Lagið er gott og grípandi en kjólinn sem hún klæðist í myndbandinu hefur vakið athygli netverja sem keppast við að hæla kjólavali söngkonunnar.
Um er að ræða skósíðan blómakjól frá Dolce&Gabbana sem er meðal annars til sölu á Net-A-Porter fyrir litlar 4750 pund eða um 830 þúsund íslenskar krónur. Hann er reyndar uppseldur á síðunni en víst væntanlegur aftur fyrir áhugasama.
