Mikill uppgangur í pönkinu Viktoría Hermannsdóttir skrifar 11. júní 2016 11:30 Hér má sjá nokkra meðlimi úr sveitunum sem spila í Lucky Records í dag. Fréttablaðiði/Eyþór "Pönksenan er mjög virk núna og mikið að gerast,“ segir Júlía Aradóttir sem stendur fyrir tónleikum í Lucky Records í kvöld ásamt Þóri, eiginmanni sínum. Fram koma pönksveitirnar Dauðyflin, Roht, Kvöl og Antimony. „Ég er ásamt nokkrum öðrum í hóp sem við köllum Paradísarborgarplötur eða Pbp. Við erum dugleg að halda tónleika, spila í hljómsveitum og gefa út plötur.“ Júlía segir mikinn uppgang vera í pönksenunni um þessar mundir og mikið af konum sé í pönkinu. „Pönksenan hefur gengið í gegnum ýmislegt undanfarin ár en þetta er stórt núna. Það eru margir virkir og flottir einstaklingar að halda utan um þetta. Það eru margir að halda tónleika og gera ýmislegt. Það er líka skemmtilegt að á þessum tónleikum sem við erum með í kvöld þá koma fram fimm konur og fjórir karlar. Það er mikið af konum í pönkinu. Örugglega meira en í mörgum öðrum tónlistarsenum.“ Júlía segir að Lucky Records sé í miklu uppáhaldi sem tónleikastaður. „Okkur finnst frábært að spila þarna. Það eru ekki margir staðir þar sem allir aldurshópar geta komið og það er aðgengi fyrir alla. Það skiptir okkur miklu máli.“ Þetta eru ekki einu tónleikarnir í Lucky Records í dag því hljómsveitin Sveimur heldur tónleika þar klukkan 16. Pönktónleikarnir hefjast klukkan 20 og það er ókeypis á báða tónleikana. Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
"Pönksenan er mjög virk núna og mikið að gerast,“ segir Júlía Aradóttir sem stendur fyrir tónleikum í Lucky Records í kvöld ásamt Þóri, eiginmanni sínum. Fram koma pönksveitirnar Dauðyflin, Roht, Kvöl og Antimony. „Ég er ásamt nokkrum öðrum í hóp sem við köllum Paradísarborgarplötur eða Pbp. Við erum dugleg að halda tónleika, spila í hljómsveitum og gefa út plötur.“ Júlía segir mikinn uppgang vera í pönksenunni um þessar mundir og mikið af konum sé í pönkinu. „Pönksenan hefur gengið í gegnum ýmislegt undanfarin ár en þetta er stórt núna. Það eru margir virkir og flottir einstaklingar að halda utan um þetta. Það eru margir að halda tónleika og gera ýmislegt. Það er líka skemmtilegt að á þessum tónleikum sem við erum með í kvöld þá koma fram fimm konur og fjórir karlar. Það er mikið af konum í pönkinu. Örugglega meira en í mörgum öðrum tónlistarsenum.“ Júlía segir að Lucky Records sé í miklu uppáhaldi sem tónleikastaður. „Okkur finnst frábært að spila þarna. Það eru ekki margir staðir þar sem allir aldurshópar geta komið og það er aðgengi fyrir alla. Það skiptir okkur miklu máli.“ Þetta eru ekki einu tónleikarnir í Lucky Records í dag því hljómsveitin Sveimur heldur tónleika þar klukkan 16. Pönktónleikarnir hefjast klukkan 20 og það er ókeypis á báða tónleikana.
Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira