Lífið

Júlíspá Siggu Kling - Naut: Vinátta er merkilegri en ást

Sigga Kling skrifar
Elsku hjartans Nautið mitt.  Mikið afskaplega fara öll leiðindi í taugarnar á þér. Þú þarft sko ekki að hafa skoðun á öllu og það er allt í lagi að draga sig í hlé stöku sinnum.



Fyrir þig hentar best að vera heima, þar finnurðu mestan frið og ró og þar hleðurðu batteríin. Þú ert að ganga frá svo mörgu í kringum þig, þú ert að laga til bæði í sálinni og kringum þig. Þú, elsku Naut, ert þegar byrjað á nýju tímabili sem varir næstu tólf mánuði. Þetta tímabil gefur þér jafnvægi og kraft. Það er þá sem styrkleikar þínir koma í ljós. Það sem helst getur dregið þig niður eru allar öfgar. En blessunarlega er þetta tímabil, sem farið er af stað núna, stútfullt af hugarró og jafnvægi. Það gerir að verkum að þú ert vel í stakk búið til að takast á við allar öfgarnar sem verða á vegi þínum.

Þú munt sigra í einhverju máli sem þú hefur haft heilmiklar áhyggjur af. Það getur svo sem vel verið að þú þurfir að bíða til haustsins, ég sé ekki nákvæma tímasetningu, enda skiptir hún svo sem ekki öllu.

Til þín er líka að koma sterk vinátta. Þú veist að sönn vinátta er það merkilegasta sem þú hefur, og sönn vinátta er miklu merkilegri en ást til dæmis. Ekki gleyma því.

Það er hásumar. Þú ferð í ferðalag og það á eftir að gefa þér svo mikið. Það á eftir að breyta skoðunum þínum. Það er eiginlega eins og þú komir eins og ný manneskja til baka og stútfull af orku.   Þessi orka á eftir að nýtast þér vel sem klettur í lífi svo margra. Það er einmitt það sem þú hefur óskað þér, ekki satt? Sú manneskja sem velur þig sem ástvin er ljónheppin. Þú ert það trygglyndasta sem til er.

Þú ert þó ekki það þolinmóðasta sem til er, sér í lagi einhleypa Nautið. Þú vilt að allt gerist strax og það getur haft öfuga verkun. Þannig hrekurðu viðkomandi bara í burtu.

Tíminn er vinur þinn. Slakaðu á, því tíminn getur meira að segja haft þau áhrif að þú skiptir um skoðun varðandi ástina.

Svo koma jákvæðir straumar í tengslum við heimili Nautsins. Gæti verið nýtt heimili, betra heimili eða bættir heimilishagir.

Annars eru hér mjög mikilvæg skilaboð frá alheiminum og þau eru stíluð á þig. Ekki gera neitt, ekki segja neitt nema allir megi vita það. Ekki skrifa staf nema allt heila klabbið megi birtast á forsíðu DV.


Næstu mánuðir verða þannig að það skiptir ekki máli hversu góð spil þú færð, heldur hvernig þú spilar úr þeim.

Lífið er geggjað, ekki gleyma því.



Fræg Naut: Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska knattspyrnulandsliðsins,Hannes Þór Halldórsson markvörður, Ari Freyr Skúlason landsliðsmaður, Svali Kaldalóns fjölmiðlamógúll, Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, rithöfundur og latikokkur, Ellý Ármanns fjölmiðlakona, Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri, Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður, Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Álfheiður Ingadóttir þingkona, Halldór Laxness, rithöfundur og skáld, Rúnar Freyr Gíslason leikari, Garðar Thor Cortes söngvari, Helga Möller söngkona, Katrín Tanja Davíðsdóttir crossfit-meistari, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona, Pétur Jóhann Sigfússon, Addi Exos dj. snillingur.

Tengdar fréttir

Júlíspá Siggu Kling - Ljónið: Þú verður að nenna ástinni

Elsku Ljónið mitt. Aldrei hefur nokkurn tíma verið sagt að það sé sérlega auðvelt að vera Ljón, en ég er alveg viss um að þótt þú fengir tilboð um að skipta um merki, þá myndir þú ekki gera það. Þið Ljónin eruð náttúrulega öll konungborin.

Júlíspá Siggu Kling - Fiskur: Hamingjan bankar á dyrnar

Elsku fallegi seiðandi Fiskurinn minn. Hversu dásamlegt á þetta sumar eftir að verða? Það eina sem getur að einhverju leyti truflað þig eða snúið þig niður er annað fólk sem þú ert að stressa þig á, en hefur enga ástæðu til.

Júlíspá Siggu Kling - Tvíburinn: Þitt besta sumar í lengri tíma

Elsku Tvíburinn minn. Ekki hefur verið lognmollunni fyrir að fara í kringum þig. Fólk reynir hvað það getur að hafa stjórn á þér en þú átt bara ekki að leyfa því það. Það getur enginn breytt líðan þinni nema þú gefir samþykki. Passaðu þig á þessu.

Júlíspá Siggu Kling - Vatnsberinn: Slúður er rödd andskotans

Hjartans Vatnsberi. Þú ert að fara inn í merkilegan tíma. Þú ert að fara inn í tíma heiðarleika. Þú ert að fara inn í tíma þar sem að sannleikurinn skiptir ofsalega miklu máli, þú átt eftir að heyra hver sannleikurinn er í hlutum sem þig óraði ekki fyrir.

Júlíspá Siggu Kling komin á Vísi!

Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils njóta gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis og Fréttablaðsins, í formi texta og myndbands, en spár hennar fyrir júnímánuð má sjá hér fyrir neðan.

Júlíspá Siggu Kling - Krabbinn: Greddan ræður ríkjum

Elsku Krabbinn minn. Það er svo rosalega mikill Venus í kringum þig í sumar. Þú elskar og verður elskaður. Þú verður svo spenntur fyrir svo dæmalaust mörgu að þú veist varla hvert þú átt að stefna. Það er samt allt í lagi.

Júlíspá Siggu Kling - Vog: Hættu þessu tuði

Elsku hjartans Vogin mín. Ekki hafa samviskubit yfir neinu, ekkert bit er sárara einmitt en það. Þú pælir svo mikið í að þú eigir nú að vera búin með þetta, og þú þurfir að klára hitt og vera til staðar þarna, að þú getir fengið svo mikið samviskubit af þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.