Lífið

Safna fólki í vatnsslag á sjómannadaginn

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vatnsslagnum í fyrra.
Frá vatnsslagnum í fyrra.
Haldinn verður vatnsslagur á Ingólfstorgi á sjómannadaginn þar sem barist verður með vatnsbyssum, blöðrum og fötum. Tíu manns verða í liði og þátttakendur fá pollagalla lánaða. Keppt verður á 15 mínútna fresti og fyrsta liðið til að klára vantsbirgðir sínar vinnur.

Það er 66°Norður sem stendur fyrir vatnsslagnum og mun skráning fara fram á Facebook síðu fyrirtækisins. Sérstaklega er leitað eftir því að sjómenn taki þátt.

„Í fyrra héldum við vatnsslaginn á sumardaginn fyrsta við góðar undirtektir. Í ár ákváðum við að færa þetta lengra inn í sumarið og tengja við sjómannadaginn enda spilar sjóklæðnaðurinn stóran þátt í sögu fyrirtækisins en 66°Norður hefur klætt íslenska sjómenn síðan 1926. Það væri virkilega skemmtilegt að sjá áhafnir á meðal þátttakenda á sunnudaginn," segir Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66°Norður.

„Það má segja að hér sé tækifæri fyrir fólk að upplifa gamlar minningar af vatnsstríðum á góðviðrisdögum. Nú verður þetta tekið á næsta stig á sunnudaginn í liðakeppni þar sem keppt verður með vatnsbyssum, vatnsblöðrum og vatnsfötum. Það verður enginn verri þótt hann vökni á sunnudaginn," segir Fannar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×