Lífið

Fylgstu með degi í lífi forsetaframbjóðendanna á Snapchat

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Með því að kveikja á Snapchat og beina myndavélinni að gula reitnum geturðu bætt við Kvöldfréttum Stöðvar 2 með einföldum hætti.
Með því að kveikja á Snapchat og beina myndavélinni að gula reitnum geturðu bætt við Kvöldfréttum Stöðvar 2 með einföldum hætti. Vísir
Forsetaframbjóðendurnir níu munu á næstu dögum sjá um Snapchat-reikning kvöldfrétta Stöðvar 2. Þar munu þeir leyfa áhorfendum að skyggnast á bakvið tjöldin í baráttunni um Bessastaði.

Guðrún Margrét Pálsdóttir hefur riðið á vaðið og geta áhugasamir fylgst með ævintýrum hennar, sem og annarra forsetaefna á næstunni, með því að bæta við reikningnum stod2frettir.

Dregið var um röð frambjóðenda, sem er eftirfarandi:

 

Frambjóðendunum 9 hefur verið boðið að nýta sér aðgang fréttastofunnar.Vísir
Mánudagur 6. júní: Guðrún Margrét Pálsdóttir

Þriðjudagur 7. júní: Elísabet Jökulsdóttir

Miðvikudagur 8. júní: Davíð Oddsson

Fimmtudagur 9. júní: Halla Tómasdóttir

Föstudagur 10. júní: Guðni Th. Jóhannesson

Mánudagur 13. júní: Hildur Þórðardóttir

Þriðjudagur 14. júní: Ástþór Magnússon

Miðvikudagur 15. júní: Sturla Jónsson

Fimmtudagur: 16. júní: Andri Snær Magnason

Þessa sömu daga munu ítarleg viðtöl við forsetaefnin birtast á Vísi og í dag, mánudaginn 6. júní, birtist fyrsta viðtalið við Guðrúnu Margréti.

Sjá einnig: Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×