Sex mánaða íslenskur snáði sprengdi alla krúttskala á Stade de France Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júní 2016 13:45 Helga, Herdís og Elmar Máni á leiknum sögulega á Stade de France í gær. Elmar Máni Karlsson sem er rúmlega sex mánaða gamall var mættur á landsleik Íslands og Austurríkis á Stade de France í gær. Ólíklegt má telja að yngri strák eða stelpu hafi verið að finna á leiknum sögulega sem lauk svo eftirminnilega með 2-1 sigri okkar manna. 433.is greindi fyrst frá. „Austurríkimenn voru að mynda hann í bak og fyrir, þeir voru sjúkir í hann,“ segir Herdís Magnúsdóttir, mamma Elmars Mána, í samtali við Vísi. „Það eru örugglega endalaust margir Austurríkismenn með myndir af honum.“ Mægðinin eru í um tuttugu manna hópi sem mætti til Frakklands til að fara á lokaleikinn í riðlinum en miðiarnir til Frakklands voru bókaðir 13. desember. Fimm dögum síðar fæddist Elmar Máni. „Við gátum ekki pantað flug fyrir hann, hann var ekki kominn með kennitölu,“ segir Herdís. Þau bókuðu flug fyrir hann um leið og hann var skírður en þau þurftu að borga fullt gjald á leikinn fyrir snáðann sex mánaða. Elmar Máni í banastuði á Stade de France. Sofnaði eftir tíu mínútur Þvert á það sem margir eflaust halda segir Herdís það ekki hafa verið neitt mál að fara með soninn á leikinn. „Hann er voðalega rólegur og góður. Við bara skiptumst á að vera með hann. Við gáfum honum vel að borða og ég fékk að taka mat og vatnsflöskur með á völlinn,“ segir Herdís og ber öryggisvörðum vel söguna. „Hann var bara kátur.“ Herdís segir Elmar Mána hafa verið vakandi á meðan á upphitun stóð en svo sofnað eftir um tíu mínútur. Hún hafi farið með hann út fyrir inn á milli því mjög heitt hafi verið á Stade de France. „Hann var bara á bleyjunni og hafði það fínt.“ Elmar Máni, Helga og Herdís. Frændi Heiðars Helgusonar Elmar Máni vaknaði svo aftur um miðjan síðari hálfleik. Herdís segist hafa sett heyrnarhlífar á snáðann undir lokin þegar fagnaðarlætin urðu hvað mest. Herdís segir Elmar hafa sýnt dótinu sínu meiri áhuga en leiknum en með í för voru litlar fígúrur úr teiknimyndunum Aulinn ég. Hópurinn reiknar ekki með því að fara til Nice á mánudaginn en ætla að finna sér góðan pöbb í París til að horfa á leikinn. Og Elmar Máni verður að sjálfsögðu með í för. „Hann fer með á allt. Hann er einn af okkur.“ Það er skemmtileg staðreynd að amma Elmars Mána, Helga Matthíasdóttir, er móðir Heiðars Helgusonar. Hún var með í för í gær og hélt á snáðanum stóran hluta leiksins. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Elmar Máni Karlsson sem er rúmlega sex mánaða gamall var mættur á landsleik Íslands og Austurríkis á Stade de France í gær. Ólíklegt má telja að yngri strák eða stelpu hafi verið að finna á leiknum sögulega sem lauk svo eftirminnilega með 2-1 sigri okkar manna. 433.is greindi fyrst frá. „Austurríkimenn voru að mynda hann í bak og fyrir, þeir voru sjúkir í hann,“ segir Herdís Magnúsdóttir, mamma Elmars Mána, í samtali við Vísi. „Það eru örugglega endalaust margir Austurríkismenn með myndir af honum.“ Mægðinin eru í um tuttugu manna hópi sem mætti til Frakklands til að fara á lokaleikinn í riðlinum en miðiarnir til Frakklands voru bókaðir 13. desember. Fimm dögum síðar fæddist Elmar Máni. „Við gátum ekki pantað flug fyrir hann, hann var ekki kominn með kennitölu,“ segir Herdís. Þau bókuðu flug fyrir hann um leið og hann var skírður en þau þurftu að borga fullt gjald á leikinn fyrir snáðann sex mánaða. Elmar Máni í banastuði á Stade de France. Sofnaði eftir tíu mínútur Þvert á það sem margir eflaust halda segir Herdís það ekki hafa verið neitt mál að fara með soninn á leikinn. „Hann er voðalega rólegur og góður. Við bara skiptumst á að vera með hann. Við gáfum honum vel að borða og ég fékk að taka mat og vatnsflöskur með á völlinn,“ segir Herdís og ber öryggisvörðum vel söguna. „Hann var bara kátur.“ Herdís segir Elmar Mána hafa verið vakandi á meðan á upphitun stóð en svo sofnað eftir um tíu mínútur. Hún hafi farið með hann út fyrir inn á milli því mjög heitt hafi verið á Stade de France. „Hann var bara á bleyjunni og hafði það fínt.“ Elmar Máni, Helga og Herdís. Frændi Heiðars Helgusonar Elmar Máni vaknaði svo aftur um miðjan síðari hálfleik. Herdís segist hafa sett heyrnarhlífar á snáðann undir lokin þegar fagnaðarlætin urðu hvað mest. Herdís segir Elmar hafa sýnt dótinu sínu meiri áhuga en leiknum en með í för voru litlar fígúrur úr teiknimyndunum Aulinn ég. Hópurinn reiknar ekki með því að fara til Nice á mánudaginn en ætla að finna sér góðan pöbb í París til að horfa á leikinn. Og Elmar Máni verður að sjálfsögðu með í för. „Hann fer með á allt. Hann er einn af okkur.“ Það er skemmtileg staðreynd að amma Elmars Mána, Helga Matthíasdóttir, er móðir Heiðars Helgusonar. Hún var með í för í gær og hélt á snáðanum stóran hluta leiksins.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira