Lífið

Ungfrú Bretland svipt titlinum fyrir munnmök í sjónvarpsþætti

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP/Youtube
Zara Holland hefur verið svipt titlinum Ungfrú Bretland. Það var gert eftir að hún svaf hjá öðrum þátttakenda í raunveruleikaþættinum Love Island. Forsvarsmenn Ungfrú Bretlands segja ákvörðunina hafa verið erfiða. Þau hafi ekkert á móti kynlífi en geti ekki horft fram hjá atvikinu.

Þrátt fyrir að kynlífið hafi ekki beinlínis verið sýnt í þættinum á miðvikudaginn, var það sterklega gefið í skyn og kom fram í samtölum annarra þátttakenda Love Island. Samkvæmt frétt Guardian horfðu um milljón manns á þáttinn þegar hann var sýndur. Ákvörðunin um að svipta Holland titlinum var tekin í dag.

Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd og þá sérstaklega þar sem forsvarsmenn Ungfrú Bretlands hafi komið að því að Holland, sem er tuttugu ára gömul, tæki þátt í þáttunum. Um 70 myndavélar eru notaðar til að fylgjast með þátttakendum þáttanna öllum stundum. Þátttakendur eru látnir deila rúmum og hefur þúsund smokkum verið komið fyrir víðsvegar um húsið sem þátttakendurnir búa í.

Búið er að segja Holland frá ákvörðuninni og hefur hún ákveðið að halda áfram þátttöku sinni í Love Island.

Í rauninni eru þátttakendur í keppni um að komast í samband með öðrum þátttakendum þar sem sá sem hefur verið lengst án þess að byrja í sambandi á á hættu að vera sendur heim og missa af 50 þúsund punda verðlaunaféi.

Amelia Perrin, sem tók einnig þátt í Ungfrú Bretland hefur komið Holland til varnar og segir þá ákvörðun að svipta hana titlinum vera ranga. Hún segir Love Island einfaldlega vera hannaðan til að fá þátttakendur til að stunda kynlíf fyrir framan myndavélar og að forsvarsmenn Ungfrú Bretlands hafi komið að því að Zara Holland tæki þátt.

Þar að auki hefur Caroline Flack, kynnir Love Island, gagnrýnt að Holland hafi verið svipt tiltlinum. Flack segir keppnina Ungfrú Bretland vera tímaskekkju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×