Lífið

Röddin er mætt til Saint-Étienne

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
"Þetta er okkar staður, okkar stund, áfram Ísland,“ eru einkunnarorð Páls Sævars sem er hér með hinum kynnum leiksins í Saint-Étienne.
"Þetta er okkar staður, okkar stund, áfram Ísland,“ eru einkunnarorð Páls Sævars sem er hér með hinum kynnum leiksins í Saint-Étienne.
Páll Sævar Guðjónsson, vallarþulur á landsleikjum Íslands og best þekktur undir viðurnefninu „Röddin“, er mættur til Saint-Étienne. Hann verður í lykilhlutverki á leik Íslands og Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard á þriðjudagskvöldið.

Páll Sævar mætti til Saint-Étienne í gærkvöldi, tímanlega, enda vildi hann fá að prófa hljóðkerfið á leikvanginum. 

„Soundið er frábært,“ segir Páll Sævar í samtali við Vísi sem prófaði hljóðkerfið í morgun.

Hann mætti Saint-Étienne í gærkvöldi og var kominn upp á hótel klukkan ellefu. Hann er eðlilega spenntur en saknar portúgalska kollega síns sem er ekki mættur jafntímanlega til leiks. Hann verður þó vafalítið á sínum stað þegar flautað verður til leiks eftir rúma tvo sólarhringa.

„Þetta er okkar staður, okkar stund, áfram Ísland,“ eru einkunnarorð Páls Sævars og fá vafalítið að hljóma á þriðjudaginn. Annars verður Páll í því hlutverki að kynna byrjunarlið okkar manna, stökkva inn þegar við skorum og koma skilaboðum á framfæri til íslenskra stuðningsmanna.

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×