Fyrr en misst hefur Bergur Ebbi skrifar 24. júní 2016 07:00 Aldrei hafði Evrópa neina sérstaka merkingu fyrir mér. Nema kannski einu sinni á ári þegar ég fékk paprikusnakk með Vogaídýfu og horfði á Eurovision með fjölskyldunni. Allt frá upphafsstefinu (sem er 300 ára gamalt margradda franskt barokkverk sem nefnist „Þér Guð“ og til stigagjafarinnar, er útsendingin ein löng þeytivinda af niðurrigndum þjóðrembingsáhrifum og poppi samið út frá lægsta samnefnara. Þetta er þó löngu orðið að sérstöku menningarafbrigði. Þarna er að finna einhvern kontrapunkt (ekki í tónfræðilegum skilningi eins og í barokkinu) heldur fremur þannig að í allri hringavitleysunni virðist þrátt fyrir allt vera unnið út frá sama grunnpunktinum sem leyfir öllum þessum ólíku laglínum og hugmyndum að kássast ofan í hver aðra. Og kannski er Eurovision mikilvægt. Ekki síst fyrir smáþjóðir sem vilja taka þátt í einhverju stærra. Kvöldvaka fyrir álfuna eftir viðburðaríkan dag. Og þvílíkt sem þessi dagur hefur verið viðburðaríkur. Hluti þeirra sem nú lifir man eftir kreppunni miklu, uppgangi fasisma og kommúnisma og styrjöld þessara öfgaafla þar sem allur heimurinn var lagður að veði, kalda stríðinu sem kom á eftir, múrum sem klístraðir voru niður af steingráum hermönnum og skildu ástvini í sundur og við þurfum ekki að vera gömul til að fá upp í hugann gráar fréttamyndir með fljótandi VHS-taumum frá fjöldamorðunum í Srebrenica þar sem böðlar í Adidas-íþróttagöllum hlóðu líkum í stafla. Viðburðaríkur dagur í Evrópu. Er það eitthvað skrítið þó álfan þurfi að dæsa og borða paprikusnakk og horfa á úkraínska idol-stjörnu syngja um ást sína á brúnum bangsa í tilgerðarlegri sviðsmynd með gervi-snjóflyksum og hópi af ljósabekkjabrúnum karlmönnum með kínversk tattú á herðablöðum, stígandi túristaútgáfu af kósakka-dansi?Veisla síðustu 20 ára Ísland hóf ekki þátttöku í Evrópusamvinnunni að fullu fyrr en með fullgildingu samningsins um Evrópska efnahagssvæðið 1994. Það var ein mikilvægasta ákvörðun sem tekin hefur verið í íslenskum utanríkismálum og þjóðin var ekki spurð álits. Líklega væri sú staðreynd oftar í deiglunni nema fyrir þá ástæðu að samstarfið hefur reynst íslenskri þjóð farsælt. Erfitt er að hugsa þá hugsun til enda hvernig efnahagslífinu væri háttað ef ekki ríkti viðskiptafrelsi milli Íslands og Evrópu – eða ef íslenskir borgarar þyrftu að sækja um atvinnu-, náms- eða dvalarleyfi til þess eins að fá að vera í Evrópu. Við tökum, mörg hver, þessum réttindum sem sjálfsögðum hlut. Þetta tímabil sem hér er nefnt, frá miðjum 10. áratugnum til dagsins í dag, hefur einnig að mestu verið friðartími í Evrópu. Myntsamstarfið varð að veruleika, ferðalög jukust, menningarsamstarf efldist, skiptinám, gestakennsla og hvers konar miðlun þekkingar milli Evrópuríkja jókst. Ávöxt þessarar auknu samvinnu má sjá víða. Sem dæmi má nefna að evrópsk knattspyrna hefur blómstrað. Varla saknar nokkur maður þess þegar fótboltamenn gátu vart spilað utan heimalands síns sökum kvóta sem deildir heimalanda settu og hindruðu aðgengi erlendra leikmanna. Meira að segja Meistaradeild Evrópu hafði stífar reglur um að ensk lið þyrftu að innihalda enska leikmenn, ítölsk lið ítalska leikmenn og svo framvegis. Fyrirkomulagið hélst til 1995 þegar það var dæmt ólöglegt á grundvelli reglunnar um frjálsa för vinnuafls. Að fara aftur í gamla kerfið væri óhugsandi í dag.Upphafið að endalokunum? Sagan er full af hugmyndum um gullöld Evrópu. Endurreisnin, upplýsingaöldin eða fallega tímabilið, La Belle Epoque, sem lauk við upphaf fyrri heimstyrjaldar þegar Bandaríkin tóku við sem ráðandi afl í heiminum. En kannski ættum við að líta til annarra atriða en hernaðarlegra yfirráða. Kannski hefur einmitt aldrei verið betra að lifa í Evrópu en á síðustu 20 árum. Í löndum þar sem framúrskarandi heilbrigðisþjónusta og menntun í þúsund ára gömlum háskólum er að mestu ókeypis, þar sem fjölbreytileiki er vegsamaður, þar sem persónulegt frelsi er virt og friður hefur ríkt. Kannski verður þessa tímabils minnst, öðrum fremur, sem hins eiginlega blómaskeiðs Evrópu. Nú hafa Bretar gengið að kjörborðinu til að velja hvort þeir muni ganga úr Evrópusambandinu eða ekki. Það gæti markað þáttaskil fyrir allt Evrópusamstarfið ef svo stór þjóð sýndi fram á svo afgerandi vantraust. Þegar þessi orð eru rituð eru úrslitin höfundi ekki kunn, en það vekur vissulega ugg að upphafið að endalokunum sé ef til vill svona hryllilega nálægt. Ég vil bara að við höfum hugfast að samfélag okkar er stærra en þeir hagsmunir sem stjórnmálamenn tala um frá degi til dags. Við erum hluti af einhverju stærra sem við höfum sannarlega notið góðs af. Framtíð samstarfs, sem einmitt hefur reynst smáþjóðum og minni menningarsvæðum betur en nokkur herraþjóð álfunnar, skiptir okkur meira máli en flest annað. Það má vera að Evrópusamstarfið hafi ekki skýr sérkenni eða tali ekki til okkar í slagorðum. Kannski er það lægsti samnefnari ákveðinnar menningar, eins og þriggja mínútna Eurovision-lag eða kannski er það útreiknaður barokk-kontrapunktur, en ég tel að einmitt nú, á þessum sérstöku tímum þegar fasistaöfl rísa upp í öllum löndum álfunnar með freistandi skilaboðum um sérhagsmuni og skammtímalausnir, þurfum við að skilja hvað við þrátt fyrir allt eigum. Þetta hefur allt meiningu: tattúin, snjóflyksurnar, paprikusnakkið, hámenningin, lágmenningin. Allt eru þetta laglínur slegnar úr sama hljómagangi. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og þó við skiljum kannski ekki samhengið þá held ég að allir hljóti að skilja, sé horft á málið í því stóra samhengi sem það innilega verðskuldar, að það sem er í húfi er dýrmætt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun
Aldrei hafði Evrópa neina sérstaka merkingu fyrir mér. Nema kannski einu sinni á ári þegar ég fékk paprikusnakk með Vogaídýfu og horfði á Eurovision með fjölskyldunni. Allt frá upphafsstefinu (sem er 300 ára gamalt margradda franskt barokkverk sem nefnist „Þér Guð“ og til stigagjafarinnar, er útsendingin ein löng þeytivinda af niðurrigndum þjóðrembingsáhrifum og poppi samið út frá lægsta samnefnara. Þetta er þó löngu orðið að sérstöku menningarafbrigði. Þarna er að finna einhvern kontrapunkt (ekki í tónfræðilegum skilningi eins og í barokkinu) heldur fremur þannig að í allri hringavitleysunni virðist þrátt fyrir allt vera unnið út frá sama grunnpunktinum sem leyfir öllum þessum ólíku laglínum og hugmyndum að kássast ofan í hver aðra. Og kannski er Eurovision mikilvægt. Ekki síst fyrir smáþjóðir sem vilja taka þátt í einhverju stærra. Kvöldvaka fyrir álfuna eftir viðburðaríkan dag. Og þvílíkt sem þessi dagur hefur verið viðburðaríkur. Hluti þeirra sem nú lifir man eftir kreppunni miklu, uppgangi fasisma og kommúnisma og styrjöld þessara öfgaafla þar sem allur heimurinn var lagður að veði, kalda stríðinu sem kom á eftir, múrum sem klístraðir voru niður af steingráum hermönnum og skildu ástvini í sundur og við þurfum ekki að vera gömul til að fá upp í hugann gráar fréttamyndir með fljótandi VHS-taumum frá fjöldamorðunum í Srebrenica þar sem böðlar í Adidas-íþróttagöllum hlóðu líkum í stafla. Viðburðaríkur dagur í Evrópu. Er það eitthvað skrítið þó álfan þurfi að dæsa og borða paprikusnakk og horfa á úkraínska idol-stjörnu syngja um ást sína á brúnum bangsa í tilgerðarlegri sviðsmynd með gervi-snjóflyksum og hópi af ljósabekkjabrúnum karlmönnum með kínversk tattú á herðablöðum, stígandi túristaútgáfu af kósakka-dansi?Veisla síðustu 20 ára Ísland hóf ekki þátttöku í Evrópusamvinnunni að fullu fyrr en með fullgildingu samningsins um Evrópska efnahagssvæðið 1994. Það var ein mikilvægasta ákvörðun sem tekin hefur verið í íslenskum utanríkismálum og þjóðin var ekki spurð álits. Líklega væri sú staðreynd oftar í deiglunni nema fyrir þá ástæðu að samstarfið hefur reynst íslenskri þjóð farsælt. Erfitt er að hugsa þá hugsun til enda hvernig efnahagslífinu væri háttað ef ekki ríkti viðskiptafrelsi milli Íslands og Evrópu – eða ef íslenskir borgarar þyrftu að sækja um atvinnu-, náms- eða dvalarleyfi til þess eins að fá að vera í Evrópu. Við tökum, mörg hver, þessum réttindum sem sjálfsögðum hlut. Þetta tímabil sem hér er nefnt, frá miðjum 10. áratugnum til dagsins í dag, hefur einnig að mestu verið friðartími í Evrópu. Myntsamstarfið varð að veruleika, ferðalög jukust, menningarsamstarf efldist, skiptinám, gestakennsla og hvers konar miðlun þekkingar milli Evrópuríkja jókst. Ávöxt þessarar auknu samvinnu má sjá víða. Sem dæmi má nefna að evrópsk knattspyrna hefur blómstrað. Varla saknar nokkur maður þess þegar fótboltamenn gátu vart spilað utan heimalands síns sökum kvóta sem deildir heimalanda settu og hindruðu aðgengi erlendra leikmanna. Meira að segja Meistaradeild Evrópu hafði stífar reglur um að ensk lið þyrftu að innihalda enska leikmenn, ítölsk lið ítalska leikmenn og svo framvegis. Fyrirkomulagið hélst til 1995 þegar það var dæmt ólöglegt á grundvelli reglunnar um frjálsa för vinnuafls. Að fara aftur í gamla kerfið væri óhugsandi í dag.Upphafið að endalokunum? Sagan er full af hugmyndum um gullöld Evrópu. Endurreisnin, upplýsingaöldin eða fallega tímabilið, La Belle Epoque, sem lauk við upphaf fyrri heimstyrjaldar þegar Bandaríkin tóku við sem ráðandi afl í heiminum. En kannski ættum við að líta til annarra atriða en hernaðarlegra yfirráða. Kannski hefur einmitt aldrei verið betra að lifa í Evrópu en á síðustu 20 árum. Í löndum þar sem framúrskarandi heilbrigðisþjónusta og menntun í þúsund ára gömlum háskólum er að mestu ókeypis, þar sem fjölbreytileiki er vegsamaður, þar sem persónulegt frelsi er virt og friður hefur ríkt. Kannski verður þessa tímabils minnst, öðrum fremur, sem hins eiginlega blómaskeiðs Evrópu. Nú hafa Bretar gengið að kjörborðinu til að velja hvort þeir muni ganga úr Evrópusambandinu eða ekki. Það gæti markað þáttaskil fyrir allt Evrópusamstarfið ef svo stór þjóð sýndi fram á svo afgerandi vantraust. Þegar þessi orð eru rituð eru úrslitin höfundi ekki kunn, en það vekur vissulega ugg að upphafið að endalokunum sé ef til vill svona hryllilega nálægt. Ég vil bara að við höfum hugfast að samfélag okkar er stærra en þeir hagsmunir sem stjórnmálamenn tala um frá degi til dags. Við erum hluti af einhverju stærra sem við höfum sannarlega notið góðs af. Framtíð samstarfs, sem einmitt hefur reynst smáþjóðum og minni menningarsvæðum betur en nokkur herraþjóð álfunnar, skiptir okkur meira máli en flest annað. Það má vera að Evrópusamstarfið hafi ekki skýr sérkenni eða tali ekki til okkar í slagorðum. Kannski er það lægsti samnefnari ákveðinnar menningar, eins og þriggja mínútna Eurovision-lag eða kannski er það útreiknaður barokk-kontrapunktur, en ég tel að einmitt nú, á þessum sérstöku tímum þegar fasistaöfl rísa upp í öllum löndum álfunnar með freistandi skilaboðum um sérhagsmuni og skammtímalausnir, þurfum við að skilja hvað við þrátt fyrir allt eigum. Þetta hefur allt meiningu: tattúin, snjóflyksurnar, paprikusnakkið, hámenningin, lágmenningin. Allt eru þetta laglínur slegnar úr sama hljómagangi. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og þó við skiljum kannski ekki samhengið þá held ég að allir hljóti að skilja, sé horft á málið í því stóra samhengi sem það innilega verðskuldar, að það sem er í húfi er dýrmætt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun