Lífið

The Color Run búðin opnar í Smáralind í dag

Hlaupið heppnaðist vel í fyrra.
Hlaupið heppnaðist vel í fyrra. vísir
Í dag mun The Color Run by Alvogen búðin opna annarri hæð í Smáralind við innganginn við hlið Debenhams. Í versluninni verða þátttakendum afhent hlaupagögn auk þess sem hægt er að skoða og kaupa ýmsan Color Run varning til að gera skemmtun og upplifun af hlaupinu þann 11. júní enn ánægjulegri.

Einnig geta miðaeigendur keypt Under Armour skó og annan hlaupafatnað á góðum afslætti í versluninni í Smáralind.

Opnunartími verslunarinnar verður frá klukkan 14 til 19 mánudag og þriðjudag, frá 11 til 19 á miðvikudag, frá 11-22 á fimmtudag og frá 11 til 23 á föstudag.

Mikil áhersla er lögð á að hlauparar sæki hlaupagögn sín í The Color Run búðina fyrir hlaup til að losna við að eyða skemmtilegum tíma upphitunarveislunnar í röð eftir hlaupagögnum. Því borgar sig að leggja leið sína í Smáralind dagana fram að hlaupi.

Fleiri þátttakendur en í fyrra

Nú hefur á níunda þúsund manns skráð sig í The Color Run og má gera ráð fyrir því að um 12.000 manns muni taka þátt í hlaupinu í ár þegar gert er ráð fyrir öllum börnum yngri en níu ára sem hlaupa frítt með forráðamönnum. Hægt verður að kaupa boli fyrir börnin í The Color Run búðinni svo þau geti verið klædd eins og allir aðrir þátttakendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×