Lífið

Stjörnurnar úr Girls hvetja til samstöðu með þolendum kynferðisglæpa - Myndband

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skjáskot úr myndbandinu sem sjá má hér að neðan.
Skjáskot úr myndbandinu sem sjá má hér að neðan. Vísir
Þær Lena Dunham, Zosia Mamet, Allison Williams og Jemime Kirke hvetja samborgara sína til þess að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning í stað þess að þagga niður í þeim eða lýsa yfir vantrú. Girls eru vinsælir bandarískir þættir sem fjalla um líf fjögurra ólíkra vinkvenna.

Þær birtast í myndbandi NowThis á Facebook en myndbandinu hefur verið deilt fjórtán þúsund sinnum og fjórtán þúsund hafa einnig líkað við myndbandið. Það má sjá hér að neðan.

„Við leikum saman í þættinum Girls en það þýðir ekki að við séum alltaf sammála.“ Þær segjast ósammála um hvern skal kjósa hverju sinni og hversu oft ætti að þvo á sér hárið. En þær eru sammála um það að taka upp hanskann fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Ein af hverjum fimm konum verða áreittar kynferðislega og áttatíu prósent af þeim af einhverjum sem þær þekktu persónulega.“

Þetta kemur fram í myndbandinu og er vísað til Centers for Disease Control and Prevention (CDC).

„Þetta er ekki leyndarmál,“ segir Lena sem leikur aðalhlutverkið, hana Hönnuh Horvath.

„Þetta er raunveruleikinn,“ segir Allison Williams en hún leikur Marnie Michaels.

Þær vilja með myndbandinu hvetja alla til þess að láta málið sig varða, það þyrfti ekki að vera mikið, aðeins símtal til dæmis eða einfaldlega að hlusta á þolanda kynferðisofbeldis eða fylgja honum eða henni á neyðarmóttöku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×