Mikill áhugi á lækningajurtum 11. júní 2016 09:00 Anna Rósa grasalæknir fræðir áhugasama um íslenskar lækningajurtir í Viðey á morgun, sunnudag. Mynd/Stefán Anna Rósa grasalæknir leiðir grasagöngu í Viðey á morgun, sunnudag, klukkan 13.30. Hún segir mikinn áhuga vera til staðar á íslenskum lækningajurtum og Viðey henti vel til að læra að þekkja algengustu jurtirnar. „Ég býst við þó nokkrum fjölda. Svona göngur hafa verið haldnar undanfarin ár og alltaf verið vel sóttar. Gangan er í boði Reykjavíkurborgar og kostar ekki neitt,“ segir Anna Rósa grasalæknir en hún fræðir áhugasama um íslenskar lækningajurtir í Viðey á morgun. „Við göngum í sjálfu sér ekki langt, um leið og komið er úr bátnum er að finna fjölda lækningajurta á bakkanum. Við munum halda okkur á stígunum en meðfram þeim öllum er að finna í það minnsta fimmtán tegundir lækningajurta,“ útskýrir Anna Rósa og segir Viðey heppilegan stað til þess að læra að þekkja algengustu jurtirnar.Aðferðir og virkni „Viðey er í sjálfu sér ekki stórt svæði ef fólk ætlar sér að tína mikið af jurtum, það eru aðrir staðir hentugri til þess. En Viðey er frábær staður til þess að læra að þekkja þessar algengustu. Ég verð með áhöldin mín með mér og sýni fólki hvernig á að bera sig að við að tína jurtirnar og hvernig á að þurrka þær. Þá fer ég yfir virkni jurtanna og hvernig má nýta þær, til dæmis í te, tinktúrur og olíur og í matargerð. Ég vil að fólk geti haft sem mest gagn af þessu, farið heim eftir ferðina og eldað úr því sem tínt er, til dæmis arfa og túnfíflum.“Kenndi fátækum í Hondúras Anna Rósa tínir þó ekki einungis íslenskar lækningajurtir. Í byrjun árs dvaldi hún í Hondúras þar sem hún bæði miðlaði af sinni þekkingu á jurtum og lærði sjálf. „Ég var þarna í fimm vikur í sjálfboðavinnu með samtökum sem aðstoða fólk sem hefur verið pyntað og með samtökum sem aðstoða fátækar konur. Það eru mörg samtök grasalækna um allan heim sem sinna sjálfboðavinnu. Ég vann aðallega með konum sem mögulega geta þá kennt áfram það sem ég kenndi þeim. Ég kynntist mörgu yndislegu fólki og lærði mikið sjálf,“ segir Anna Rósa. „Fólk hefur ekki mikla möguleika á menntun í þessu landi, þarna er mikil fátækt og ein hæsta morðtíðni í heimi. Það er ekki auðvelt að vera þarna í höfuðborginni og ég fór ekkert um ein. Þetta er erfitt og einnig langur tími til að vera í burtu frá fjölskyldunni. En maður hefur gott af því að reyna þetta og kynnast öðrum aðstæðum.“Fleiri námskeið Í haust stefnir Anna Rósa á að fara til Bretlands og kenna en einnig að halda námskeið hér heima. Nánar má forvitnast um þau á vefsíðunni www.annarosa.is. Ferjan út í Viðey fer frá Skarfabakka kl 13.15. Ferjugjald fyrir fullorðna er 1.200 kr. fram og til baka. Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Anna Rósa grasalæknir leiðir grasagöngu í Viðey á morgun, sunnudag, klukkan 13.30. Hún segir mikinn áhuga vera til staðar á íslenskum lækningajurtum og Viðey henti vel til að læra að þekkja algengustu jurtirnar. „Ég býst við þó nokkrum fjölda. Svona göngur hafa verið haldnar undanfarin ár og alltaf verið vel sóttar. Gangan er í boði Reykjavíkurborgar og kostar ekki neitt,“ segir Anna Rósa grasalæknir en hún fræðir áhugasama um íslenskar lækningajurtir í Viðey á morgun. „Við göngum í sjálfu sér ekki langt, um leið og komið er úr bátnum er að finna fjölda lækningajurta á bakkanum. Við munum halda okkur á stígunum en meðfram þeim öllum er að finna í það minnsta fimmtán tegundir lækningajurta,“ útskýrir Anna Rósa og segir Viðey heppilegan stað til þess að læra að þekkja algengustu jurtirnar.Aðferðir og virkni „Viðey er í sjálfu sér ekki stórt svæði ef fólk ætlar sér að tína mikið af jurtum, það eru aðrir staðir hentugri til þess. En Viðey er frábær staður til þess að læra að þekkja þessar algengustu. Ég verð með áhöldin mín með mér og sýni fólki hvernig á að bera sig að við að tína jurtirnar og hvernig á að þurrka þær. Þá fer ég yfir virkni jurtanna og hvernig má nýta þær, til dæmis í te, tinktúrur og olíur og í matargerð. Ég vil að fólk geti haft sem mest gagn af þessu, farið heim eftir ferðina og eldað úr því sem tínt er, til dæmis arfa og túnfíflum.“Kenndi fátækum í Hondúras Anna Rósa tínir þó ekki einungis íslenskar lækningajurtir. Í byrjun árs dvaldi hún í Hondúras þar sem hún bæði miðlaði af sinni þekkingu á jurtum og lærði sjálf. „Ég var þarna í fimm vikur í sjálfboðavinnu með samtökum sem aðstoða fólk sem hefur verið pyntað og með samtökum sem aðstoða fátækar konur. Það eru mörg samtök grasalækna um allan heim sem sinna sjálfboðavinnu. Ég vann aðallega með konum sem mögulega geta þá kennt áfram það sem ég kenndi þeim. Ég kynntist mörgu yndislegu fólki og lærði mikið sjálf,“ segir Anna Rósa. „Fólk hefur ekki mikla möguleika á menntun í þessu landi, þarna er mikil fátækt og ein hæsta morðtíðni í heimi. Það er ekki auðvelt að vera þarna í höfuðborginni og ég fór ekkert um ein. Þetta er erfitt og einnig langur tími til að vera í burtu frá fjölskyldunni. En maður hefur gott af því að reyna þetta og kynnast öðrum aðstæðum.“Fleiri námskeið Í haust stefnir Anna Rósa á að fara til Bretlands og kenna en einnig að halda námskeið hér heima. Nánar má forvitnast um þau á vefsíðunni www.annarosa.is. Ferjan út í Viðey fer frá Skarfabakka kl 13.15. Ferjugjald fyrir fullorðna er 1.200 kr. fram og til baka.
Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira