Airbnb-lögin samþykkt: Heimilt að sekta um allt að milljón Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. júní 2016 12:30 Fjöldi íslenskra gistirýma í gegnum Airbnb jókst um 126 prósent milli áranna 2014 og 2015. vísir/vilhelm Alþingi samþykkti í gær breytingar á lögum um veitingastaði gististaði og skemmtanahald. Frumvarpið var stjórnarfrumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra en í almennum umræðum hefur það iðulega verið kennt við forritið Airbnb. Breytingarnar taka gildi næstu áramót. Ráðist var í breytingarnar í kjölfar mikillar aukningar á skráningu íbúða á síðum á borð við Airbnb. Fjárfestingar í hótelgeiranum hafa ekki fylgt eftir vextinum í fjölda ferðamanna og grundvöllur því fyrir vöxt á þessu sviði. Í skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu kemur meðal annars fram að framboð gistirýma í gegnum Airbnb hefði aukist um 126 prósent milli áranna 2014 og 2015. Velta af útleigu í gegnum forritið er talin nema um 2,2 milljörðum. Lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. Þá mega heildartekjur af útleigunni ekki fara yfir eina milljón króna. Með öðrum orðum, til að leigja íbúðina út alla dagana níutíu, án þess að fara yfir tekjuhármarkið, má verð fyrir nóttina ekki fara yfir 11.111 krónur fyrir hverja nótt. Í ítarlegri úttekt Vísis og Íslands í dag á Airbnb-borginni Reykjavík kemur fram að meðalverð á nótt í íbúð í Reykjavík nemi tæpum 17.500 krónum. Það er því ljóst að ansi margir munu þurfa að lækka verð sitt eða fækka útleigudögum til að fara ekki yfir það hámark sem lögin setja.Hér að neðan má sjá kort sem sýnir staðsetningu Airbnb-gististaða í Reykjavík.Samkvæmt lögunum þarf hver sá sem býður upp á heimagistingu að tilkynna sýslumanni í sínu umdæmi að hann hyggist leigja út fasteign í sinni eigu. Sú fasteign þarf að hafa verið samþykkt sem íbúðarhúsnæði og fullnægja skilyrðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Skráningu þessa þarf að endurnýja á ári hverju og er skráningargjald 8.000 krónur ár hvert. Það er talsverð breyting frá fyrra fyrirkomulagi en eins og staðan er nú er skylt að vera með rekstarleyfi til að standa í útleigu gegnum Airbnb. Aðeins rétt tæp tíu prósent þeirra sem staðið hafa í slíkum rekstri eru með slíkt leyfi. Hverjum aðila skal úthlutað númeri og verður skylt að láta það fylgja við markaðssetningu og kynningu á bókunarsíðum og auglýsingum hvers konar. Sýslumanni ber að birta lista yfir skráðar heimagistingar á heimasíðu sinni og í miðlægum gagnagrunni. Verði sýslumaður þess uppvís að því að fasteignareigandi bjóði húsnæði sitt til útleigu í lengri tíma en níutíu daga á ári, eða að tekjur hans af útleigunni fari yfir milljón á ári, skal taka eigninga af skrá. Í lögunum er kveðið á um að hver sá sem rekur heimagistinu án skráningar, eða láist að láta áðurnefnt skráningarnúmer fylgja auglýsingum, skuli sæta sektum. Gildir þá einu hvort brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Sektirnar nema minnst 10.000 krónum en mest einni milljón króna. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44 Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47 Aðeins þrettán prósent þeirra sem bjóða heimagistingu með leyfi Samtök ferðaþjónustunnar eru ekki andsnúin heimagistingu, líkt og boðið er upp á á Airbnb og sambærilegum vefsíðum, segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Heldur vilja samtökin að myndaður verði enn skýrari rammi utan um atvinnustarfsemina. 