Sport

Ronaldo fær það óþvegið frá heimsbyggðinni eftir ummæli sín um litla Ísland

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það er erfitt að vera einn frægasti knattspyrnumaður heims.
Það er erfitt að vera einn frægasti knattspyrnumaður heims. Vísir/Getty
Ummæli Cristiano Ronaldo um Ísland eftir leik hafa heldur betur vakið afar hörð viðbrögð hjá heimsbyggðinni ef marka má Twitter þar sem menn keppast við að rífa Ronaldo í sig.

„Þeir fögnuðu eins og þeir hefðu unnið Evróputitilinn eða eitthvað,“ sagði Ronaldo en okkar menn fögnuðu stiginu vel í leikslok.

„Það er merki um lélegt hugarfar. Það er ástæðan fyrir því að þeir munu ekki gera neitt á þessu móti,“ sagði Ronaldo eftir leik.

Þetta hefur ekki farið vel í menn og er Ronaldo nú eitt af heitustu umræðunum á Twitter ef marka má Trending-tölfræði Twitter þar sem 328 þúsund tíst hafa farið í loftið í kvöld þar sem minnst er á Ronaldo.

Margir af helstu miðlum heims hafa fjallað um ummæli Ronaldo og má þar nefna Guardian, ESPN og AS á Spáni.

Ekki þarf að leita lengi í tístflóðinu um Ronaldo til þess að finna hörð ummæli um ummæli hans en þetta toppar þau líklega öll þar sem blaðamaður AFP fer engum vettlingatökum um Ronaldo.

Besta tístið af þeim öllum á þó fyrirliði íslenska landsliðsins þar sem hann þakkaði Ronaldo fyrir leikinn á afar íþróttamannslegan hátt.

Öll tístin og umræðuma um Ronaldo má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×