Uppbótartíminn: Þrjú lið á toppinn í umferðinni | Myndbönd Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. júní 2016 10:30 Stuðningsmenn FH voru í stuði í Kópavogi. vísir/eyþór Sjöunda umferð Pepsi-deildar karla 2016 í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Alls komust þrjú lið í toppsætið í þessari umferð og toppliðið fyrir umferðina, Breiðablik, féll niður um fimm sæti. Þetta var geggjuð umferð og mótið er að spilast frábærlega.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:ÍBV-KR 1-0Víkingur Ó.-Fylkir 1-0Valur-Stjarnan 2-0ÍA-Þróttur 0-1Fjölnir-Víkingur R. 2-1Breiðablik-FH 0-1Úr leik Blika og FH í kvöld.vísir/eyþórGóð umferð fyrir ...... FH Eftir tvö jafntefli í röð þá náði FH að vinna og tylla sér aftur í toppsæti deildarinnar. Liðið tapaði í Kópavoginum í fyrra og það var sætt fyrir lærisveina Heimis Guðjónssonar að landa stigunum þremur í Kópavoginum í gær.... ÍBV Bjarni Jóhannsson er að gera magnaða hluti með lið ÍBV sem er að koma skemmtilega á óvart. ÍBV er ekki endilega vant því að byrja leiktíðirnar vel en það hefur allt smollið frá upphafi og sigurinn gegn KR gaf liðinu örugglega mikið.... Víking Ólafsvík Þetta er að verða eins og með Víking og Leicester. Það eru allir að bíða eftir tapleikjunum en þeir bara koma ekki. Það gengur gjörsamlega allt upp hjá Ólsurum eins og sást með sigurmarki í uppbótartíma gegn botnliði Fylkis.Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR.vísir/antonErfið umferð fyrir ...... Sigurð Óla Þorleifsson dómara Þurfti óvænt að taka við flautunni á Akranesi er Valdimar Pálsson meiddist. Hans fyrsti leikur sem aðaldómari í Pepsi-deildinni og hann endaði ekki vel. Sigurður Óli dæmdi ekki augljósa hendi á Þróttara sem þökkuðu pent í kjölfarið með því að skora eina mark leiksins.... Fylkismenn Árbæingar eru enn á botni deildarinnar og eina liðið sem hefur ekki unnið leik eftir hraðmótið. Hermann Hreiðarsson þjálfari sagði annan leikinn í röð að hans lið hefði verið frábært en það hefur engu að síður ekki enn skilað sigri.... Bjarna Guðjónsson KR tapaði sínum öðrum leik í sumar og náði ekki að fylgja eftir góðum sigri á Valsmönnum í sjöttu umferð. KR er aðeins búið að skora sex mörk í sjö leikjum og Bjarni verið harðlega gagnrýndur. Nú síðast af föður sínum, Guðjóni Þórðarsyni.Valsmenn fagna í gær.vísir/eyþórTölfræðin og sagan: *Eyjamenn hafa sex fleiri stig eftir sjö umferðir í ár (13) en samanlagt úr fyrstu sjö umferðunum tímabilin 2014 og 2015 (7) *KR hefur tapað fleiri leikjum (3) en liðið hefur unnið (2) í deild og bikar á þessu tímabili. *Á þremur síðustu tímabilum sem KR hefur ekki náð að vinna fleiri en 2 leiki í fyrstu sjö umferðunum (2001, 2007 og 2010) hefur KR skipt um þjálfara. *ÍBV hefur náð í 70 prósent stiga í boði í fyrstu sjö umferðunum á fjórum tímabilum Bjarna Jóhannssonar með liðið (59 af 84). *Bjarni Gunnarsson var fyrir leikinn á móti KR ekki búinn að skora í 35 leikjum í röð í Pepsi-deildinni. *Framherjar KR þeir Morten Beck Andersen og Hólmbert Aron Friðjónsson hafa spilað samtals 737 mínútur í Pepsi-deidlinni í sumar án þess að skora eitt einasta mark. *Bæði mörk Bjarna Gunnarssonar í Pepsi-deildinni hafa komið á móti liðum sem hafa verið þjálfuð af Bjarna Guðjónssyni (á móti Fram 2014 og KR 2016). *Derby Carrillo er fyrsti markvörður ÍBV sem heldur markinu hreinu í tveimur leikjum í röð síðan í september 2013. *Fyrsta sinn sem ÍBV vinnur tvo leiki í röð í Pepsi-deildinni í 22 mánuði eða síðan í ágúst 2014. *KR hefur aðeins skorað í fyrri hálfleik í 4 af síðustu 18 leikjum sínum undir stjórn Bjarna Guðjónssonar í Pepsi-deildinni. *ÍBV var fyrir leikinn búið að spila tíu deildar- (7) og bikarleiki (3) í röð á móti KR án þess að ná að fagna sigri. *KR hefur á síðustu tuttugu árum aðeins tvisvar skorað undir mark í leik í fyrstu sjö umferðunum, 2016 (0,86 mörk í leik) og 2007 (0,71). *Eyjamenn fengu fleiri stig í þessum leik (3) en í síðustu 6 deildarleikjum sínum á móti KR (2) á undan honum. *Fyrsta sinn í sex ár sem KR nær ekki 10 stigum í fyrstu sjö leikjum sínum. *KR-liðið skoraði meira en helmingi færri mörk í fyrstu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni í ár (6) en í fyrstu sjö leikjum sínum í fyrrasumar (13). *Bjarni Jóhannsson hefur unnið 5 af 7 deildarleikjum á móti KR sem þjálfari ÍBV í úrvalsdeildinni *Bjarni Jóhannsson var fyrir leikinn búinn að stýra liðum sínum (Stjarnan, Breiðablik, Grindavík) í 10 deildarleikjum í röð án þess að vinna KR. *ÍBV hefur bara sex sinnum unnið 4 af fyrstu 7 leikjum sínum í efstu deild á undanförnum 20 tímabilum þar af á öllum fjórum tímabilum Bjarna Jóhannssonar sem þjálfara liðsins. *KR-ingar voru fyrir leikinn búnir að skora í 13 deildarleikjum í röð á móti liðum Bjarna Jóhannssonar (Stjarnan, Breiðablik, Grindavík) eða í öllum leikjum frá og með árinu 2002. *KR hefur ekki skorað færri mörk í fyrstu sjö leikjunum í úrvalsdeildinni í 9 ár. *Eyjamenn hafa enn ekki fengið á sig mark í fyrri hálfleik í Pepsi-deildinni í sumar. *Markatala ÍBV í fyrri hálfleik í Pepsi-deildinni í sumar er +5 (5-0). *Miðvörðurinn Indriði Sigurðsson (1) skoraði fleiri mörk í fyrstu sjö lekjum KR í Pepsi-deildinni en framherjarnir Morten Beck Andersen (0) og Hólmbert Aron Friðjónsson (0) til samans. *Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði 2 mörk á fyrstu 140 mínútunum í KR-búningnum en hefur síðan aðeins skorað 1 mark í 13 leikjum eða á samtals 735 mínútum. *KR-ingar hafa aðeins náð í 1 stig af 9 mögulegum á útivelli í Pepsi-deildinni í sumar. *KR-ingar hafa lent 1-0 undir í öllum þremur útileikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. *Lengsta bið KR-inga eftir útisigri (3 leikir) síðan að liðið tapaði þremur fyrstu útileikjum sínum sumarið 2008. *Vikingsliðin skoruðu 67 prósent markanna sem ÍBV fékk á sig í fyrstu sjö umferðum Pepsi-deildarinnar 2016 (4 af 6). *Það hefur verið markalaust í hálfleik í síðustu þremur leikjum ÍBV-liðsins og alls í fimm af síðustu sex leikjum Eyjamanna í Pepsi-deildinni. *Derby Carrillo, markvörður ÍBV, varð fyrsti markvörðurinn sem nær að halda fjórum sinnum hreinu í Pepsi-deildinni í sumar. *Derby Carrillo, markvörður ÍBV, hefur haldið þrisvar hreinu í síðustu fjórum leikjum sínum í Pepsi-deildinni. *6 leikmenn hafa skipt 6 mörkum ÍBV á milli sín á Hásteinsvellinum í Pepsi-deildinni í sumar. *Markatala Eyjamanna í fjórum sigurleikjum liðsins í Pepsi-deildinni er 9-0. *Markatala ÍBV þegar liðið skorar fyrsta markið er +9 (10-1) en þegar mótherjarnir skora fyrsta markið er hún -5 (0-5). *KR hefur ekki fengið á sig meira en eitt mark í síðustu 4 leikjum sínum í Pepsi-deildinni en hefur samt aðeins náð að vinna 1 þeirra. *Annað tap KR í þremur leikjum í Pepsi-deildinni. Í fyrra liðu aldrei minna en 5 leikir á milli tapleikja KR í Pepsi-deildinni. *Eyjamenn hafa fengið 2,6 stig að meðaltali í leik í Pepsi-deildinni í leikjum þar sem þeir skora mark. *ÍBV hefur fengið 13 stig í leikjunum fimm þar sem liðið hefur komist á blað. *Eyjamenn hafa skorað 80 prósent marka sinna í sumar (8 af 10) á annaðhvort fyrstu fimmtán mínútunum (4) eða þeim síðustu tíu (4).Gunnar Jarl dæmdi á Valsvellinum í gær.vísir/eyþórSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli: „Jonni hirti boltann af Kennie og dómarinn ætlaði ekki að dæma neitt. Kennie ákvað að öskra fullum hálsi á aðstoðardómarann sem ákvað svo að dæma brot á Jonna. Hér er dæmt eftir pöntun.“Tryggvi Páll Tryggvason á Ólafsvíkurvelli: „Ótrúlega heimilisleg stemmning hér í Ólafsvík. Hér fyrir utan blaðamannakassann eru eldri menn að skiptast á bransasögum. Færð þetta ekki á Laugardalsvellinum.“Guðmundur Marinó Ingvarsson á Norðurálsvellinum: „Heimamenn nota Metallica til að fýra upp í leikmönnum og stuðningsmönnunum tveimur sem eru komnir 40 mínútum fyrir leik. Og jú, auðvitað er það Enter Sandman.“Tómas Þór Þórðarson á Kópavogsvelli: „FH-ingarnir Aron Pálmarsson og Matthías Vilhjálmsson standa í röð fyrir utan völlinn tilbúnir að borga sig inn. Aron nýbakaður besti leikmaður úrslitahelgi Meistaradeildarinnar en Matthías að spila vel með Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Davíð Þór Viðarsson, FH - 8 Sindri Snær Magnússon, ÍBV - 8 Anton Ari Einarsson, Valur - 8 Hans Viktor Guðmundsson, Fjölnir - 8 Tobias Salquist, Fjölnir - 8 Igor Jugovic, Fjölnir - 8 Arnar Darri Pétursson, Þróttur - 8 Jonathan Glenn, Breiðablik - 3 Vladimir Tufegdzic, Víkingur R. - 3Umræðan á #Pepsi365Ætli það verði Hemma til happs að brottrekstrar í miðju móti hafa almennt ekki verið vel lukkaðir? Kef á síðasta ári hörmung. #pepsi365— Árni Freyr Helgason (@arnifreyr8) June 6, 2016 Býð skagamenn velkomna í Sigurðar Óla klúbbinn #pepsi365 #fotbolti— Hilmar Æ Þórðarson (@drhilmar) June 5, 2016 Legg til að 365 hendi í eina coachCAM á Bjarna Guðjóns til sýna hvað hann eyðir mörgum mínútum af leiknum í að tuða í 4 dómara. #pepsi365— Valgeir Y. Árnason (@Vallarinn) June 5, 2016 Er Davíð Þór besti Færeyingurinn sem hefur spilað í Pepsi-deildinni? #Fotbolti #Pepsi365— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) June 5, 2016 Er mögulega kominn tími á sprotadómara í pepsídeildinni, eflaust auðveldara í framkvæmd en marklínutækni #hemmikallinn #pepsi365— Hilmar Æ Þórðarson (@drhilmar) June 5, 2016 Væri fínt ef ubk myndi banna reykingar á vellinum #fotboltinet #pepsi365— Ómar Ingi (@OmarIngiGud) June 5, 2016 Úrslit seinustu daga sýna að Gamli Skólinn er málið í fótboltanum í dag. Vantar meira af honum. #Valur #ÍBV #Lars #fotboltinet #pepsi365— Stefán Árnason (@StefanArnason) June 5, 2016 kr eða réttara sagt Bjarni G tapaði fyrir rándýru liði ÍBV. Rándýr geta verið varasöm.— E.Börkur Edvards (@borkur_e) June 4, 2016 Mark 7. umferðar - Igor Jugovic, Fjölnir Leikmaður 7. umferðar - Arnar Darri Pétursson, Þróttur Atvik 7. umferðar - Sigurmark Þróttara Markasyrpa 7. umferðar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gunnlaugur: Það sjá þetta allir Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA var að vonum allt annað en sáttur við sigurmark Þróttar á Akranesi í kvöld. 5. júní 2016 22:30 Milos: Ég vil helst gleyma þessum leik Milos Milojevic þjálfari Víkinga gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tapið gegn Fjölni í kvöld. Víkingar sitja í 9.sæti deildarinnar eftir tapið. 5. júní 2016 22:27 Arnar Darri: Ég er best geymda leyndarmálið Arnar Darri Pétursson kom inn í byrjunarlið Þróttar og greip tækifærið með báðum höndum en hann hélt hreinu í sigri Þróttar á ÍA í kvöld og var mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum. 5. júní 2016 22:31 Davíð Þór gæti spilað fyrir Færeyjar: Amma yrði mjög sátt með mig Færeyski landsliðsþjálfarinn vill fá Viðarsson-bræður til að spila fyrir Færeyjar og það kemur vel til greina að verða við þeirri ósk. 5. júní 2016 22:17 Veigar Páll: Lofa þér því að það er ekkert panik hjá Stjörnumönnum Veigar Páll Gunnarsson hefur ekki áhyggjur þótt Stjarnan hafi tapað tveimur leikjum í röð. 5. júní 2016 19:30 Bjarni um gagnrýni föður síns: „Get lítið pælt í því sem honum finnst“ „Ég held að þetta hafi verið hnífru sem Bjarni hafði ekki sérstakan áhuga á,“ segir Hjörvar Hafliðason. 5. júní 2016 22:27 Hetja Ólsara: Dilly Ding Dilly Dong Björn Pálsson skaut Víkingum á topp Pepsi-deildar karla þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Fylki. 5. júní 2016 20:12 Guðjón Þórðarson hjólar í KR: Ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, fer hörðum orðum um frammistöðu KR í tapinu gegn ÍBV á Facebook-síðu sinni. 4. júní 2016 22:21 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Sjöunda umferð Pepsi-deildar karla 2016 í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Alls komust þrjú lið í toppsætið í þessari umferð og toppliðið fyrir umferðina, Breiðablik, féll niður um fimm sæti. Þetta var geggjuð umferð og mótið er að spilast frábærlega.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:ÍBV-KR 1-0Víkingur Ó.-Fylkir 1-0Valur-Stjarnan 2-0ÍA-Þróttur 0-1Fjölnir-Víkingur R. 2-1Breiðablik-FH 0-1Úr leik Blika og FH í kvöld.vísir/eyþórGóð umferð fyrir ...... FH Eftir tvö jafntefli í röð þá náði FH að vinna og tylla sér aftur í toppsæti deildarinnar. Liðið tapaði í Kópavoginum í fyrra og það var sætt fyrir lærisveina Heimis Guðjónssonar að landa stigunum þremur í Kópavoginum í gær.... ÍBV Bjarni Jóhannsson er að gera magnaða hluti með lið ÍBV sem er að koma skemmtilega á óvart. ÍBV er ekki endilega vant því að byrja leiktíðirnar vel en það hefur allt smollið frá upphafi og sigurinn gegn KR gaf liðinu örugglega mikið.... Víking Ólafsvík Þetta er að verða eins og með Víking og Leicester. Það eru allir að bíða eftir tapleikjunum en þeir bara koma ekki. Það gengur gjörsamlega allt upp hjá Ólsurum eins og sást með sigurmarki í uppbótartíma gegn botnliði Fylkis.Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR.vísir/antonErfið umferð fyrir ...... Sigurð Óla Þorleifsson dómara Þurfti óvænt að taka við flautunni á Akranesi er Valdimar Pálsson meiddist. Hans fyrsti leikur sem aðaldómari í Pepsi-deildinni og hann endaði ekki vel. Sigurður Óli dæmdi ekki augljósa hendi á Þróttara sem þökkuðu pent í kjölfarið með því að skora eina mark leiksins.... Fylkismenn Árbæingar eru enn á botni deildarinnar og eina liðið sem hefur ekki unnið leik eftir hraðmótið. Hermann Hreiðarsson þjálfari sagði annan leikinn í röð að hans lið hefði verið frábært en það hefur engu að síður ekki enn skilað sigri.... Bjarna Guðjónsson KR tapaði sínum öðrum leik í sumar og náði ekki að fylgja eftir góðum sigri á Valsmönnum í sjöttu umferð. KR er aðeins búið að skora sex mörk í sjö leikjum og Bjarni verið harðlega gagnrýndur. Nú síðast af föður sínum, Guðjóni Þórðarsyni.Valsmenn fagna í gær.vísir/eyþórTölfræðin og sagan: *Eyjamenn hafa sex fleiri stig eftir sjö umferðir í ár (13) en samanlagt úr fyrstu sjö umferðunum tímabilin 2014 og 2015 (7) *KR hefur tapað fleiri leikjum (3) en liðið hefur unnið (2) í deild og bikar á þessu tímabili. *Á þremur síðustu tímabilum sem KR hefur ekki náð að vinna fleiri en 2 leiki í fyrstu sjö umferðunum (2001, 2007 og 2010) hefur KR skipt um þjálfara. *ÍBV hefur náð í 70 prósent stiga í boði í fyrstu sjö umferðunum á fjórum tímabilum Bjarna Jóhannssonar með liðið (59 af 84). *Bjarni Gunnarsson var fyrir leikinn á móti KR ekki búinn að skora í 35 leikjum í röð í Pepsi-deildinni. *Framherjar KR þeir Morten Beck Andersen og Hólmbert Aron Friðjónsson hafa spilað samtals 737 mínútur í Pepsi-deidlinni í sumar án þess að skora eitt einasta mark. *Bæði mörk Bjarna Gunnarssonar í Pepsi-deildinni hafa komið á móti liðum sem hafa verið þjálfuð af Bjarna Guðjónssyni (á móti Fram 2014 og KR 2016). *Derby Carrillo er fyrsti markvörður ÍBV sem heldur markinu hreinu í tveimur leikjum í röð síðan í september 2013. *Fyrsta sinn sem ÍBV vinnur tvo leiki í röð í Pepsi-deildinni í 22 mánuði eða síðan í ágúst 2014. *KR hefur aðeins skorað í fyrri hálfleik í 4 af síðustu 18 leikjum sínum undir stjórn Bjarna Guðjónssonar í Pepsi-deildinni. *ÍBV var fyrir leikinn búið að spila tíu deildar- (7) og bikarleiki (3) í röð á móti KR án þess að ná að fagna sigri. *KR hefur á síðustu tuttugu árum aðeins tvisvar skorað undir mark í leik í fyrstu sjö umferðunum, 2016 (0,86 mörk í leik) og 2007 (0,71). *Eyjamenn fengu fleiri stig í þessum leik (3) en í síðustu 6 deildarleikjum sínum á móti KR (2) á undan honum. *Fyrsta sinn í sex ár sem KR nær ekki 10 stigum í fyrstu sjö leikjum sínum. *KR-liðið skoraði meira en helmingi færri mörk í fyrstu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni í ár (6) en í fyrstu sjö leikjum sínum í fyrrasumar (13). *Bjarni Jóhannsson hefur unnið 5 af 7 deildarleikjum á móti KR sem þjálfari ÍBV í úrvalsdeildinni *Bjarni Jóhannsson var fyrir leikinn búinn að stýra liðum sínum (Stjarnan, Breiðablik, Grindavík) í 10 deildarleikjum í röð án þess að vinna KR. *ÍBV hefur bara sex sinnum unnið 4 af fyrstu 7 leikjum sínum í efstu deild á undanförnum 20 tímabilum þar af á öllum fjórum tímabilum Bjarna Jóhannssonar sem þjálfara liðsins. *KR-ingar voru fyrir leikinn búnir að skora í 13 deildarleikjum í röð á móti liðum Bjarna Jóhannssonar (Stjarnan, Breiðablik, Grindavík) eða í öllum leikjum frá og með árinu 2002. *KR hefur ekki skorað færri mörk í fyrstu sjö leikjunum í úrvalsdeildinni í 9 ár. *Eyjamenn hafa enn ekki fengið á sig mark í fyrri hálfleik í Pepsi-deildinni í sumar. *Markatala ÍBV í fyrri hálfleik í Pepsi-deildinni í sumar er +5 (5-0). *Miðvörðurinn Indriði Sigurðsson (1) skoraði fleiri mörk í fyrstu sjö lekjum KR í Pepsi-deildinni en framherjarnir Morten Beck Andersen (0) og Hólmbert Aron Friðjónsson (0) til samans. *Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði 2 mörk á fyrstu 140 mínútunum í KR-búningnum en hefur síðan aðeins skorað 1 mark í 13 leikjum eða á samtals 735 mínútum. *KR-ingar hafa aðeins náð í 1 stig af 9 mögulegum á útivelli í Pepsi-deildinni í sumar. *KR-ingar hafa lent 1-0 undir í öllum þremur útileikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. *Lengsta bið KR-inga eftir útisigri (3 leikir) síðan að liðið tapaði þremur fyrstu útileikjum sínum sumarið 2008. *Vikingsliðin skoruðu 67 prósent markanna sem ÍBV fékk á sig í fyrstu sjö umferðum Pepsi-deildarinnar 2016 (4 af 6). *Það hefur verið markalaust í hálfleik í síðustu þremur leikjum ÍBV-liðsins og alls í fimm af síðustu sex leikjum Eyjamanna í Pepsi-deildinni. *Derby Carrillo, markvörður ÍBV, varð fyrsti markvörðurinn sem nær að halda fjórum sinnum hreinu í Pepsi-deildinni í sumar. *Derby Carrillo, markvörður ÍBV, hefur haldið þrisvar hreinu í síðustu fjórum leikjum sínum í Pepsi-deildinni. *6 leikmenn hafa skipt 6 mörkum ÍBV á milli sín á Hásteinsvellinum í Pepsi-deildinni í sumar. *Markatala Eyjamanna í fjórum sigurleikjum liðsins í Pepsi-deildinni er 9-0. *Markatala ÍBV þegar liðið skorar fyrsta markið er +9 (10-1) en þegar mótherjarnir skora fyrsta markið er hún -5 (0-5). *KR hefur ekki fengið á sig meira en eitt mark í síðustu 4 leikjum sínum í Pepsi-deildinni en hefur samt aðeins náð að vinna 1 þeirra. *Annað tap KR í þremur leikjum í Pepsi-deildinni. Í fyrra liðu aldrei minna en 5 leikir á milli tapleikja KR í Pepsi-deildinni. *Eyjamenn hafa fengið 2,6 stig að meðaltali í leik í Pepsi-deildinni í leikjum þar sem þeir skora mark. *ÍBV hefur fengið 13 stig í leikjunum fimm þar sem liðið hefur komist á blað. *Eyjamenn hafa skorað 80 prósent marka sinna í sumar (8 af 10) á annaðhvort fyrstu fimmtán mínútunum (4) eða þeim síðustu tíu (4).Gunnar Jarl dæmdi á Valsvellinum í gær.vísir/eyþórSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli: „Jonni hirti boltann af Kennie og dómarinn ætlaði ekki að dæma neitt. Kennie ákvað að öskra fullum hálsi á aðstoðardómarann sem ákvað svo að dæma brot á Jonna. Hér er dæmt eftir pöntun.“Tryggvi Páll Tryggvason á Ólafsvíkurvelli: „Ótrúlega heimilisleg stemmning hér í Ólafsvík. Hér fyrir utan blaðamannakassann eru eldri menn að skiptast á bransasögum. Færð þetta ekki á Laugardalsvellinum.“Guðmundur Marinó Ingvarsson á Norðurálsvellinum: „Heimamenn nota Metallica til að fýra upp í leikmönnum og stuðningsmönnunum tveimur sem eru komnir 40 mínútum fyrir leik. Og jú, auðvitað er það Enter Sandman.“Tómas Þór Þórðarson á Kópavogsvelli: „FH-ingarnir Aron Pálmarsson og Matthías Vilhjálmsson standa í röð fyrir utan völlinn tilbúnir að borga sig inn. Aron nýbakaður besti leikmaður úrslitahelgi Meistaradeildarinnar en Matthías að spila vel með Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Davíð Þór Viðarsson, FH - 8 Sindri Snær Magnússon, ÍBV - 8 Anton Ari Einarsson, Valur - 8 Hans Viktor Guðmundsson, Fjölnir - 8 Tobias Salquist, Fjölnir - 8 Igor Jugovic, Fjölnir - 8 Arnar Darri Pétursson, Þróttur - 8 Jonathan Glenn, Breiðablik - 3 Vladimir Tufegdzic, Víkingur R. - 3Umræðan á #Pepsi365Ætli það verði Hemma til happs að brottrekstrar í miðju móti hafa almennt ekki verið vel lukkaðir? Kef á síðasta ári hörmung. #pepsi365— Árni Freyr Helgason (@arnifreyr8) June 6, 2016 Býð skagamenn velkomna í Sigurðar Óla klúbbinn #pepsi365 #fotbolti— Hilmar Æ Þórðarson (@drhilmar) June 5, 2016 Legg til að 365 hendi í eina coachCAM á Bjarna Guðjóns til sýna hvað hann eyðir mörgum mínútum af leiknum í að tuða í 4 dómara. #pepsi365— Valgeir Y. Árnason (@Vallarinn) June 5, 2016 Er Davíð Þór besti Færeyingurinn sem hefur spilað í Pepsi-deildinni? #Fotbolti #Pepsi365— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) June 5, 2016 Er mögulega kominn tími á sprotadómara í pepsídeildinni, eflaust auðveldara í framkvæmd en marklínutækni #hemmikallinn #pepsi365— Hilmar Æ Þórðarson (@drhilmar) June 5, 2016 Væri fínt ef ubk myndi banna reykingar á vellinum #fotboltinet #pepsi365— Ómar Ingi (@OmarIngiGud) June 5, 2016 Úrslit seinustu daga sýna að Gamli Skólinn er málið í fótboltanum í dag. Vantar meira af honum. #Valur #ÍBV #Lars #fotboltinet #pepsi365— Stefán Árnason (@StefanArnason) June 5, 2016 kr eða réttara sagt Bjarni G tapaði fyrir rándýru liði ÍBV. Rándýr geta verið varasöm.— E.Börkur Edvards (@borkur_e) June 4, 2016 Mark 7. umferðar - Igor Jugovic, Fjölnir Leikmaður 7. umferðar - Arnar Darri Pétursson, Þróttur Atvik 7. umferðar - Sigurmark Þróttara Markasyrpa 7. umferðar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gunnlaugur: Það sjá þetta allir Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA var að vonum allt annað en sáttur við sigurmark Þróttar á Akranesi í kvöld. 5. júní 2016 22:30 Milos: Ég vil helst gleyma þessum leik Milos Milojevic þjálfari Víkinga gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tapið gegn Fjölni í kvöld. Víkingar sitja í 9.sæti deildarinnar eftir tapið. 5. júní 2016 22:27 Arnar Darri: Ég er best geymda leyndarmálið Arnar Darri Pétursson kom inn í byrjunarlið Þróttar og greip tækifærið með báðum höndum en hann hélt hreinu í sigri Þróttar á ÍA í kvöld og var mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum. 5. júní 2016 22:31 Davíð Þór gæti spilað fyrir Færeyjar: Amma yrði mjög sátt með mig Færeyski landsliðsþjálfarinn vill fá Viðarsson-bræður til að spila fyrir Færeyjar og það kemur vel til greina að verða við þeirri ósk. 5. júní 2016 22:17 Veigar Páll: Lofa þér því að það er ekkert panik hjá Stjörnumönnum Veigar Páll Gunnarsson hefur ekki áhyggjur þótt Stjarnan hafi tapað tveimur leikjum í röð. 5. júní 2016 19:30 Bjarni um gagnrýni föður síns: „Get lítið pælt í því sem honum finnst“ „Ég held að þetta hafi verið hnífru sem Bjarni hafði ekki sérstakan áhuga á,“ segir Hjörvar Hafliðason. 5. júní 2016 22:27 Hetja Ólsara: Dilly Ding Dilly Dong Björn Pálsson skaut Víkingum á topp Pepsi-deildar karla þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Fylki. 5. júní 2016 20:12 Guðjón Þórðarson hjólar í KR: Ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, fer hörðum orðum um frammistöðu KR í tapinu gegn ÍBV á Facebook-síðu sinni. 4. júní 2016 22:21 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Gunnlaugur: Það sjá þetta allir Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA var að vonum allt annað en sáttur við sigurmark Þróttar á Akranesi í kvöld. 5. júní 2016 22:30
Milos: Ég vil helst gleyma þessum leik Milos Milojevic þjálfari Víkinga gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tapið gegn Fjölni í kvöld. Víkingar sitja í 9.sæti deildarinnar eftir tapið. 5. júní 2016 22:27
Arnar Darri: Ég er best geymda leyndarmálið Arnar Darri Pétursson kom inn í byrjunarlið Þróttar og greip tækifærið með báðum höndum en hann hélt hreinu í sigri Þróttar á ÍA í kvöld og var mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum. 5. júní 2016 22:31
Davíð Þór gæti spilað fyrir Færeyjar: Amma yrði mjög sátt með mig Færeyski landsliðsþjálfarinn vill fá Viðarsson-bræður til að spila fyrir Færeyjar og það kemur vel til greina að verða við þeirri ósk. 5. júní 2016 22:17
Veigar Páll: Lofa þér því að það er ekkert panik hjá Stjörnumönnum Veigar Páll Gunnarsson hefur ekki áhyggjur þótt Stjarnan hafi tapað tveimur leikjum í röð. 5. júní 2016 19:30
Bjarni um gagnrýni föður síns: „Get lítið pælt í því sem honum finnst“ „Ég held að þetta hafi verið hnífru sem Bjarni hafði ekki sérstakan áhuga á,“ segir Hjörvar Hafliðason. 5. júní 2016 22:27
Hetja Ólsara: Dilly Ding Dilly Dong Björn Pálsson skaut Víkingum á topp Pepsi-deildar karla þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Fylki. 5. júní 2016 20:12
Guðjón Þórðarson hjólar í KR: Ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, fer hörðum orðum um frammistöðu KR í tapinu gegn ÍBV á Facebook-síðu sinni. 4. júní 2016 22:21