Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í kvöldfréttum okkar förum við yfir afleiðingar dóms héaðsdóms frá því í dag um að ríkið sé skaðabótaskylt vegna banns á innflutningi á fersku kjöti frá Evrópu. Einn þingmanna Bjartrar framtíðar segir að Alþingi þurfi að bregðast strax við dómnum og heimila innflutinginn.

Það er ekki einsdæmi að börnum hælisleitenda sem fæðast á Íslandi sé vísað úr landi,  en það eitt að fæðast hér á landi tryggir ekki sjálfkrafa ríkisborgararétt.

Við heyrum í Katrínu Jakobsdóttur varðandi tilraunir hennar til að mynda ríkisstjórn og kíkjum við á nýjasta hótelinu sem var formlega opnað í borginni í dag. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar tvö klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×