Skotveiðimenn tæta dýralögmanninn í sig Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2016 11:01 Árni Stefán birtir hryssingsleg ummæli skotveiðimanna í sinn garð. Menn greinir á um hvort minkurinn hafi sloppið inn í hænsnakofann eða hvort hænan hafi drepið á dyr refabúsins. „Viðbrögðin einkenndust af óþarfa ofurhræðslu við mig, því meinlaus er ég með öllu ólíkt skotveiðimönnum, sem ógna dýralífi, sem á jafnan rétt til líf og maðurinn,“ segir Árni Stefán Árnason dýravinur og lögmaður sem sérhæft hefur sig í rétti dýra. Vísir greindi frá því í gær að Árni Stefán hafi sótt um inngöngu í hóp skotveiðimanna sem spá og spjalla í lokuðum hópi á Facebook. Ýmsum til furðu, þá vegna umdeildra ummæla lögmannsins sem setur hag dýranna í öndvegi þá á kostnað mannskepnunnar, var Árni Stefán samþykktur sem meðlimur í hópnum. Menn hafa rætt um þennan mink í hænsnakofanum sem Árni Stefán hefur verið sagður á þessum vettvangi, en eins og staðan er nú virðist þetta fremur vera sem svo að hænan hafi drepið á dyr refabúsins. Í það minnsta hefur Árni Stefán nú tekið skjáskot af nokkrum ummælum sem hafa fallið þarna inni á þessum lokaða vettvangi, um sig, og birt á sinni Facebooksíðu.Árni Stefán telur sig hafa mátt þola ómaklegar árásir af hálfu skotveiðimanna, og birtir ummæli þar um, skjáskot sem hann tók á skotveiðispjallinu.„Til minningar eru hér nokkur ansi ruddaleg viðbrögð á einstakling (mig) sem engin skrifara kann nokkur deili á né ég á þeim. Tölum af yfirvegun um aðra en hlífum ei við gagnrýni, sem skyldi þó ætíð vera kurteis og rökstudd og munum að tjáningar og skoðanafrelsi er í landinu. Sum þessi ummæli um mig eru engum til framdráttur og þeim til minnkunar sem þau láta falla.“ Nokkuð hefur verið tekist á um veru Árna Stefáns í Skotveiðispjallinu og meðan einn spyr hvort þetta eigi að vera eins og á Pírataspjallinu, þar sem öllum þeim sem ekki fylgja sakramentinu segir annar að þetta geti vart verið vettvangur fyrir and-veiðimenn. „Út með manninn þetta er hættulegur geðsjúklingur,“ segir svo annar og víst er að Árni Stefán er enginn aufúsugestur í hópnum. Tengdar fréttir Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Minkurinn er kominn í hænsnakofann en Árni Stefán dýralögmaður er nú orðinn meðlimur á Skotveiðispjallinu á Facebook. 6. júní 2016 07:40 Mest lesið Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Laxveiði of erfið fyrir hjartað Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Rólegt í Tungufljóti; talsvert af sjóbirtingi við Syðri-Hólma Veiði Ekkert „sex“ og ekkert „drugs“ í veiðinni Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði
„Viðbrögðin einkenndust af óþarfa ofurhræðslu við mig, því meinlaus er ég með öllu ólíkt skotveiðimönnum, sem ógna dýralífi, sem á jafnan rétt til líf og maðurinn,“ segir Árni Stefán Árnason dýravinur og lögmaður sem sérhæft hefur sig í rétti dýra. Vísir greindi frá því í gær að Árni Stefán hafi sótt um inngöngu í hóp skotveiðimanna sem spá og spjalla í lokuðum hópi á Facebook. Ýmsum til furðu, þá vegna umdeildra ummæla lögmannsins sem setur hag dýranna í öndvegi þá á kostnað mannskepnunnar, var Árni Stefán samþykktur sem meðlimur í hópnum. Menn hafa rætt um þennan mink í hænsnakofanum sem Árni Stefán hefur verið sagður á þessum vettvangi, en eins og staðan er nú virðist þetta fremur vera sem svo að hænan hafi drepið á dyr refabúsins. Í það minnsta hefur Árni Stefán nú tekið skjáskot af nokkrum ummælum sem hafa fallið þarna inni á þessum lokaða vettvangi, um sig, og birt á sinni Facebooksíðu.Árni Stefán telur sig hafa mátt þola ómaklegar árásir af hálfu skotveiðimanna, og birtir ummæli þar um, skjáskot sem hann tók á skotveiðispjallinu.„Til minningar eru hér nokkur ansi ruddaleg viðbrögð á einstakling (mig) sem engin skrifara kann nokkur deili á né ég á þeim. Tölum af yfirvegun um aðra en hlífum ei við gagnrýni, sem skyldi þó ætíð vera kurteis og rökstudd og munum að tjáningar og skoðanafrelsi er í landinu. Sum þessi ummæli um mig eru engum til framdráttur og þeim til minnkunar sem þau láta falla.“ Nokkuð hefur verið tekist á um veru Árna Stefáns í Skotveiðispjallinu og meðan einn spyr hvort þetta eigi að vera eins og á Pírataspjallinu, þar sem öllum þeim sem ekki fylgja sakramentinu segir annar að þetta geti vart verið vettvangur fyrir and-veiðimenn. „Út með manninn þetta er hættulegur geðsjúklingur,“ segir svo annar og víst er að Árni Stefán er enginn aufúsugestur í hópnum.
Tengdar fréttir Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Minkurinn er kominn í hænsnakofann en Árni Stefán dýralögmaður er nú orðinn meðlimur á Skotveiðispjallinu á Facebook. 6. júní 2016 07:40 Mest lesið Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Laxveiði of erfið fyrir hjartað Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Rólegt í Tungufljóti; talsvert af sjóbirtingi við Syðri-Hólma Veiði Ekkert „sex“ og ekkert „drugs“ í veiðinni Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði
Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Minkurinn er kominn í hænsnakofann en Árni Stefán dýralögmaður er nú orðinn meðlimur á Skotveiðispjallinu á Facebook. 6. júní 2016 07:40