Michael Dunlop setur nýtt hraðamet á Isle of Man TT Finnur Thorlacius skrifar 6. júní 2016 15:35 Hin hættulega mótorhjólakeppni Isle of Man TT er nú í algleymingi og um helgina var sett nýtt hraðamet á 61 kílómetra langri keppnisbrautinni sem bæði fer um bæi á eyjunni, sem og um sveitir og fjalllendi. Það var ökumaðurinn Michael Dunlop sem setti hraðametið og náði tímanum 16 mínútum og 58, 254 sekúndum. Það þýðir að meðalhraði hans var 214,6 km/klst. Að auki setti Dunlop nýtt með í 6 hringja akstri og fór þá á 1 klukkustund, 44 mínútum og 14 sekúndum. Á tveimur af þessum 6 hringjum náði Dunlop að fara brautina á undir 17 mínútum en það hefur engum ökumanni lánast fram að því. Nokkrir keppnisdagar eru eftir í Isle of Man TT keppninni, meðal annars Senior TT keppnin og því alveg eins von á fleiri metum þetta árið. Sjá má akstur Dunlop í spilarnaum hér að ofan og hvernig hann fer framúr hverju mótorhjólinu af öðru. Bílar video Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent
Hin hættulega mótorhjólakeppni Isle of Man TT er nú í algleymingi og um helgina var sett nýtt hraðamet á 61 kílómetra langri keppnisbrautinni sem bæði fer um bæi á eyjunni, sem og um sveitir og fjalllendi. Það var ökumaðurinn Michael Dunlop sem setti hraðametið og náði tímanum 16 mínútum og 58, 254 sekúndum. Það þýðir að meðalhraði hans var 214,6 km/klst. Að auki setti Dunlop nýtt með í 6 hringja akstri og fór þá á 1 klukkustund, 44 mínútum og 14 sekúndum. Á tveimur af þessum 6 hringjum náði Dunlop að fara brautina á undir 17 mínútum en það hefur engum ökumanni lánast fram að því. Nokkrir keppnisdagar eru eftir í Isle of Man TT keppninni, meðal annars Senior TT keppnin og því alveg eins von á fleiri metum þetta árið. Sjá má akstur Dunlop í spilarnaum hér að ofan og hvernig hann fer framúr hverju mótorhjólinu af öðru.
Bílar video Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent