Svona fjölgum við fólki Pawel Bartoszek skrifar 11. júní 2016 07:00 Það fæðast færri börn. Sumir hafa af því áhyggjur. En ástæður minnkandi fæðingartíðni eru þekktar. Til að snúa þróuninni við þarf að tækla þær ástæður. Ástæða 1: Lífeyriskerfi. Fólk eignast ekki lengur tylft barna því það getur treyst á annars konar öryggisnet í elli. Lausn: Hætta öllum stuðningi við eldra fólk. Lífeyrissjóðina þarf að leysa upp og þjóðnýta. Hirða þarf sparifé af fólki með handahófskenndum gengisfellingum. Ef fólk eignast eigið húsnæði þarf ríkið að finna leiðir til að taka það til sín. Þetta mun kenna fólki. Ástæða 2: Menntun. Þekkt er að menntun, sérstaklega menntun kvenna, dregur úr fólksfjölgun. Fólk sem hyggur á eigin frama mun hafa minni tíma til að eignast börn. Lausn: Það þarf að fækka menntuðu fólki og fækka störfum fyrir menntað fólk. Setja kvóta inn í háskólanám og finna leiðir til að letja konur til að mennta sig. Ástæða 3: Sjónvarp og internet. Tilkoma sjónvarps gerði meira til að hægja á fólksfjölgun en nokkur opinber aðgerð. Það sést best á því að Íslendingar fjölguðu sér meira en aðrir V-Evrópubúar, því við höfðum svo lélegt sjónvarp. Netið hefur auðvitað sömu áhrif. Lausn: Banna sjónvarpsútsendingar á sumrin og á fimmtudögum. Skrúfa fyrir netið á sama tíma. Minna nethangs = meira kynlíf = fleiri börn. Eða ekki. Þeir hvatar sem ráða því hvort fólk eignast börn eru of sterkir til að einhverjar smávægilegar opinberar aðgerðir breyti nokkru þar um. Við þurfum að sætta okkur við þetta. Hægari fólksfjölgun er einfaldlega óhjákvæmileg afleiðing aukinnar velmegunar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun
Það fæðast færri börn. Sumir hafa af því áhyggjur. En ástæður minnkandi fæðingartíðni eru þekktar. Til að snúa þróuninni við þarf að tækla þær ástæður. Ástæða 1: Lífeyriskerfi. Fólk eignast ekki lengur tylft barna því það getur treyst á annars konar öryggisnet í elli. Lausn: Hætta öllum stuðningi við eldra fólk. Lífeyrissjóðina þarf að leysa upp og þjóðnýta. Hirða þarf sparifé af fólki með handahófskenndum gengisfellingum. Ef fólk eignast eigið húsnæði þarf ríkið að finna leiðir til að taka það til sín. Þetta mun kenna fólki. Ástæða 2: Menntun. Þekkt er að menntun, sérstaklega menntun kvenna, dregur úr fólksfjölgun. Fólk sem hyggur á eigin frama mun hafa minni tíma til að eignast börn. Lausn: Það þarf að fækka menntuðu fólki og fækka störfum fyrir menntað fólk. Setja kvóta inn í háskólanám og finna leiðir til að letja konur til að mennta sig. Ástæða 3: Sjónvarp og internet. Tilkoma sjónvarps gerði meira til að hægja á fólksfjölgun en nokkur opinber aðgerð. Það sést best á því að Íslendingar fjölguðu sér meira en aðrir V-Evrópubúar, því við höfðum svo lélegt sjónvarp. Netið hefur auðvitað sömu áhrif. Lausn: Banna sjónvarpsútsendingar á sumrin og á fimmtudögum. Skrúfa fyrir netið á sama tíma. Minna nethangs = meira kynlíf = fleiri börn. Eða ekki. Þeir hvatar sem ráða því hvort fólk eignast börn eru of sterkir til að einhverjar smávægilegar opinberar aðgerðir breyti nokkru þar um. Við þurfum að sætta okkur við þetta. Hægari fólksfjölgun er einfaldlega óhjákvæmileg afleiðing aukinnar velmegunar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun