Eftir sigurinn á Englendingum í 16-liða úrslitunum í gær hlupu strákarnir beint til stuðningsmannanna og fögnuðu með þeim. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson stýrði þekktasta söngnum sem kallaður hefur stríðssöngur eða víkingaösku en flestir ættu að kannast við sönginn þar sem allir klappa í takt við dynjandi trommuslátt.
Þetta magnaða augnablik eftir leikinn í gær má sjá hér að neðan.
Þvílíkur árangur! Ævintýrið heldur bara áfram. Sjáðu landsliðið fagna með bláa hafinu! Smá gæsahúð. #EMÍsland https://t.co/Fki1vsWIRl
— Síminn (@siminn) June 27, 2016