum í Rússlandi og Englandi sem síðan leiddi okkur hingað heim á Eyrarbakka. Með tímanum þróaðist myndbandið síðan í vinalegri átt og varð meira að portretti af vinum að slæpast í smábæ. Það er alltaf gaman að vinna með Retro Stefson. Það er einhver ótrúlega góð orka í kringum bandið og síðan skemmir ekki fyrir að Unnsteinn og Haraldur Ari eru hálfgerðir svindlkarlar þegar kemur að því að vera sætir og sjarmerandi í myndavél,“ segir Magnús um tilkomu myndbandsins.Magnús Leifsson, leikstjóriMagnús leikstýrði t.d. Brennum allt myndbandinu með Úlfi Úlfi þar sem Arnar Freyr ríður á hrossi um Breiðholtið, Reminiscence með Ólafi Arnalds og Alice Söru Ott þar sem Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður leikur aðalhlutverkið og Strákunum með Emmsjé Gauta – allt myndbönd sem hafa vakið athygli fyrir líflegt og eftirminnilegt myndefni og óhefðbundna nálgun að tónlistarmyndbandaforminu. Í myndböndunum hans Magnúsar má oft finna skemmtilega innrömmuð skot þar sem hann leikur sér með form og liti, í mörgum myndböndunum hans er tónlistarmaðurinn settur í óvenjulegar stöður og leikið er með staðalímyndir sem fylgja sumum tónlistarstefnum – t.d. með því að setja rappara á hestbak. Magnús hefur verið tilnefndur til verðlauna fyrir mörg af myndböndunum sínum og vann meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir myndbandið við lagið Tarantúlur með Úlfi Úlfi árið 2014. „Ég vinn líka við að gera auglýsingar og ég er með nokkrar svoleiðis í bígerð í sumar auk þess sem ég var að klára handrit að stuttmynd sem ég vonast til þess að geta skotið á árinu. Svo geri ég örugglega fleiri tónlistarmyndbönd seinna í sumar,“ segir Magnús spurður að því hvað sé framundan hjá honum. Tónlist Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Sagði barni að halda kjafti Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Sjá meira
Í dag kemur út nýtt myndband með Retro Stefson við lagið Skin. Myndbandinu er leikstýrt af Magnúsi Leifssyni en hann hefur verið að leikstýra mörgum af áhugaverðustu tónlistarmyndböndunum sem koma út um þessar mundir hér á landi. Þetta er í annað sinn sem hann leikstýrir myndbandi fyrir Retro Stefson en hann leikstýrði einnig myndbandinu við lagið Glow sem var valið myndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2012. Í þessu nýja myndbandi Retro Stefson eru þeir Haraldur Ari og Unnsteinn Manuel, liðsmenn hljómsveitarinnar, í aðalhlutverki og sjást meðal annars slæpast á götum Eyrarbakka. „Strákana langaði til að taka upp myndband um tvo náunga sem stunda frekar frumstæða líkamsrækt í hverfinu sínu. Við fórum að skoða alls konar myndir frá jaðarsenum í smábæjum í Rússlandi og Englandi sem síðan leiddi okkur hingað heim á Eyrarbakka. Með tímanum þróaðist myndbandið síðan í vinalegri átt og varð meira að portretti af vinum að slæpast í smábæ. Það er alltaf gaman að vinna með Retro Stefson. Það er einhver ótrúlega góð orka í kringum bandið og síðan skemmir ekki fyrir að Unnsteinn og Haraldur Ari eru hálfgerðir svindlkarlar þegar kemur að því að vera sætir og sjarmerandi í myndavél,“ segir Magnús um tilkomu myndbandsins.Magnús Leifsson, leikstjóriMagnús leikstýrði t.d. Brennum allt myndbandinu með Úlfi Úlfi þar sem Arnar Freyr ríður á hrossi um Breiðholtið, Reminiscence með Ólafi Arnalds og Alice Söru Ott þar sem Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður leikur aðalhlutverkið og Strákunum með Emmsjé Gauta – allt myndbönd sem hafa vakið athygli fyrir líflegt og eftirminnilegt myndefni og óhefðbundna nálgun að tónlistarmyndbandaforminu. Í myndböndunum hans Magnúsar má oft finna skemmtilega innrömmuð skot þar sem hann leikur sér með form og liti, í mörgum myndböndunum hans er tónlistarmaðurinn settur í óvenjulegar stöður og leikið er með staðalímyndir sem fylgja sumum tónlistarstefnum – t.d. með því að setja rappara á hestbak. Magnús hefur verið tilnefndur til verðlauna fyrir mörg af myndböndunum sínum og vann meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir myndbandið við lagið Tarantúlur með Úlfi Úlfi árið 2014. „Ég vinn líka við að gera auglýsingar og ég er með nokkrar svoleiðis í bígerð í sumar auk þess sem ég var að klára handrit að stuttmynd sem ég vonast til þess að geta skotið á árinu. Svo geri ég örugglega fleiri tónlistarmyndbönd seinna í sumar,“ segir Magnús spurður að því hvað sé framundan hjá honum.
Tónlist Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Sagði barni að halda kjafti Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Sjá meira