Lífið

Hugljúfur óður Jóns Jónssonar til Hannesar: „Kennir okkur að trúa á draumana okkar“

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Hannes meiddist illa á öxl en lét það ekki stöðva sig.
Hannes meiddist illa á öxl en lét það ekki stöðva sig. Vísir
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson deildi núna rétt í þessu myndbandi um vin sinn Hannes Þór Halldórsson, markvörð íslenska landsliðssins í fótbolta. Myndbandið sýnir feril Hannesar frá barnæsku en leið Hannesar á toppin hefur alls ekki verið dans á rósum. Hannes hóf atvinnumennsku frekar seint á ferlinum en hann átt lengi við meiðsli að stríða í öxl. Undir myndbandinu ómar lag Jóns Gefðu allt sem þú átt.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan;

Leiðin á toppinn hlykkjótt

Með færslunni segir Jón að hann sé að springa úr stolti yfir gengi íslenska landsliðsins í fótbolta.

„Einn af mínum góðu vinum er Hannes Þór Halldórsson sem vægast sagt hefur slegið í gegn í Frakklandi. Hannesi kynntist ég fyrir rúmum 14 árum í Verzlunarskólanum og hef frá þeim tíma fylgst með öllum litlu skrefunum sem hann hefur tekið í átt að þeim stað sem hann er í dag. Ferill þessa drengs er magnaður því þrátt fyrir að vera kosinn besti markvörður Shell-mótsins árið 1994 var leið hans á toppinn ansi hlykkjótt og hefur Hannes þurft að sigrast á mörgum hindruðum á sinni vegferð.“

Salka Sól Eyfeld syngur nýja útgáfu lagsins og Kristján Sturla Bjarnason sér um undirleik.

Færslu Jóns í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×