Lífið

Er vinnustaðurinn þinn að fara yfir um vegna EM? Sendið okkur myndir af stemningunni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það eru eflaust fáir spenntari en Tólfufólkið.
Það eru eflaust fáir spenntari en Tólfufólkið. vísir/vilhelm
Það örlar á spennu hjá Íslendingum fyrir leik karlalandsliðsins við Portúgali á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í kvöld.

Vísir hefur fengið veður af ófáum vinnustöðum þar sem starfsmenn eru nánast óstarfhæfir fyrir eftirvæntingu enda um að ræða stærsta leik í sögu íslenska karlalandsliðsins.

Sjá einnig: Íslendingar að fara úr spennu: „Óvinnufær fyrir leikinn í kvöld!“

Þá eru margar vinnustöðvarnar undirlagðar hvers kyns EM-glingri og hafa margir jafnvel tekið upp á því að klæðast landsliðstreyjunni - slík er spennan.

Vísir hvetur lesendur til að senda sér skemmtilegar myndir eða myndskeið af undirbúningi vinnustaðarins fyrir leikinn í kvöld. Við munum svo birta allt heila klabbið síðar í dag.

Tilvalin leið til að senda strákunum okkar heillaóskir og sýna þeim að þjóðin stendur þétt við bakið á þeim fyrir rimmuna í kvöld.

Þið getið sent okkur myndirnar með skilaboðum á Facebook-síðu Vísis, www.facebook.com/visir.is eða með tölvupósti á ritstjorn@visir.is


Tengdar fréttir

Stærsta stundin í sögu íslenska fótboltans

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar sinn fyrsta leik á stórmóti frá upphafi þegar það mætir Cristiano Ronaldo og félögum í Saint-Étienne í kvöld. Fyrirliðinn segist ótrúlega stoltur af því að fá að spila fyrir íslenska þjóð og annar þjálfarinn segir þetta stærstu stundina í íslenskri fótboltasögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×