Vil að fólk finni fyrir jörðinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. júní 2016 11:15 Ég lýsi gömlum götum sem eru jafnvel klappaðar í stein eftir hófa. En líka nýrri leiðum því nútímagöngugarpurinn vill fara upp á fjallatoppa sem fólk sá ekki endilega ástæðu til áður, heldur valdi stystu og léttustu leið. Hvort tveggja er áhugavert,“ segir Elva Björg Einarsdóttir mannfræðingur sem í dag gefur út bókina Barðastrandarhreppur – göngubók. Bókinni fylgir þrívíddarkort eftir Kristbjörgu Olsen myndlistarkonu. Elva Björg er fædd og uppalin á Seftjörn á Barðaströnd og rætur hennar liggja allt í kringum Breiðafjörð. „Seftjörn er á bakkanum, rétt hjá Brjánslæk, þar sem Baldur leggst að. Þar býr bróðir minn núna,“ segir hún og lýsir tildrögum útgáfunnar. „Ég bjó erlendis og fannst mig vanta tengingu heim. Svo var ég í fríi í sveitinni minni og þræddi ströndina endilanga, þá gekk ég í mig þá tilfinningu að vera heima og upp frá því finn ég mig heima hvar sem ég er. Eftir að ég flutti til Íslands aftur fór ég að ganga meira þarna um markvisst og skrifa niður eitt og annað. Bókin er afrakstur þess.“ Hún telur fáa vita af földum perlum sveitarinnar, bæði dásemdarstöðum frá náttúrunnar hendi og sögulegum minjum. „Þarna eru fagrir fossar, þarna bjó Hrafna-Flóki, fyrsti maðurinn sem hafði vetursetu á Íslandi, og þarna er fjallið sem hann fór upp á þegar hann gaf landinu nafn. Ætti eiginlega að vera skyldufjall allra Íslendinga að ganga á.“ Göngurnar sem lýst er í bókinni taka frá 10 mínútum upp í 12 klukkustundir. Eru bæði stuttar og langar, léttar og erfiðari, á láglendi og í fjöllum, sumar liggja í hring. Þar er farið á vit fornleifa og sögunnar. Að auki er leiðsögn um Barðastrandarhrepp, frá Skiptá í Kjálkafirði í austri að Skarðabrún í vestri og litið við á hverjum bæ. „Ég bendi á 44 leiðir og lýsi hverjum bæ, örnefnum og öðru,“ segir Elva Björg. Mæli sérstaklega með því að ganga ströndina, hún er gulur sandkassi, tæplega 40 kílómetra langur en þar þarf að fara yfir tvo vaðla og sæta sjávarföllum ef maður vill stytta leiðina. Eiginlega mætti tala um Barðaströnd sem Barnaströnd vegna sandsins og alls þess sem þar er í boði fyrir börn,“ segir Elva Björg. Bókin er samstarfsverkefni sveitunganna að sögn Elvu Bjargar sem kveðst hafa farið á hvern bæ í sveitinni og kafað með heimafólki í örnefni og sagnir. „Í fyrstu gerði ég ráð fyrir að bókin líktist öðrum gönguleiðabókum, svo fékk ég smá fjarlægð á hana og þá fann ég að hún átti að verða öðruvísi bók. Það er strigi á henni því ég vildi að fólk fyndi fyrir jörðinni, liturinn á henni er af skófum á steini og leiðirnar sem ég hef gengið eru þrykktar ofan í kápuna og krotaðar inn á saurblöðin. Allt er þetta útpælt með aðstoð Bjargar Vilhjálms hönnuðar.“ Greinin birtist fyrst 7. júní 2016. Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Ég lýsi gömlum götum sem eru jafnvel klappaðar í stein eftir hófa. En líka nýrri leiðum því nútímagöngugarpurinn vill fara upp á fjallatoppa sem fólk sá ekki endilega ástæðu til áður, heldur valdi stystu og léttustu leið. Hvort tveggja er áhugavert,“ segir Elva Björg Einarsdóttir mannfræðingur sem í dag gefur út bókina Barðastrandarhreppur – göngubók. Bókinni fylgir þrívíddarkort eftir Kristbjörgu Olsen myndlistarkonu. Elva Björg er fædd og uppalin á Seftjörn á Barðaströnd og rætur hennar liggja allt í kringum Breiðafjörð. „Seftjörn er á bakkanum, rétt hjá Brjánslæk, þar sem Baldur leggst að. Þar býr bróðir minn núna,“ segir hún og lýsir tildrögum útgáfunnar. „Ég bjó erlendis og fannst mig vanta tengingu heim. Svo var ég í fríi í sveitinni minni og þræddi ströndina endilanga, þá gekk ég í mig þá tilfinningu að vera heima og upp frá því finn ég mig heima hvar sem ég er. Eftir að ég flutti til Íslands aftur fór ég að ganga meira þarna um markvisst og skrifa niður eitt og annað. Bókin er afrakstur þess.“ Hún telur fáa vita af földum perlum sveitarinnar, bæði dásemdarstöðum frá náttúrunnar hendi og sögulegum minjum. „Þarna eru fagrir fossar, þarna bjó Hrafna-Flóki, fyrsti maðurinn sem hafði vetursetu á Íslandi, og þarna er fjallið sem hann fór upp á þegar hann gaf landinu nafn. Ætti eiginlega að vera skyldufjall allra Íslendinga að ganga á.“ Göngurnar sem lýst er í bókinni taka frá 10 mínútum upp í 12 klukkustundir. Eru bæði stuttar og langar, léttar og erfiðari, á láglendi og í fjöllum, sumar liggja í hring. Þar er farið á vit fornleifa og sögunnar. Að auki er leiðsögn um Barðastrandarhrepp, frá Skiptá í Kjálkafirði í austri að Skarðabrún í vestri og litið við á hverjum bæ. „Ég bendi á 44 leiðir og lýsi hverjum bæ, örnefnum og öðru,“ segir Elva Björg. Mæli sérstaklega með því að ganga ströndina, hún er gulur sandkassi, tæplega 40 kílómetra langur en þar þarf að fara yfir tvo vaðla og sæta sjávarföllum ef maður vill stytta leiðina. Eiginlega mætti tala um Barðaströnd sem Barnaströnd vegna sandsins og alls þess sem þar er í boði fyrir börn,“ segir Elva Björg. Bókin er samstarfsverkefni sveitunganna að sögn Elvu Bjargar sem kveðst hafa farið á hvern bæ í sveitinni og kafað með heimafólki í örnefni og sagnir. „Í fyrstu gerði ég ráð fyrir að bókin líktist öðrum gönguleiðabókum, svo fékk ég smá fjarlægð á hana og þá fann ég að hún átti að verða öðruvísi bók. Það er strigi á henni því ég vildi að fólk fyndi fyrir jörðinni, liturinn á henni er af skófum á steini og leiðirnar sem ég hef gengið eru þrykktar ofan í kápuna og krotaðar inn á saurblöðin. Allt er þetta útpælt með aðstoð Bjargar Vilhjálms hönnuðar.“ Greinin birtist fyrst 7. júní 2016.
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira