Israel Martin: Þetta snýst ekki um mig Ingvi Þór Sæmundsson í Ásgarði skrifar 18. nóvember 2016 21:15 Martin þokkalega sáttur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/anton Israel Martin stýrði Tindastóli í fyrsta sinn í um eitt og hálft ár þegar liðið bar sigurorð af Stjörnunni, 83-91, í kvöld. Martin var að vonum ánægður með sigurinn en gerði lítið úr eigin þætti í honum. „Stjarnan vann fyrstu sex leikina sína og við vissum að þegar lið er á slíku skriði styttist alltaf í tapið,“ sagði Martin í samtali við Vísi eftir leik. „Þessi sigur snýst ekki um mig. Við unnum ekki því ég tók við í vikunni, heldur vegna þess að leikmennirnir gáfu allt í leikinn. Við trúðum á þetta allan tímann, jafnvel þegar við lentum í smá vandræðum. Strákarnir áttu þetta skilið,“ bætti Spánverjinn við. Stólarnir voru gríðarlega ákveðnir og árásargjarnir í leiknum og keyrðu grimmt á Stjörnuna. Martin sagðist hafa lagt upp með að spila hraðan bolta í leiknum í kvöld. „Við töluðum um að spila hratt og gerðum það. Ég veit að við vorum með 16 tapaða bolta en á móti kemur að við stálum boltanum 13 sinnum. Við gerðum þeim erfitt fyrir í vörninni. Ég hef ekki áhyggjur af sókninni, við erum með nógu góða leikmenn sem finna lausnir. „Við hlupum einföld kerfi í dag og ég lét leikmönnunum það eftir að taka ákvarðanir,“ sagði Martin sem kvaðst ánægður með framlag Bandaríkjamannsins Antonio Hester í leiknum. „Það er of snemmt að tala um hann en ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Hann kom til landsins fyrir þremur dögum. Hann er að spila hérna í fyrsta skipti og í fyrsta sinn í eitt og hálft ár sem hann spilar sem atvinnumaður. Þetta er ný upplifun fyrir hann en ég er ánægður fyrir hans hönd og liðsins,“ sagði Martin að endingu. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Tindastóll 83-91 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnumenn Tindastóll varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna í Domino's deild karla. Lokatölur 83-91, Tindastóli í vil. 18. nóvember 2016 21:00 Costa og Senegalarnir látnir fara frá Stólunum Jose Maria Costa hefur verið látinn fara sem þjálfari Tindastóls og þá hafa Senegalarnir tveir hjá félaginu, Mamadou Samb og Pape Seck, verið sendir heim. 14. nóvember 2016 20:51 Formaður Tindastóls: „Leiðir okkar Costa lágu ekki saman“ Ekkert var að samstarfi Israel Martin og Jose Costa sem var látinn fara í gær. 15. nóvember 2016 11:15 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Israel Martin stýrði Tindastóli í fyrsta sinn í um eitt og hálft ár þegar liðið bar sigurorð af Stjörnunni, 83-91, í kvöld. Martin var að vonum ánægður með sigurinn en gerði lítið úr eigin þætti í honum. „Stjarnan vann fyrstu sex leikina sína og við vissum að þegar lið er á slíku skriði styttist alltaf í tapið,“ sagði Martin í samtali við Vísi eftir leik. „Þessi sigur snýst ekki um mig. Við unnum ekki því ég tók við í vikunni, heldur vegna þess að leikmennirnir gáfu allt í leikinn. Við trúðum á þetta allan tímann, jafnvel þegar við lentum í smá vandræðum. Strákarnir áttu þetta skilið,“ bætti Spánverjinn við. Stólarnir voru gríðarlega ákveðnir og árásargjarnir í leiknum og keyrðu grimmt á Stjörnuna. Martin sagðist hafa lagt upp með að spila hraðan bolta í leiknum í kvöld. „Við töluðum um að spila hratt og gerðum það. Ég veit að við vorum með 16 tapaða bolta en á móti kemur að við stálum boltanum 13 sinnum. Við gerðum þeim erfitt fyrir í vörninni. Ég hef ekki áhyggjur af sókninni, við erum með nógu góða leikmenn sem finna lausnir. „Við hlupum einföld kerfi í dag og ég lét leikmönnunum það eftir að taka ákvarðanir,“ sagði Martin sem kvaðst ánægður með framlag Bandaríkjamannsins Antonio Hester í leiknum. „Það er of snemmt að tala um hann en ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Hann kom til landsins fyrir þremur dögum. Hann er að spila hérna í fyrsta skipti og í fyrsta sinn í eitt og hálft ár sem hann spilar sem atvinnumaður. Þetta er ný upplifun fyrir hann en ég er ánægður fyrir hans hönd og liðsins,“ sagði Martin að endingu.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Tindastóll 83-91 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnumenn Tindastóll varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna í Domino's deild karla. Lokatölur 83-91, Tindastóli í vil. 18. nóvember 2016 21:00 Costa og Senegalarnir látnir fara frá Stólunum Jose Maria Costa hefur verið látinn fara sem þjálfari Tindastóls og þá hafa Senegalarnir tveir hjá félaginu, Mamadou Samb og Pape Seck, verið sendir heim. 14. nóvember 2016 20:51 Formaður Tindastóls: „Leiðir okkar Costa lágu ekki saman“ Ekkert var að samstarfi Israel Martin og Jose Costa sem var látinn fara í gær. 15. nóvember 2016 11:15 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Tindastóll 83-91 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnumenn Tindastóll varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna í Domino's deild karla. Lokatölur 83-91, Tindastóli í vil. 18. nóvember 2016 21:00
Costa og Senegalarnir látnir fara frá Stólunum Jose Maria Costa hefur verið látinn fara sem þjálfari Tindastóls og þá hafa Senegalarnir tveir hjá félaginu, Mamadou Samb og Pape Seck, verið sendir heim. 14. nóvember 2016 20:51
Formaður Tindastóls: „Leiðir okkar Costa lágu ekki saman“ Ekkert var að samstarfi Israel Martin og Jose Costa sem var látinn fara í gær. 15. nóvember 2016 11:15