Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2016 19:45 Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. Stálgrind að fyrstu verksmiðjubyggingunni á Bakka er risin. Heimamenn segjast aldrei hafa séð önnur eins umsvif. Árum saman voru sýndar fréttamyndir af auðri iðnaðarlóðinni á Bakka. En nú er það allt orðið breytt. Þetta er orðið eitt mesta framkvæmdasvæði Íslands. Þar reisir þýska félagið PCC kísilver fyrir 37 milljarða króna. Stálgrind að hráefnisgeymslu er þegar risin og vinna í grunni ofnhússins er komin vel á veg. Aðalverktaki er einnig þýskur, SMS-group.Frá framkvæmdunum á Bakka. Til vinstri rís stálgrind hráefnisgeymslu. Til hægri má sjá grunn ofnhúss kísilversins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Ég held að eina sambærilega verkið sé uppbygging álversins fyrir austan. Þar var skalinn náttúrlega ennþá stærri og samfélagið minna. En við höfum aldrei séð neitt annað eins og þetta er það stærsta sem hefur komið á Norðurlandi, allavega,“ segir Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi. Starfsmenn á Bakka eru nú um 200 talsins en þeim á eftir að fjölga eftir því sem umfang framkvæmdanna vex. Snæbjörn segir að á Húsavík nái framkvæmdirnar hámarki í haust þegar starfsmannafjöldinn fari upp í 600 manns.Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi: Við höfum aldrei séð annað eins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Uppbyggingin á Bakka er aðeins einn þátturinn en samhliða er unnið að hafnargerð á Húsavík og gerð jarðganga frá höfninni að Bakka. Á Þeistareykjum er svo verið að reisa jarðvarmavirkjun auk þess sem lögð verður háspennulína á milli. Snæbjörn segir að þegar allt sé tekið saman megi áætla að verið sé að fjárfesta á svæðinu fyrir 80 milljarða króna á þeim tveimur til þremur árum sem framkvæmdirnar taka. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir íbúa jákvæða gagnvart þessum miklu umsvifum. „Hér er auðvitað verið að styrkja innviði til þess að taka við fjölbreyttara atvinnulífi og styrkari stoðum undir atvinnulíf hérna í sveitarfélaginu og á svæðinu í heild. Þannig að heilt yfir þá eru menn auðvitað bara jákvæðir og brosa inn í framtíðina. En umsvifum fylgja auðvitað árekstrar og pústrar, eins og eðlilegt er, en hingað til hafa menn bara náð að leysa það sem upp hefur komið,“ segir sveitarstjóri Norðurþings.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings: Hér brosa menn inn í framtíðina.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45 Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Vantar 120 nýjar íbúðir Samkvæmt greiningu fyrirtækisins Alta á húsnæðismálum á Húsavík þarf að bæta við allt að 120 íbúðum í bænum vegna þeirra starfa sem til verða í verksmiðju PCC Bakki Silicon og afleiddra starfa. 13. maí 2016 07:00 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 ESA segir samninga við PCC ekki vera ríkisaðstoð Samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilverksmiðju PCC á Bakka fela ekki í sér ríkisaðstoð samkvæmt ESA. 20. maí 2015 11:19 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. Stálgrind að fyrstu verksmiðjubyggingunni á Bakka er risin. Heimamenn segjast aldrei hafa séð önnur eins umsvif. Árum saman voru sýndar fréttamyndir af auðri iðnaðarlóðinni á Bakka. En nú er það allt orðið breytt. Þetta er orðið eitt mesta framkvæmdasvæði Íslands. Þar reisir þýska félagið PCC kísilver fyrir 37 milljarða króna. Stálgrind að hráefnisgeymslu er þegar risin og vinna í grunni ofnhússins er komin vel á veg. Aðalverktaki er einnig þýskur, SMS-group.Frá framkvæmdunum á Bakka. Til vinstri rís stálgrind hráefnisgeymslu. Til hægri má sjá grunn ofnhúss kísilversins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Ég held að eina sambærilega verkið sé uppbygging álversins fyrir austan. Þar var skalinn náttúrlega ennþá stærri og samfélagið minna. En við höfum aldrei séð neitt annað eins og þetta er það stærsta sem hefur komið á Norðurlandi, allavega,“ segir Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi. Starfsmenn á Bakka eru nú um 200 talsins en þeim á eftir að fjölga eftir því sem umfang framkvæmdanna vex. Snæbjörn segir að á Húsavík nái framkvæmdirnar hámarki í haust þegar starfsmannafjöldinn fari upp í 600 manns.Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi: Við höfum aldrei séð annað eins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Uppbyggingin á Bakka er aðeins einn þátturinn en samhliða er unnið að hafnargerð á Húsavík og gerð jarðganga frá höfninni að Bakka. Á Þeistareykjum er svo verið að reisa jarðvarmavirkjun auk þess sem lögð verður háspennulína á milli. Snæbjörn segir að þegar allt sé tekið saman megi áætla að verið sé að fjárfesta á svæðinu fyrir 80 milljarða króna á þeim tveimur til þremur árum sem framkvæmdirnar taka. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir íbúa jákvæða gagnvart þessum miklu umsvifum. „Hér er auðvitað verið að styrkja innviði til þess að taka við fjölbreyttara atvinnulífi og styrkari stoðum undir atvinnulíf hérna í sveitarfélaginu og á svæðinu í heild. Þannig að heilt yfir þá eru menn auðvitað bara jákvæðir og brosa inn í framtíðina. En umsvifum fylgja auðvitað árekstrar og pústrar, eins og eðlilegt er, en hingað til hafa menn bara náð að leysa það sem upp hefur komið,“ segir sveitarstjóri Norðurþings.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings: Hér brosa menn inn í framtíðina.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45 Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Vantar 120 nýjar íbúðir Samkvæmt greiningu fyrirtækisins Alta á húsnæðismálum á Húsavík þarf að bæta við allt að 120 íbúðum í bænum vegna þeirra starfa sem til verða í verksmiðju PCC Bakki Silicon og afleiddra starfa. 13. maí 2016 07:00 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 ESA segir samninga við PCC ekki vera ríkisaðstoð Samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilverksmiðju PCC á Bakka fela ekki í sér ríkisaðstoð samkvæmt ESA. 20. maí 2015 11:19 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45
Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17
Vantar 120 nýjar íbúðir Samkvæmt greiningu fyrirtækisins Alta á húsnæðismálum á Húsavík þarf að bæta við allt að 120 íbúðum í bænum vegna þeirra starfa sem til verða í verksmiðju PCC Bakki Silicon og afleiddra starfa. 13. maí 2016 07:00
Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45
ESA segir samninga við PCC ekki vera ríkisaðstoð Samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilverksmiðju PCC á Bakka fela ekki í sér ríkisaðstoð samkvæmt ESA. 20. maí 2015 11:19