Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - KR 3-1 | Fjölnismenn á toppinn Ingvi Þór Sæmundsson á Extra-vellinum skrifar 15. júní 2016 22:00 Fjölnir er kominn á topp Pepsi-deildar karla eftir 3-1 sigur á KR á heimavelli í kvöld. Þetta var fjórði sigur Fjölnis í jafnmörgum leikjum á heimavelli í sumar en Grafarvogsbúar hafa aðeins tapað fjórum af 26 heimaleikjum sínum síðan þeir komu upp í Pepsi-deildina 2014. KR komst yfir með marki Michaels Præst á 27. mínútu en landi hans, Martin Lund Pedersen, jafnaði metin einni mínútu fyrir hálfleik. Gunnar Már Guðmundsson kom Fjölni yfir á 52. mínútu og 20 mínútum síðar gulltryggði varamaðurinn Marcus Solberg sigur heimamanna þegar hann skallaði fyrirgjöf Birnis Snæs Ingasonar í netið. Fjölnir er sem áður sagði á toppnum en KR-ingar eru í 8. sæti með aðeins níu stig.Af hverju vann Fjölnir? Það er góður taktur í Fjölnisliðinu og jafnvel þótt það hafi lent í vandræðum á köflum í leiknum í kvöld héldu Grafarvogsstrákarnir alltaf haus. Fjölnismenn voru í sendingavandræðum í upphafi leiks en voru þó hættulegri en KR-ingar sem komust yfir eftir tæpan hálftíma. Skömmu síðar fór Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, meiddur af velli og við það kom óöryggi í varnarleik Vesturbæinga sem vörðust afar illa það sem eftir lifði leiks. Fjölnismenn byrjuðu seinni hálfleikinn vel og náðu forystunni en eftir það virtust þeir ekki vissir hvort þeir ætluðu að liggja til baka eða halda áfram að sækja. Heimamenn gerðu hvorugt og gestirnir fengu tvö úrvals færi til að skora en nýttu þau ekki. Solberg kláraði svo dæmið eftir frábæra skyndisókn Fjölnismanna sem voru einfaldlega meira afgerandi í vítateigunum í kvöld.Þessir stóðu upp úr Hinn 19 ára gamli Birnir Snær Ingason var mjög hættulegur á hægri kantinum hjá Fjölni. Strákurinn fór reyndar illa með gott færi í fyrri hálfleik en bætti upp fyrir það með því að leggja þriðja mark Fjölnismanna upp með glæsilegri fyrirgjöf á Solberg. Daniel Ivanovski og Tobias Salquist áttu mjög fínan leik í hjarta Fjölnisvarnarinnar sem og Mario Tadejevic í vinstri bakverðinum. Viðar Ari Jónsson var í vandræðum með Denis Fazlagic, besta mann KR, í fyrri hálfleik en var góður í þeim seinni. Þórður Ingason var á köflum tæpur í úthlaupum en varði þrisvar sinnum mjög vel. Gunnar Már var líka öflugur á miðjunni og skoraði dýrmætt mark.Hvað gekk illa? KR-ingar eru í tómum vandræðum. Sóknarleikurinn hefur verið þeirra Akkilesarhæll en í kvöld klikkaði varnarleikurinn líka. Indriði skildi eftir sig stórt skarð og Fjölnismenn óðu nánast óáreittir upp hægri kantinn í seinni hálfleik. Framherjar KR eru svo sér kapítuli út af fyrir sig. Morten Beck Andersen var ósýnilegur þær 65 mínútur sem hann spilaði og á enn eftir að skora í sumar. Hólmbert Aron Friðjónsson, sem er líka markalaus, kom inn á fyrir Danann og var hættulegri. Hann komst í dauðafæri fjórum mínútum fyrir leikslok en Þórður varði frá honum. Voða fyrirsjáanleg niðurstaða hjá ísköldum framherja.Hvað gerist næst? Fjölnismenn verða á toppnum allavega í sólarhring en FH getur endurheimt toppsætið með sigri á Val á morgun. Ágúst Gylfason getur verið sáttur með uppskeruna hingað til og honum hefur enn og aftur tekist að púsla saman hörkuliði. KR-ingar eru hins vegar í tómu tjóni, með níu stig í 8. sæti og hafa aðeins skorað sjö mörk í leikjunum átta í sumar. Allur krafturinn og takturinn sem var í liðinu undir lok undirbúningstímabilsins er farin og lausnin virðist ekki í sjónmáli.Ágúst: Bónus að vera á toppnum Það var létt yfir Ágústi Gylfasyni, þjálfara Fjölnis, eftir sigur hans manna á KR í kvöld. „Þetta var sætur sigur og í fyrsta sinn í sumar snerum við blaðinu við eftir að hafa lent undir og gerðum það vel,“ sagði Ágúst. En gekk allt upp sem hann lagði upp með fyrir leikinn? „Við byrjuðum ekki nógu vel og KR-ingar gengu á lagið og komust verðskuldað yfir. Svo breytist eitthvað í hálfleik hjá okkur, hvort sem það var ræðan hjá mér eða ekki, þá breyttist hugarfarið hjá strákunum. Mér fannst þeir standa sig virkilega vel.“ Ágúst segir að þriðja markið hafi komið á góðum tíma en KR-ingar voru búnir að ógna talsvert áður en Marcus Solberg skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf Birnis Snæs Ingasonar á 72. mínútu. „Við héldum einbeitingu og gerðum þetta þriðja mark sem ég var mjög ánægður með. Birnir kom með frábæra fyrirgjöf og Marcus setti hann í netið,“ sagði Ágúst sem er ánægður með að vera á toppnum í Pepsi-deildinni. „Það er smá bónus í því og nú fáum við smá frí.“Bjarni: Þurfum að leysa úr þessari flækju Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, bar sig vel þrátt fyrir 3-1 tap fyrir Fjölni í Grafarvoginum í kvöld. „Við gerðum of mikið af mistökum, nýtum ekki færin okkar og fengum á okkur klaufaleg mörk. Þá eigum við lítið skilið út úr leikjunum,“ sagði Bjarni eftir leik. Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, fór meiddur af velli skömmu eftir að KR-ingar komust yfir og það riðlaði leik Vesturbæinga. „Það var auðvitað ekki gott að missa Indriða út af. En Aron [Bjarki Jósepsson] kom inn á og leysti stöðuna alveg ágætlega. Þetta á ekki að vera nein einasta afsökun fyrir okkur,“ sagði Bjarni sem var sérstaklega ósáttur við þriðja mark Fjölnis. „Í þriðja markinu reynum við að troða boltanum í gegnum ómögulega stöðu í staðinn fyrir að fara aftur fyrir þá eða breitt þar sem þeir voru hátt uppi á vellinum. Þeir vinna boltann og hlaupa upp þegar við erum með bakvörðinn út úr stöðu. Annars fannst mér við ráða ágætlega við þá og þeir áttu ekkert margar sóknir en nýttu sín færi.“ Arnar Gunnlaugsson er nýr meðlimur í þjálfarateymi KR-inga og verður með þeim út tímabilið. En hver er hugsunin á bak við þá ráðningu? „Guðmundur [Benediktsson] er að vinna mikið fyrir Símann akkúrat núna og er mikið úti í Frakklandi þannig að við þurftum bara fleiri augu og hendur á æfingasvæðinu,“ sagði Bjarni sem hefur þrátt fyrir allt trú á því sem KR er að gera en liðið situr í 8. sæti Pepsi-deildarinnar með aðeins níu stig eftir átta leiki. „Við þurfum fyrst og fremst að standa saman og halda áfram að vinna okkur í gegnum erfiðleikana. Það þýðir lítið að vorkenna sér og benda á einhvern annan. Nú þarf hver að líta í eigin barm og við byrjum strax í fyrramálið að reyna að leysa úr þessari flækju,“ sagði þjálfarinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Fjölnir er kominn á topp Pepsi-deildar karla eftir 3-1 sigur á KR á heimavelli í kvöld. Þetta var fjórði sigur Fjölnis í jafnmörgum leikjum á heimavelli í sumar en Grafarvogsbúar hafa aðeins tapað fjórum af 26 heimaleikjum sínum síðan þeir komu upp í Pepsi-deildina 2014. KR komst yfir með marki Michaels Præst á 27. mínútu en landi hans, Martin Lund Pedersen, jafnaði metin einni mínútu fyrir hálfleik. Gunnar Már Guðmundsson kom Fjölni yfir á 52. mínútu og 20 mínútum síðar gulltryggði varamaðurinn Marcus Solberg sigur heimamanna þegar hann skallaði fyrirgjöf Birnis Snæs Ingasonar í netið. Fjölnir er sem áður sagði á toppnum en KR-ingar eru í 8. sæti með aðeins níu stig.Af hverju vann Fjölnir? Það er góður taktur í Fjölnisliðinu og jafnvel þótt það hafi lent í vandræðum á köflum í leiknum í kvöld héldu Grafarvogsstrákarnir alltaf haus. Fjölnismenn voru í sendingavandræðum í upphafi leiks en voru þó hættulegri en KR-ingar sem komust yfir eftir tæpan hálftíma. Skömmu síðar fór Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, meiddur af velli og við það kom óöryggi í varnarleik Vesturbæinga sem vörðust afar illa það sem eftir lifði leiks. Fjölnismenn byrjuðu seinni hálfleikinn vel og náðu forystunni en eftir það virtust þeir ekki vissir hvort þeir ætluðu að liggja til baka eða halda áfram að sækja. Heimamenn gerðu hvorugt og gestirnir fengu tvö úrvals færi til að skora en nýttu þau ekki. Solberg kláraði svo dæmið eftir frábæra skyndisókn Fjölnismanna sem voru einfaldlega meira afgerandi í vítateigunum í kvöld.Þessir stóðu upp úr Hinn 19 ára gamli Birnir Snær Ingason var mjög hættulegur á hægri kantinum hjá Fjölni. Strákurinn fór reyndar illa með gott færi í fyrri hálfleik en bætti upp fyrir það með því að leggja þriðja mark Fjölnismanna upp með glæsilegri fyrirgjöf á Solberg. Daniel Ivanovski og Tobias Salquist áttu mjög fínan leik í hjarta Fjölnisvarnarinnar sem og Mario Tadejevic í vinstri bakverðinum. Viðar Ari Jónsson var í vandræðum með Denis Fazlagic, besta mann KR, í fyrri hálfleik en var góður í þeim seinni. Þórður Ingason var á köflum tæpur í úthlaupum en varði þrisvar sinnum mjög vel. Gunnar Már var líka öflugur á miðjunni og skoraði dýrmætt mark.Hvað gekk illa? KR-ingar eru í tómum vandræðum. Sóknarleikurinn hefur verið þeirra Akkilesarhæll en í kvöld klikkaði varnarleikurinn líka. Indriði skildi eftir sig stórt skarð og Fjölnismenn óðu nánast óáreittir upp hægri kantinn í seinni hálfleik. Framherjar KR eru svo sér kapítuli út af fyrir sig. Morten Beck Andersen var ósýnilegur þær 65 mínútur sem hann spilaði og á enn eftir að skora í sumar. Hólmbert Aron Friðjónsson, sem er líka markalaus, kom inn á fyrir Danann og var hættulegri. Hann komst í dauðafæri fjórum mínútum fyrir leikslok en Þórður varði frá honum. Voða fyrirsjáanleg niðurstaða hjá ísköldum framherja.Hvað gerist næst? Fjölnismenn verða á toppnum allavega í sólarhring en FH getur endurheimt toppsætið með sigri á Val á morgun. Ágúst Gylfason getur verið sáttur með uppskeruna hingað til og honum hefur enn og aftur tekist að púsla saman hörkuliði. KR-ingar eru hins vegar í tómu tjóni, með níu stig í 8. sæti og hafa aðeins skorað sjö mörk í leikjunum átta í sumar. Allur krafturinn og takturinn sem var í liðinu undir lok undirbúningstímabilsins er farin og lausnin virðist ekki í sjónmáli.Ágúst: Bónus að vera á toppnum Það var létt yfir Ágústi Gylfasyni, þjálfara Fjölnis, eftir sigur hans manna á KR í kvöld. „Þetta var sætur sigur og í fyrsta sinn í sumar snerum við blaðinu við eftir að hafa lent undir og gerðum það vel,“ sagði Ágúst. En gekk allt upp sem hann lagði upp með fyrir leikinn? „Við byrjuðum ekki nógu vel og KR-ingar gengu á lagið og komust verðskuldað yfir. Svo breytist eitthvað í hálfleik hjá okkur, hvort sem það var ræðan hjá mér eða ekki, þá breyttist hugarfarið hjá strákunum. Mér fannst þeir standa sig virkilega vel.“ Ágúst segir að þriðja markið hafi komið á góðum tíma en KR-ingar voru búnir að ógna talsvert áður en Marcus Solberg skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf Birnis Snæs Ingasonar á 72. mínútu. „Við héldum einbeitingu og gerðum þetta þriðja mark sem ég var mjög ánægður með. Birnir kom með frábæra fyrirgjöf og Marcus setti hann í netið,“ sagði Ágúst sem er ánægður með að vera á toppnum í Pepsi-deildinni. „Það er smá bónus í því og nú fáum við smá frí.“Bjarni: Þurfum að leysa úr þessari flækju Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, bar sig vel þrátt fyrir 3-1 tap fyrir Fjölni í Grafarvoginum í kvöld. „Við gerðum of mikið af mistökum, nýtum ekki færin okkar og fengum á okkur klaufaleg mörk. Þá eigum við lítið skilið út úr leikjunum,“ sagði Bjarni eftir leik. Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, fór meiddur af velli skömmu eftir að KR-ingar komust yfir og það riðlaði leik Vesturbæinga. „Það var auðvitað ekki gott að missa Indriða út af. En Aron [Bjarki Jósepsson] kom inn á og leysti stöðuna alveg ágætlega. Þetta á ekki að vera nein einasta afsökun fyrir okkur,“ sagði Bjarni sem var sérstaklega ósáttur við þriðja mark Fjölnis. „Í þriðja markinu reynum við að troða boltanum í gegnum ómögulega stöðu í staðinn fyrir að fara aftur fyrir þá eða breitt þar sem þeir voru hátt uppi á vellinum. Þeir vinna boltann og hlaupa upp þegar við erum með bakvörðinn út úr stöðu. Annars fannst mér við ráða ágætlega við þá og þeir áttu ekkert margar sóknir en nýttu sín færi.“ Arnar Gunnlaugsson er nýr meðlimur í þjálfarateymi KR-inga og verður með þeim út tímabilið. En hver er hugsunin á bak við þá ráðningu? „Guðmundur [Benediktsson] er að vinna mikið fyrir Símann akkúrat núna og er mikið úti í Frakklandi þannig að við þurftum bara fleiri augu og hendur á æfingasvæðinu,“ sagði Bjarni sem hefur þrátt fyrir allt trú á því sem KR er að gera en liðið situr í 8. sæti Pepsi-deildarinnar með aðeins níu stig eftir átta leiki. „Við þurfum fyrst og fremst að standa saman og halda áfram að vinna okkur í gegnum erfiðleikana. Það þýðir lítið að vorkenna sér og benda á einhvern annan. Nú þarf hver að líta í eigin barm og við byrjum strax í fyrramálið að reyna að leysa úr þessari flækju,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira