Húðflúr í sólinni Óttar Guðmundsson skrifar 4. júní 2016 07:00 Sólin skín í heiði hér í Svíþjóð. Allir útiveitingastaðir eru fullir af háværu fólki sem drekkur bjór og pírir augun framan í heiminn. Flestir eru léttklæddir, karlarnir á hlýrabolum og konurnar í stuttbuxum og litaglöðum bolum eða blússum. Hvert sem litið er blasir við bert hold og dulið húðflúr vaknar til lífs. Á uppeldisárum mínum var húðflúr einkamál sjómanna. Þeir sigldu til ókunnra hafnarborga þar sem húðflúrarar teiknuðu myndir á upphandleggi og bringu. Legsteinn með áletruninni “Sailors grave” eða hjarta með ör sem á var skrifað mamma eða nafn einhverrar kærustu, voru vinsælustu mótífin. Smám saman náðu húðflúrin almennri útbreiðslu. Þau urðu tískufyrirbæri og fjölmargir létu skreyta líkama sinn með myndum og táknum. Það er skemmtilegt að virða fyrir sér allt þetta sænska húðflúr sem birtist í sólskininu. Öll tíska er barn síns tíma, það sem er hipp og kúl í dag er yfirgengilega hallærislegt á morgun. Sjómaður með mynd af legsteini á upphandleggnum líkist manni á sauðskinnsskóm innan um nútímafólk. Miðaldra kona með húskúpu framan á lærinu er eins og tímaskekkja á veitingastaðnum. Alls konar kínversk tákn, sem enginn veit hvað þýða, minna á tískubylgju sem gengin er yfir. Vandamál húðflúrsins er varanleikinn. Það er erfitt að laga það og nánast útilokað að ná því af sér. Öll tíska breytist sem gerir þessi gömlu húðflúr svo sorgleg og gamaldags. Þau gera engan mann glaðan nema kannski húðlæknana sem þéna mikla peninga á leisertækjum sínum við að eyða eða má burt myndir sem einu sinni voru toppurinn á tilverunni. Tattúið hefur tilhneigingu til að eldast illa og verða smám saman sýnileg og varanleg áminning um gömul bernskubrek. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun
Sólin skín í heiði hér í Svíþjóð. Allir útiveitingastaðir eru fullir af háværu fólki sem drekkur bjór og pírir augun framan í heiminn. Flestir eru léttklæddir, karlarnir á hlýrabolum og konurnar í stuttbuxum og litaglöðum bolum eða blússum. Hvert sem litið er blasir við bert hold og dulið húðflúr vaknar til lífs. Á uppeldisárum mínum var húðflúr einkamál sjómanna. Þeir sigldu til ókunnra hafnarborga þar sem húðflúrarar teiknuðu myndir á upphandleggi og bringu. Legsteinn með áletruninni “Sailors grave” eða hjarta með ör sem á var skrifað mamma eða nafn einhverrar kærustu, voru vinsælustu mótífin. Smám saman náðu húðflúrin almennri útbreiðslu. Þau urðu tískufyrirbæri og fjölmargir létu skreyta líkama sinn með myndum og táknum. Það er skemmtilegt að virða fyrir sér allt þetta sænska húðflúr sem birtist í sólskininu. Öll tíska er barn síns tíma, það sem er hipp og kúl í dag er yfirgengilega hallærislegt á morgun. Sjómaður með mynd af legsteini á upphandleggnum líkist manni á sauðskinnsskóm innan um nútímafólk. Miðaldra kona með húskúpu framan á lærinu er eins og tímaskekkja á veitingastaðnum. Alls konar kínversk tákn, sem enginn veit hvað þýða, minna á tískubylgju sem gengin er yfir. Vandamál húðflúrsins er varanleikinn. Það er erfitt að laga það og nánast útilokað að ná því af sér. Öll tíska breytist sem gerir þessi gömlu húðflúr svo sorgleg og gamaldags. Þau gera engan mann glaðan nema kannski húðlæknana sem þéna mikla peninga á leisertækjum sínum við að eyða eða má burt myndir sem einu sinni voru toppurinn á tilverunni. Tattúið hefur tilhneigingu til að eldast illa og verða smám saman sýnileg og varanleg áminning um gömul bernskubrek.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun