Klæðum okkur rétt á Secret Solstice Ritstjórn skrifar 15. júní 2016 12:30 Það er heldur betur tónlistarveisla framundan í Reykjavík en á morgun hefst Secret Solstice hátíðin í Laugardalnum. Glamour ætlar ekki að láta sig vanta og munum við fylgjast grannt með tónlistarveislunni og ekki síst gestunum, hverjir eru hvar og spotta trendin meðal hátíðargesta hér á vefnum, sem og á samfélagsmiðlunum okkar, Instagram og Snapchat (Glamouriceland).Í nýjasta tölublaði Glamour er að finna fullt af innblæstri fyrir sumarið þegar kemur að klæðaburði og hvar það besta er að finna í íslenskum verslunum. Eins og spáin segir til um þá verður hálfskýjað og lítilsháttar rigning. Á hátíðum sem þessum þar sem dagarnir eru langir og maður vill geta dansað og staðið löndum stundum er lykilatriði að vera í rétta skóbúnaðinum. Hvort sem það eru klassísku Hunter stígvélin eða gróf stígvél eins og mótorhjólastígvélin sem klikka seint. Þykk peysa, svartar leðurbuxur, mótorhjólastígvél og svo bomber jakki er til dæmis tilvalinn klæðaburður. Svo má auðvitað ekki gleyma föðurlandinu, vaxjakkanum, derhúfunni, sólgeraugunum, bakpokanum og góða skapinu. Það eina sem skiptir máli er auðvitað að njóta hátíðarinnar. Fylgstu með Glamour á Instagram og Snapchat. Við munum gefa þér hátíðina beint í æð um helgina. Glamour x Secret Solstice 2016Úr nýjasta tölublaði Glamour þar sem meðal annars má sjá hvar er hægt að finna heitustu yfirhöfn sumarsins.Það er allt í lagi þó að það rigni eins og á Glastonbury í fyrra - bara vera með skóbúnaðinn á hreinu.Líf og fjör í fyrra á Secret Solstice. Hverju ætlar þú að klæðast á #secretsolstice2016 ?? Glamour veit það!! Allt um tískuna í nýjasta tölublaði. #glamouricelandxsecretsolstice2016 A photo posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Jun 15, 2016 at 3:12am PDT Glamour Tíska Mest lesið Victoria Beckham sýnir hvernig vetrartískan getur verið fjölbreytt Glamour Kylie Jenner bætist í hóp stjarna sem klæðast Galvan Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Pixiwoo systurnar búa til nýtt orð Glamour Klæðum okkur eftir veðri á Menningarnótt Glamour Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Nýr ritstjóri breska Vogue hefur störf í dag Glamour Verslað í kóngsins Kaupmannahöfn, að hætti Glamour Glamour Bað konur í salnum að standa upp með sér Glamour
Það er heldur betur tónlistarveisla framundan í Reykjavík en á morgun hefst Secret Solstice hátíðin í Laugardalnum. Glamour ætlar ekki að láta sig vanta og munum við fylgjast grannt með tónlistarveislunni og ekki síst gestunum, hverjir eru hvar og spotta trendin meðal hátíðargesta hér á vefnum, sem og á samfélagsmiðlunum okkar, Instagram og Snapchat (Glamouriceland).Í nýjasta tölublaði Glamour er að finna fullt af innblæstri fyrir sumarið þegar kemur að klæðaburði og hvar það besta er að finna í íslenskum verslunum. Eins og spáin segir til um þá verður hálfskýjað og lítilsháttar rigning. Á hátíðum sem þessum þar sem dagarnir eru langir og maður vill geta dansað og staðið löndum stundum er lykilatriði að vera í rétta skóbúnaðinum. Hvort sem það eru klassísku Hunter stígvélin eða gróf stígvél eins og mótorhjólastígvélin sem klikka seint. Þykk peysa, svartar leðurbuxur, mótorhjólastígvél og svo bomber jakki er til dæmis tilvalinn klæðaburður. Svo má auðvitað ekki gleyma föðurlandinu, vaxjakkanum, derhúfunni, sólgeraugunum, bakpokanum og góða skapinu. Það eina sem skiptir máli er auðvitað að njóta hátíðarinnar. Fylgstu með Glamour á Instagram og Snapchat. Við munum gefa þér hátíðina beint í æð um helgina. Glamour x Secret Solstice 2016Úr nýjasta tölublaði Glamour þar sem meðal annars má sjá hvar er hægt að finna heitustu yfirhöfn sumarsins.Það er allt í lagi þó að það rigni eins og á Glastonbury í fyrra - bara vera með skóbúnaðinn á hreinu.Líf og fjör í fyrra á Secret Solstice. Hverju ætlar þú að klæðast á #secretsolstice2016 ?? Glamour veit það!! Allt um tískuna í nýjasta tölublaði. #glamouricelandxsecretsolstice2016 A photo posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Jun 15, 2016 at 3:12am PDT
Glamour Tíska Mest lesið Victoria Beckham sýnir hvernig vetrartískan getur verið fjölbreytt Glamour Kylie Jenner bætist í hóp stjarna sem klæðast Galvan Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Pixiwoo systurnar búa til nýtt orð Glamour Klæðum okkur eftir veðri á Menningarnótt Glamour Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Nýr ritstjóri breska Vogue hefur störf í dag Glamour Verslað í kóngsins Kaupmannahöfn, að hætti Glamour Glamour Bað konur í salnum að standa upp með sér Glamour