Nýr Porsche Panamera Turbo jafnar tíma Porsche Carrera GT í Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2016 14:15 Porsche Panamera Turbo S á Nürburgring brautinni. Þeir eru ólíkir bílarnir Porsche Panamera og Porsche Carrera GT, annar þeirra fjögurra sæta stór fjölskyldubíll þar sem vel fer um farþega og hinn ofurbíll sem ætlaður er til að glíma við akstursbrautir. Það merkilega er þó að ný kynslóð Porsche Panamera Turbo náði að jafna tíma Porsche Carrera GT bílsins á Nürburgring akstursbrautinni þýsku og náði þar tímanum 7:28 mínútur. Vissulega er Porsche Carrera GT ekki nýr bíll en hann kom fram á sjónarsviðið árið 2004 og var framleiddur í 1.270 eintökum fram til ársins 2007. Hann hefur allar götur síðan þótt einstakur akstursbíll og gríðarlega öflugur með sína 612 hestafla V10 vél. Það verður þó að teljast mögnuð þróun hjá Porsche að framleiða nú fjölskyldubíl sem er er álíka snöggur að aka Nürburgring brautina. Nýr Porsche Panamera er með V8 vél og tvær forþjöppur sem tengdar eru við PDK-sjálfskiptingu og bíllinn er fjórhjóladrifinn, öndvert við Porsche Carrera GT, sem er afturhjóladrifinn. Nýja Panameran er bíll sem troðinn er af lúxus og nýrri tækni og því er bíllinn miklu þyngri en hinn 1.450 kg Porsche Carrera GT, en á einhvern óskiljanlegan hátt er hann gæddur slíkri aksturshæfni að vera jafn hraður og ofurbíllinn sem Porsche framleiddi fyrir 10 árum. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Þeir eru ólíkir bílarnir Porsche Panamera og Porsche Carrera GT, annar þeirra fjögurra sæta stór fjölskyldubíll þar sem vel fer um farþega og hinn ofurbíll sem ætlaður er til að glíma við akstursbrautir. Það merkilega er þó að ný kynslóð Porsche Panamera Turbo náði að jafna tíma Porsche Carrera GT bílsins á Nürburgring akstursbrautinni þýsku og náði þar tímanum 7:28 mínútur. Vissulega er Porsche Carrera GT ekki nýr bíll en hann kom fram á sjónarsviðið árið 2004 og var framleiddur í 1.270 eintökum fram til ársins 2007. Hann hefur allar götur síðan þótt einstakur akstursbíll og gríðarlega öflugur með sína 612 hestafla V10 vél. Það verður þó að teljast mögnuð þróun hjá Porsche að framleiða nú fjölskyldubíl sem er er álíka snöggur að aka Nürburgring brautina. Nýr Porsche Panamera er með V8 vél og tvær forþjöppur sem tengdar eru við PDK-sjálfskiptingu og bíllinn er fjórhjóladrifinn, öndvert við Porsche Carrera GT, sem er afturhjóladrifinn. Nýja Panameran er bíll sem troðinn er af lúxus og nýrri tækni og því er bíllinn miklu þyngri en hinn 1.450 kg Porsche Carrera GT, en á einhvern óskiljanlegan hátt er hann gæddur slíkri aksturshæfni að vera jafn hraður og ofurbíllinn sem Porsche framleiddi fyrir 10 árum.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent