Snorri Helga leyfir öllum að fylgjast með sjálfsstyrkingarnámskeiði Stefán Árni Pálsson skrifar 8. júní 2016 10:30 Snorri Helgason með skemmtilegt myndband. vísir Lag Snorra Helgasonar, Einsemd, hefur notið talsverðra vinsælda að undanförnu og meðal annars farið hátt á vinsældarlista Rásar 2. Einsemd er fyrsta lagið sem fær að hljóma af væntanlegri plötu Snorra. Í dag er frumsýnt nýtt myndband sem leikhópurinn Kriðpleir og Óskar Kristinn Vignisson hafa gert við lag Snorra. Í myndbandinu er fylgst með sjálfsstyrkingarnámskeiði sem leikhópurinn Kriðpleir býður upp á fyrir fólk í atvinnuleit. Meðlimir Kriðpleirs leika allir í myndbandinu, en þeir eru Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason, auk Bjarna Jónssonar, leikskálds. Þar fyrir utan koma margir öndvegismenn fram í aukahlutverkum, t.a.m. Elísabet Indra Ragnarsdóttir, listrænn stjórnandi Mengis, Albert Halldórsson, leikari, Sigrún Hlín Sigurðardóttir, myndlistamaður, Þórir Bogason, þúsundþjalasmiður, Margrét Sif Sigurðardóttir, nemi, og Þórir Guðjónsson, framherji Fjölnis í Pepsi-deildinni. Óskar Kristinn er myndlistarmaður og hefur getið sér gott orð upp á síðkastið fyrir myndbandagerð. Á næstu vikum verður frumsýnt tónlistarmyndband sem hann gerði fyrir hljómsveitina Ó ó með Örn Eldjárn í broddi fylkingar. Annað kvöld kl. 21 eru tónleikar með Snorra og hljómsveit hans á Kexinu þar sem leikin verða fleiri lög af væntanlegri plötu. Tónlist Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Lag Snorra Helgasonar, Einsemd, hefur notið talsverðra vinsælda að undanförnu og meðal annars farið hátt á vinsældarlista Rásar 2. Einsemd er fyrsta lagið sem fær að hljóma af væntanlegri plötu Snorra. Í dag er frumsýnt nýtt myndband sem leikhópurinn Kriðpleir og Óskar Kristinn Vignisson hafa gert við lag Snorra. Í myndbandinu er fylgst með sjálfsstyrkingarnámskeiði sem leikhópurinn Kriðpleir býður upp á fyrir fólk í atvinnuleit. Meðlimir Kriðpleirs leika allir í myndbandinu, en þeir eru Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason, auk Bjarna Jónssonar, leikskálds. Þar fyrir utan koma margir öndvegismenn fram í aukahlutverkum, t.a.m. Elísabet Indra Ragnarsdóttir, listrænn stjórnandi Mengis, Albert Halldórsson, leikari, Sigrún Hlín Sigurðardóttir, myndlistamaður, Þórir Bogason, þúsundþjalasmiður, Margrét Sif Sigurðardóttir, nemi, og Þórir Guðjónsson, framherji Fjölnis í Pepsi-deildinni. Óskar Kristinn er myndlistarmaður og hefur getið sér gott orð upp á síðkastið fyrir myndbandagerð. Á næstu vikum verður frumsýnt tónlistarmyndband sem hann gerði fyrir hljómsveitina Ó ó með Örn Eldjárn í broddi fylkingar. Annað kvöld kl. 21 eru tónleikar með Snorra og hljómsveit hans á Kexinu þar sem leikin verða fleiri lög af væntanlegri plötu.
Tónlist Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira