Lífið

Fékk að fljúga með pabba sínum í leikskólann

Bjarki Ármannsson skrifar
Leon virðist hafa verið kampakátur með lífsreynsluna, líkt og búast mætti við.
Leon virðist hafa verið kampakátur með lífsreynsluna, líkt og búast mætti við. Mynd/Gísli Steinar Jóhannesarson
Sumir leikskólakrakkar ganga sjálfir í skólann á morgnana. Aðrir fá far í bíl foreldra sinna. Og enn aðrir, líkt og hinn sex ára gamli Leon Páll Gíslason, fá að fljúga þangað í veðurblíðunni með pabba sínum.

Þessum skemmtilegu myndum deilir Gísli Steinar Jóhannesson, svifvængjakennari í Vík, á Facebook-síðu sinni í dag en hann bauð syni sínum upp á sitt fyrsta flug í góða veðrinu í morgun á leið í leikskólann.

Leon virðist hafa verið kampakátur með lífsreynsluna, líkt og búast mætti við, og hefur honum sjálfsagt ekki þótt leiðinlegt að segja skólafélögunum frá ferðinni sinni í skólann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×