9. maí 2016 07:00 Hætta á „Disney-væðingu“ miðbæjarins verði ekkert gert Breski miðillinn The Guardian fjallar um Airbnb-frumvarpið og stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi. 30. maí 2016 11:00 Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær breytingar á lögum um veitingastaði gististaði og skemmtanahald. Frumvarpið var stjórnarfrumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra en í almennum umræðum hefur það iðulega verið kennt við forritið Airbnb. Breytingarnar taka gildi næstu áramót. Ráðist var í breytingarnar í kjölfar mikillar aukningar á skráningu íbúða á síðum á borð við Airbnb. Fjárfestingar í hótelgeiranum hafa ekki fylgt eftir vextinum í fjölda ferðamanna og grundvöllur því fyrir vöxt á þessu sviði. Í skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu kemur meðal annars fram að framboð gistirýma í gegnum Airbnb hefði aukist um 126 prósent milli áranna 2014 og 2015. Velta af útleigu í gegnum forritið er talin nema um 2,2 milljörðum. Lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. Þá mega heildartekjur af útleigunni ekki fara yfir eina milljón króna. Með öðrum orðum, til að leigja íbúðina út alla dagana níutíu, án þess að fara yfir tekjuhármarkið, má verð fyrir nóttina ekki fara yfir 11.111 krónur fyrir hverja nótt. Í ítarlegri úttekt Vísis og Íslands í dag á Airbnb-borginni Reykjavík kemur fram að meðalverð á nótt í íbúð í Reykjavík nemi tæpum 17.500 krónum. Það er því ljóst að ansi margir munu þurfa að lækka verð sitt eða fækka útleigudögum til að fara ekki yfir það hámark sem lögin setja.Hér að neðan má sjá kort sem sýnir staðsetningu Airbnb-gististaða í Reykjavík.Samkvæmt lögunum þarf hver sá sem býður upp á heimagistingu að tilkynna sýslumanni í sínu umdæmi að hann hyggist leigja út fasteign í sinni eigu. Sú fasteign þarf að hafa verið samþykkt sem íbúðarhúsnæði og fullnægja skilyrðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Skráningu þessa þarf að endurnýja á ári hverju og er skráningargjald 8.000 krónur ár hvert. Það er talsverð breyting frá fyrra fyrirkomulagi en eins og staðan er nú er skylt að vera með rekstarleyfi til að standa í útleigu gegnum Airbnb. Aðeins rétt tæp tíu prósent þeirra sem staðið hafa í slíkum rekstri eru með slíkt leyfi. Hverjum aðila skal úthlutað númeri og verður skylt að láta það fylgja við markaðssetningu og kynningu á bókunarsíðum og auglýsingum hvers konar. Sýslumanni ber að birta lista yfir skráðar heimagistingar á heimasíðu sinni og í miðlægum gagnagrunni. Verði sýslumaður þess uppvís að því að fasteignareigandi bjóði húsnæði sitt til útleigu í lengri tíma en níutíu daga á ári, eða að tekjur hans af útleigunni fari yfir milljón á ári, skal taka eigninga af skrá. Í lögunum er kveðið á um að hver sá sem rekur heimagistinu án skráningar, eða láist að láta áðurnefnt skráningarnúmer fylgja auglýsingum, skuli sæta sektum. Gildir þá einu hvort brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Sektirnar nema minnst 10.000 krónum en mest einni milljón króna.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44 Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47 Aðeins þrettán prósent þeirra sem bjóða heimagistingu með leyfi Samtök ferðaþjónustunnar eru ekki andsnúin heimagistingu, líkt og boðið er upp á á Airbnb og sambærilegum vefsíðum, segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Heldur vilja samtökin að myndaður verði enn skýrari rammi utan um atvinnustarfsemina. 9. maí 2016 07:00 Hætta á „Disney-væðingu“ miðbæjarins verði ekkert gert Breski miðillinn The Guardian fjallar um Airbnb-frumvarpið og stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi. 30. maí 2016 11:00 Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44
Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47
Aðeins þrettán prósent þeirra sem bjóða heimagistingu með leyfi Samtök ferðaþjónustunnar eru ekki andsnúin heimagistingu, líkt og boðið er upp á á Airbnb og sambærilegum vefsíðum, segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Heldur vilja samtökin að myndaður verði enn skýrari rammi utan um atvinnustarfsemina. 9. maí 2016 07:00
Hætta á „Disney-væðingu“ miðbæjarins verði ekkert gert Breski miðillinn The Guardian fjallar um Airbnb-frumvarpið og stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi. 30. maí 2016 11:00
Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01