Swift, 26 ára, og Harris, 32 ára, eru bæði risastór nöfn í tónlistarheiminum en samband þeirra hafði varað í rúmlega ár. Í mars síðastliðnum héldu þau upp á árs sambandsafmæli sitt á hitabeltisströnd og í apríl komu þau fram saman á Coachella hátíðinni.
„Ég er sambandi núna sem er töfrum líkast. Sem stendur vil ég að það sé aðeins okkar og ekki í sviðsljósinu,“ sagði Swift fyrir skemmstu í viðtali við Vogue.
Fyrir skemmstu lenti Harris í bílslysi og þurfti að dveljast nokkra daga á sjúkrahúsi sökum þess. Þá þurfti hann einnig að aflýsa nokkrum tónleikum. Hvort það hafi haft áhrif á sambandið skal ósagt látið.